Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 82

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 82
Malcolm og tók hann það mjög nærri sér. Eftir viðskilnaðinn við samtök Elijah Muhammads fóru Malcolm að berast morðhótanir. Hann hafði stofnaði ný samtök múslima og reyndi eftir fremsta megni að tryggja hag eiginkonu sinnar Betty og fjögurra dætra þeirra. Malcolm X vissi að öfund réð ferðinni hjá Muhammad en það var Malcolm að þakka að félagatala samtakanna hafði farið úr 400 hræðum frá því að hann gekk í þau og upp í 40 þúsund þegar honum var úthýst. Veturinn 1964 hélt Malcolm í pílagrímaferð til Mekka og fleiri heilagra borga múslima. Póstkort sem hann sendi vinum sínum undirritaði hann E1 Hajj Malik El-Shabazz. I kjölfar þeirrar ferðar lét hann af hinum hörkulegu fordómum í garð hvíta mannsins. „Eg fordæmi það sem hvíti maðurinn hefur í heild gert svarta manninum í heild,“ sagði hann. Malcolm iðraðist þess allt til endalokanna hvemig hann hafði svarað ungri hvítri stúlku sem kom til hans eftir fyrirlestur á Harvard-háskóla og spurði hvað hún gæti gert í þágu blökkumanna. „Ekkert,“ svaraði hann henni og hún fór hálf grátandi í burtu. „Nú veit ég betur,“ sagði hann við blaðamann Life, Gordon Parks, þremur dögum áður en hann dó. Svo virtist sem beiskjan og fjandskapurinn hefði vikið fyrir nýjum skilningi. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn get ég ekki sagt nákvæmlega hvaða heimspeki ég aðhyllist nú en ég er sveigjanlegur. A meðan ég var í samtökum Elijah Muhammads hugsaði ég ekki alveg sjálfstætt og ég iðrast margs sem ég hélt fram þá. En ég hef lært mína lexíu og verði ég fómarlamb hennar verður það í þágu meðbræðra minna.“ Síðustu mánuðina var Malcolm mjög farinn að óttast um líf sitt og hann bað Alex Haley að hraða skrifum bókarinnar. Sumarið 1964 bmtust út miklar óeirðir í hverfum svartra. I skoðanakönnunum áður höfðu 75 prósent blökkumanna valið Martin Luther King sem helsta baráttumann svartra. Aðeins 6 prósent nefndu Malcolm. „Margir helstu leiðtogar sögunnar fengu ekki viðurkenningu fyrr en eftir dauða sinn,“ varð Malcolm að orði. Þetta heita sumar fór Malcolm til Kairó í Egyptalandi. Þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna var hann eftirsóttari sem fyrirlesari í háskólum og þátttakandi í umræðuþáttum en nokkm sinni fyrr. Hann hafði vart frið fyrir fólki sem kom upp að honum á götum úti og hvar sem var með fyrir- spumir. Elijah Muhammad var á sama tíma að reyna að ná húsinu hans af honum og morðhótanir í hans garð urðu fleiri. I ársbyrjun 1965 var orðið ljóst að múslimar úr samtökum Elijah sátu um líf Malcolms því þeir veittu honum augljósa eftirför. I febrúar 1965, þegar Malcolm sneri aftur úr fyrirlestrarferð í Evrópu, var sprengju varpað inn um gluggann á heimili hans í New York þar sem fjöl- skyldan var enn sofandi. Þau sluppu naumlega út úr húsinu en helmingur þess eyðilagðist í eldinum sem kviknaði. Þau voru ekki tryggð fyrir bruna. Betty gekk með þeirra fimmta barn. Malcolm vissi þegar hér var komið sögu að fimm múslimum hafði verið fyrirskipað að taka líf hans innan viku. Hann óttaðist um fjölskyldu sína. Hann sagði Gordon Parks að gegn múslimum dygði ekki lögregluvemd: „Bróðir, enginn vemdar múslima fyrir nrúslima - eða þeim sem kann að beita aðferðum múslima. Eg veit það því ég er höfundur herfræði þeirra.“ Fjárhagurinn var bágur en Malcolm var staðráðinn í að reyna að festa kaup á nýju húsi fyrir fjölskyldu sína. Eftir sprenginguna dvöldu þau hjá vinafólki á Long Island. Helgina 20. og 21. febrúar þurfti Malcolm að keyra inn í borgina þar sem hann átti að flytja fyrirlestur í Harlem á sunnudeginum. Hann sagði við Betty áður en hann fór: „Ég mun aldrei aftur leggja í langferð án þín.