Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Side 6
6 18. október 2019FRÉTTIR
Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com
LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR
HÚSFÉLAGSINS
Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga
og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði
Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag!
Sexföldun á jarðar-
förum í kyrrþey
n Úr tveimur prósentum í tólf n Margar ástæður að baki, svo sem peningaleysi og hógværð
J
arðarförum í kyrrþey hefur
fjölgað mikið. Árið 2010 fóru
43 jarðarfarir fram í kyrrþey,
eða tvö prósent. Árið 2016
nálguðust þær tólf prósent og í
fyrra var hlutfall jarðarfara í kyrrþey
komið upp í tólf prósent, eða 258
talsins. Jóna Hrönn Bolladóttir,
sóknarprestur í Garðasókn, finnur
fyrir þessari fjölgun.
„Ég finn að það er fjölgun
jarðarfara í kyrrþey og ég held
að það séu þrjár ástæður fyrir
því; hinn látni hafi verið mikil
prívat manneskja og kunnað illa
við stórar samkomur, það hef ég
oft heyrt, og það væri algjörlega
úr takti við karakterinn að halda
stóra opinbera athöfn. Einnig er
það vegna þess að það eru ekki til
miklir peningar í dánarbúinu eða
innan fjölskyldunnar og fólk á
ekki val um annað en litla athöfn.
Svo er það hópurinn sem fer
stækkandi og það er fólkið sem
vill hafa hlutina eins persónulega
og hægt er. Það skil ég svo vel og
finnst það á margan hátt jákvæð
þróun. Þegar athöfnin er lítil og
bara nánasta fólkið er hægt að
skapa ákveðna nánd sem er
mörgum gefandi. Ég held að þetta
sé allt gott í bland hvað varðar
form útfararathafnarinnar,“ segir
Jóna Hrönn og brýnir eitt fyrir
þeim sem kveðja þurfa ástvin.
„Það er líka vandi þegar athöfn er
í kyrrþey að gæta þess að gleyma
ekki einstaklingum sem stóðu
hinum látna nærri eins og vinum
og samstarfsmönnum og það get-
ur verið sárt að fá ekki að kveðja
og þakka fyrir sig. Þá er oft verið
að hringja í ástvini og spyrja hvort
viðkomandi megi koma til að
sýna samkennd og heiðra minn-
ingu þess sem er farinn, það þarf
að bregðast af kærleika við því og
meta hlutina af virðingu. Þarna
þarf fólk að vanda sig svo ekki
verði sárindi í samskiptum.“
Kostnaður, einsemd og
ágreiningur
Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur
í Dómkirkjunni í Reykjavík, telur
að margt spili inn í þegar ákveðið
er að jarðarför fari fram í kyrrþey.
„Stundum er þetta ósk frá hinum
látna því hann vill ekki umstang eða
láta hafa fyrir sér. Ég hef orðið var
við það. Suma óar við kostnaðinum
við útför og það má vel vera að það
spili inn í. Yfirleitt setja menn undir
sig hausinn og gera þetta án þess
að kostnaður sé stærsti faktorinn,
nema þegar mjög illa stendur
á,“ segir Sveinn. Kostnaður við
hefðbundnar jarðarfarir getur farið
hátt upp í tvær milljónir, jafnvel
aðeins yfir, enda í mörg horn að líta.
Það þarf að birta dánartilkynningar,
kaupa líkkistu, bóka tónlistaratriði,
halda erfidrykkju og margt fleira.
Hins vegar geta þeir sem þurfa
leitað sér styrkja vegna útfarar hjá
stéttar- eða sveitarfélögum.
Aðrar ástæður sem gætu
spilað inn í eru einsemd eða
ágreiningur meðal aðstandenda.
Sveinn segist ekki hafa tekið eftir
því, en að oft geti ágreiningur
verið til staðar án þess að prestar
taki eftir. Hann hefur hins vegar
heyrt af því að aðstandendur
fari þess á leit að tilteknum
einstaklingum verði bannað að
mæta þótt jarðarför sé auglýst.
„Ég lít þannig á að ef jarðarför
er auglýst þá megi allir koma
og margir sem vilja fylgja
vinnufélögum, vinum, kunningjum
eða skólafélögum. Ef jarðarför er
ekki auglýst er ekki ætlast til að allir
megi mæta. Ég hef heyrt af því að
aðstandandi vilji ekki að einhver
tiltekinn einstaklingur fái að vera
við útför hins látna. Það getur reynst
erfitt ef þetta er opinber athöfn.“
Opnari umræða um dauðann
Sveinn segir að oft hafi fólk á
dánarbeðinum sterkar skoðanir á
hvernig jarðarförinni skuli háttað.
„Ég veit það til dæmis að
þessi sterki vilji sumra til að
hafa jarðarför í algerri kyrrþey
er ekkert endilega alltaf það
sem aðstandendur hefðu viljað.
Yfirleitt virða aðstandendur
vilja hins látna.“
Jóna Hrönn telur jákvæða
breytingu hafa orðið í samfélaginu
um hvernig talað er um dauðann
og hinstu kveðjustundina.
„Á undanförnum árum hefur
umræða um dauðann og form á
hinstu kveðju breyst. Það er af-
skaplega jákvæð breyting og ger-
ir það að verkum að allt verður
hlaðið meiri merkingu. Það var til
dæmis átak innan Þjóðkirkjunn-
ar að hvetja fólk til að setja nið-
ur hvernig það vildi hafa enda-
lokin í þessum heimi og það var
gefinn út bæklingur sem heitir
„Val mitt við lífslok“. Þar er hægt
að setja niður hvort fólk vill kistu-
lagningu eða ekki, umbúnaður í
kistu, hvar útförin fer fram, hvort
það á að vera jarðarför eða bálför,
val á tónlist, hvort það eigi að
vera erfidrykkja og þá hvernig og
upplýsingar vegna minningar-
orða,“ segir Jóna Hrönn og heldur
áfram. „Það skiptir margt eldra
fólk miklu máli að ganga vel frá
hlutunum og oft er líka sú hugsun
að íþyngja ekki ástvinum sínum
þegar dauðinn knýr dyra meira
en þörf er á, ég finn oft þessa
miklu hógværð og auðmýkt þegar
ég tala við eldra fólk á dánar-
beðinum. Þegar ég undirbý útfar-
ir og fullorðið fólk er að kveðja
aldraða foreldra og ekkert liggur
fyrir koma uppi ýmis sjónarmið
og eftirlifendur tala kannski
ekki einni röddu varð-
andi útförina, þá kveð
ég oft með þeim orð-
um að þau ættu, á
meðan heilsan er
góð og dauðinn
ekki á dagskrá,
að setja niður
óskir sínar við
lífslok og ræða
við maka sinn,
af því að því fylgir ákveðinn léttir
fyrir þau sem eftir lifa og þurfa að
undirbúa útförina, ég tala nú ekki
um þegar dauðinn kemur skyndi-
lega og ástvinir eru kannski þjak-
aðir af sorg og dofnir, þá er afar
mikilvægt að þetta sé eins mikið
á hreinu og hægt er.“ n
Jóna Hrönn Bolladóttir.
Sveinn Valgeirsson.
Fjölgun
Sífellt
fleiri kjósa
jarðarför í
kyrrþey.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is