Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Side 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 18. október 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Spurning vikunnar Hver er besta bók sem þú hefur lesið? „Bókaþjófurinn. Vel skrifuð og áhuga- verð.“ Ævar Þór Benediktsson „Ég get ómögulega valið eina! En ég myndi segja 1000 bjartar sólir ásamt Gamlingjanum sem klifraði út um gluggann. Tvær ólíkar en frábærar.“ Eva Björk Eyþórsdóttir „Harry Potter-serían á sterkan sess í hjarta mínu – sérstaklega fimmta bókin – og það er aðallega því hún hvatti mig til að lesa meira.“ Sigríður Clausen „Ég myndi segja Room. Rosalega gríp- andi bók og óþægilega raunveruleg.“ Unnur Lilja Aradóttir Gamma reddaði málunum Fyrrverandi starfsmenn Eflingar hafa stigið fram opinberlega undanfarnar vikur með harðar ásakanir. Maxim Baru, Christina Milcher, Robakjewicz og Ani Marincean sögðu farir sínar ekki sléttar. Þeim hafi verið vikið úr starfi, eða störf þeirra lögð niður án útskýringa, án fyrirvara og þvert á þau loforð sem þeim höfðu verið gefin. Þessar ásakanir eru af öðru bergi brotnar en aðrar sem áður höfðu komið fram. Þær vörðuðu innanhússhreinsun sem átti sér stað eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir tók við formannsstólnum, þessar nýju hins vegar koma frá starfsmönnum sem Sólveig fékk sjálf til liðs við sig og því biðu margir spenntir eftir hefðbundinni færslu á vefsíðu og Facebook-síðu Eflingar þar sem ásökununum væri vísað á bug með viðeigandi rökstuðning. Ekkert varð þó af slíkri færslu. Á sama degi var mikið fjallað um ófarir verðbréfasjóðsins Gamma og í kjölfarið rifjað upp að fyrir ári tók Efling sjóði sína úr stýringu þaðan. Í kjölfarið birti Efling færslu um Gamma og hvað það var góð ákvörðun að færa sjóði sína þaðan. Starfsmennirnir fjórir voru greinilega ekki orðanna virði. Ekkert er öruggt nema dauðinn og skatturinn Facebook- færsla vakti nokkra athygli í vikunni þar sem maður einn greindi frá nokkuð sláandi útreikningi sem horfir við félaga hans sem er lífeyrisþegi. Viðkomandi fær 20 þúsund króna hækkun frá lífeyrissjóðnum sínum á mánuði. Hljómar eins og fagnaðarefni, en eins og téður Facebook-notandi greindi frá þá þarf samt að horfa á þessa hækkun með gagnrýnum augum. Af 20 þúsund krónunum tekur ríkissjóður 7.000 í skatt. Ellilífeyrinn frá TR skerðist svo um 45 prósent af því sem eftir verður. Þarna er 20 þúsunda króna hækkun orðin 6.000 krónur sem í reynd skila sér til viðtakanda. Af 20 þúsunda króna hækkun tekur íslenska ríkið því í reynd 14 þúsund, um tvo þriðju hluta hækkunar greiðslu frá lífeyrissjóði sem lífeyrisþeginn hefur sjálfur greitt í auk atvinnurekanda. Hræsni í kommentakerfum É g tók nýverið viðtal við ungan mann sem stundar veiðar á afrískum dýrum, svokallaða „trophy“-veiði. Viðtalið vakti vægast sagt hörð viðbrögð og fylltist kommenta- kerfi DV af ljótum ummælum og morðhótunum. Hjörvar fékk ara- grúa af ummælum á Instagram- -síðu sína en það versta sem hann fékk var í einkaskilaboðum. Hjörvar segist þó ekkert láta þetta á sig fá. En snúum okkur aftur að kommentakerfunum þar sem andstyggðin náði nýju hámarki. Ég skil það vissulega að fólk sé reitt yfir því að Hjörvar drepi dýr. Það sem mér þykir sérstaklega athyglisvert er að flestir þeirra sem hóta honum öllu illu og óska honum dauða, er sama fólk og borgar öðrum fyrir að slátra dýr- um fyrir sig. Ef þú upplifðir mjög sterkar tilfinningar þegar þú last viðtalið við Hjörvar, og borðar dýr, þá spyr ég hvort þetta sé ekki tilvalinn tími til að líta í eigin barm. Er þetta ekki frábær tími til að hugsa um hvað þú getur gert fyrir dýrin. Ef þér býður við að Hjörvar fari til Afríku til að skjóta puntsvín/við að sjá Hjörvar drepa puntsvín, af hverju býður þér ekki við að þús- undir svína séu drepin á hverjum degi hér á landi, svo við getum fengið beikon? Ef þér býður við að sjá myndina af Hjörvari með gíraffanum, af hverju býður þér ekki við því að við drepum lömb, bara vegna þess að okkur finnst þau góð á bragðið? Ég tók það fram í byrjun við- talsins að ég skildi ekki trophy- veiði, rétt eins og allar aðrar tegundir af veiði. Það er vegna þess að ég sjálf neyti ekki dýra- afurða og er vegan. Ég ákvað að taka viðtal við Hjörvar af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi snýst blaðamennska ekki um að tala einungis við fólk sem þú ert sammála, og í öðru lagi til að svala forvitni félags- fræðingsins í mér. Mig langaði að vita af hverju Hjörvar gerir það sem hann gerir. Þar sem það er óskiljanlegt fyrir mér, þá langaði mig að vita hvað sé heillandi við að drepa dýr. Ef dýr er drepið á bak við luktar dyr og enginn er þar til að taka mynd, gerðist það? Með því að kaupa kjöt ertu að borga fyrir að dýr sé drepið á hrottalegan hátt í sláturhúsi. Enginn vill deyja. Ég er alls ekki að réttlæta gjörðir Hjörvars, eins og fyrr segir þá persónulega fordæmi ég þær. En þið hin, sem fyrirlítið Hjörvar, kallið hann ógeðslegan og hót- ið honum öllu illu, ef þið borðið kjöt þá bið ég ykkur um að spyrja ykkur að þessu: Af hverju eruð þið svona mikið betri en Hjörvar? n Leiðari Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Haustblíða Grafið undan Stjórnarráðinu á góðum degi í október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.