Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Side 2
2 18. október 2019FRÉTTIR B andaríski kvikmynda- gerðarmaðurinn Robert Eggers stefnir að því að kvikmynda hefndarsögu í víkingastíl sem nefnist The Northmen. Kvikmyndin er gerð eftir handriti sem Eggers skrif- aði í samvinnu við rithöfundinn Sigurð Birgi Sigurðsson, betur þekktan sem Sjón. Saga myndarinnar gerist á Ís- landi við upphaf 10. aldar en heimildir herma að hún verði tekin upp að stórum hluta í Kanada en eitthvað þó líka á Ís- landi. Eggers notaðist mikið við Kanada við tökur á fyrri verkum sínum, sem eru kvikmyndirnar The Witch og The Lighthouse. Báðar kvikmyndir leikstjórans hafa hlotið nær einróma lof gagn- rýnenda. The Northmen skartar ýmsum þekktum andlitum og má bú- ast við þeim Nicole Kidman, Willem Dafoe ásamt bræðrun- um Bill og Alexander Skarsgård. Myndin segir í grunninn frá norskum prinsi sem hyggst koma morðingja föður síns fyrir kattar- nef. Myndin er framleidd af Lars Knudsen, dönskum framleið- anda, sem hefur látið gott af sér leiða með þekktum hryllings- myndum á borð við Hereditary og Midsommar. Vilja fá Björk Samkvæmt heimildum fréttamið- ilsins Collider vilja aðstandend- ur myndarinnar ólmir fá söng- konuna Björk í aukahlutverk en ekki er vitað hvort sú ósk verði að veruleika. Eins og ýmsum er kunnugt gaf Björk upp leiklistar- áhugann eftir átakanlegt samstarf við danska leikstjórann Lars von Trier. Björk og Lars von Trier unnu saman að kvikmyndinni Dancer in the Dark árið 2000. Samstarfið var erfitt og talaði Björk opinskátt um það á sínum tíma. Hins vegar voru ásakanir, sem hún setti fram á Facebook-síðu sinni árið 2017, mitt í MeToo-byltingunni, mjög alvarlegar. Þá sakaði Björk leik- stjórann um kynferðislega áreitni. „Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varð- andi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,“ skrifaði Björk meðal annars. Hún nafngreindi ekki Lars en ljóst var um hvern var rætt. „Ég varð þess vör að það væri al- mennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sín- ar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmynda- heimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leik- stjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í sam- starfinu,“ skrifaði Björk. Lars von Trier svaraði henni í Jyllands Posten og hafnaði ásökununum. Sagði hann að það hefði ekki ver- ið leyndarmál að hann og Björk hefðu verið svarnir óvinir á töku- stað en það hefði líka skilað sér í frábærri frammistöðu Bjarkar í myndinni. „Það er ekkert í þessu máli. Farið bara og skoðið sögu myndarinnar. Það voru átök en ég gerði þetta ekki,“ sagði Lars. n sem voru fræg í fimmtán mínútur Villi „Mérbalalíðurágæt- legavelbala“ Hall Vilhjálmur Hallgrímsson er án efa eftirminnilegasti þátttak- andinn úr Bandinu hans Bubba. Þegar hann var spurður hvernig honum liði var svarið hans sama og sögulegt. Villi hefur tileinkað sér sterkan sess í íslenskum „meme-kúltúr“ fyrir þessar örfáu sekúndur sem hann hefur enn ekki toppað. Réttur maður á röngum Laugavegi Bandaríkjamaðurinn Noel Santillan kom til Íslands árið 2016 og bókaði herbergi á Hótel Fróni við Laugaveg 22A. Hann keyrði í fimm klukkustundir, langt út fyrir bæjarmörkin, og að lokum bankaði hann upp á hjá konu á Laugarvegi á Siglufirði. Noel hafði slegið inn rangt heim- ilisfang í GPS-tækið, en hann tók bara vel í aukarúntinn um landsbyggðina og komst víða í pressuna vegna ruglingsins. Lúxorsvandamál Fyrsta strákasveit Íslands telst sú sem kom, heilsaði og hvarf. Lúxor var stofnuð af Einari Bárðarsyni og samanstóð af fimm ungum körlum sem hlutu dræmar viðtökur við lög sem þeir sömdu ekki sjálfir. Þeir tóku nokkur stór „gigg“ hér og þar, og heilmikið við skódeild Hagkaupa á jólatímanum árið 2007, og gáfu út plötu sem var jörðuð í fjölmiðlum á sínum tíma. Merkin voru skýr, en tilraunin ágæt. Góðu stundir Öldu Söngkonan Alda Björk Ólafsdóttir stökk beint í 7. sæti breska vinsældalistans með lagið Real Good Time árið 1998. Þá skákaði hún meðal annars Kryddpíunum. Öldu tókst að láta stóran draum rætast, að slá í gegn úti í hinum stóra heimi, en lítið kom út úr ferlinum seinna meir. Rosagóðir tímar þó. Fór úr sviðsljósinu í leikskólann Hólmfríður Karlsdóttir kom, sá og sigraði í keppninni Ungfrú heimur árið 1985. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenskur keppandi hlaut þennan titil en ekki hið síðasta. Hófí ákvað þó að viðhalda ekki fyrirsætuferl- inum, þrátt fyrir að tilboðum rigndi inn. Hún kunni vel við sig sem leikskólakennari og hefur látið gott af sér leiða á því sviði. Á þessum degi, 18. október 1851 – Skáldsagan Moby Dick var gefin út. 1906 – Sjö hús brunnu á Akureyri og um áttatíu manns misstu heimili sín. 1922 – Útsendingarfyrirtækið BBC var stofnað. 1989 – NASA skaut Galileo-geimfar- inu á loft. 2006 – Microsoft gaf út Windows Internet Explorer 7. Fleyg orð „Ímyndunarafl er mikil- vægara en þekking.“ – Albert Einstein Vill Björk í hefndarsögu n Verðlaunaleikstjóri hyggst vinna að víkingamynd á Íslandi n Nicole Kidman og Willem Dafoe meðal leikara Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Bill SkarsgårdAlexander Skarsgård Willem DafoeNicole Kidman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.