“ Laugardaginn 20. febrúar kom Malcolm sér fyrir á Hilton-hóteli á Manhattan. Starfsfólk hótelsins tók eftir því að honum var fylgt eftir og var öryggisgæslan aukin í kjölfarið. Malcolm fór ekki lit úr her- berginu nema til að snæða kvöldverð í veitingasal hótelsins. Á sunnudagsmorgninum hringdi hann í Betty og spurði hvort hún gæti klætt telpumar upp á og komið með þær á fyrirlesturinn eftir há- degið. Betty sagði að þær myndu allar koma. Engin öryggisgæsla var í Audubon-skemmtistaðnum í Harlem þar sem Malcolm átti að halda fyrirlesturinn. Gesti tók að bera að rétt fyrir klukkan tvö sunnudaginn 21. febrúar. Malcolm var þungstígur þegar hann gekk í salinn en venjulega var hann snar í snúningum og léttur á fæti. Hann settist í hliðarherbergi við sviðið og beið þar ásamt aðstoðarkonu sinni. Hann var klæddur í dökk jakkaföt, hvíta skyrtu og með mjótt svart bindi. Hann var óstyrkur, stóð af og til upp og gekk um gólf. „Eins og mér líður nú ætti ég eiginlega ekki að stíga á sviðið í dag,“ sagði hann. „Ætli ég tali ekki um nauðsyn þess að blökkumenn hætti að berjast innbyrðis en fátt þjónar hagsmunum hvíta kyn- stofnsins betur en að við séum stöðugt að berja hverjir á öðrum.“ Á undan Malcolm talaði bróðir Benjamín X í hálftíma og lauk máli sínu með því að kynna aðal ræðumann dagsins: Malcolm X, maður sem er tilbúinn að láta lífið fyrir ykkur. Lófatakið kvað við í salnum. Malcolm gekk á sviðið og heilsaði með kunnuglegri kveðju múslima: Asalaikum, bræður og systur! Asalaikum salaam kvað við úr salnum á móti og svo heyrðust skothljóð. „Kælið ykkur bræður," kallaði Malcolm. „Sýnið stillingu.“ Hugsanlega sá hann aldrei byssumennina þrjá sem dúndruðu á hann skotunum. Hið hávaxna glæsimenni féll aftur á bak á sviðið. Hann hafði reist upp handlegginn eins og til að lægja öldurnar og langur fingur annarrar handar var sundurtættur af skotum. Fólkið í salnum trylltist, reyndi að hlaupa í felur eða kasta sér á gólfið. Betty henti sér yfir dætur sínar fjórar. I hliðarherberginu stóð aðstoðarkona Malcolms. Hún vissi hvað var að gerast og leit aldrei fram á sviðið. Hún vildi muna Malcolm eins og hann var. Brjóst hans var atað blóði. Betty reis á fætur og staulaðist upp að sviðinu. Æstur múgurinn vék til hliðar þegar hin hávaxna kona kraup niður við hlið manns síns. Hún leit niður á blóðuga bringu hans og með lágværu snökti stundi hún upp: Þeir hafa drepið hann. Dauði Malcolms X vakti athygli út um allan heim. Hann dó bláfátækur en hann hafði strengt þess heit sem múslimi að lifa í fátækt. Betty stóð uppi með fjórar dætur án trygginga, sparifés og tekna. Æðsti dauðdagi sem múslimi getur hlotið er að vera veginn. Leikarinn Ossie Davis, náinn vinur Malcolms, var einn þeirra sem flutti ræðu við útför hans. Hann sagði meðal annars: Margir spyrja hvers vegna Harlem heiðrar þennan umdeilda mann. Við brosum. Þeir segja að hann hafi verið talsmaður kynþáttahaturs og tákn hins illa í baráttu svartra. Við svörum þeim og segjunr: Rædduð þið ein- hvem tíma við bróður Malcolm? Snertuð þið hann? Sáuð þið bros hans? Hlustuðuð þið einhvem tíma á hann? Gerði hann nokkrum manni nokkru sinn nokkuð illt? Var Malcolm sjálfur nokkru sinni viðriðinn ofbeldi eða óeirðir? Því ef þið þekktuð hann þá vissuð þið að okkur ber að heiðra minningu hans: Malcolm var manndómur okkar, tákn lifandi, svartrar karlmennsku! Með því að heiðra hann heiðrum við það besta í okkur sjálfum ... Og okkur verður ljóst hver hann var í raun - prins - hinn skínandi svarti prins! - sem óttaðist ekki dauðann, af því að hann elskaði okkur!“ I dag eru 23 prósent bandarískra blökkumanna á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára í fangelsi, í gæsluvarðhaldi eða á skilorði. Fæstir þeirra þekkja þann Malcolm sem Ossie Davis lýsti svo eftirminnilega. I fátækrahverfum og á götum stórborga Bandarikjanna nú er fátt meira í tísku en að flagga einhverju utan á sér sem minnir á Malcolm X. Því þrátt fyrir fáfræði og fátækt vita þeir - hinir verst settu - að með því sýna þeir stolt svarta prinsins sem óx úr götunni eins og þeir sjálfir. ■ HEIMS 82 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.