Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 10
10 18. október 2019FRÉTTIR F æstir búa í einu og sömu fasteigninni lífið á enda. Fjölskyldur stækka, fjöl- skyldur minnka, nýjar að- stæður geta skapað þörf á nýju húsnæði. Flestir vilja að sjálf- sögðu selja eignir sínar hratt og vel á sem hæstu verði. Hvað er það helsta sem seljendur ættu að hafa í huga við sölu á fasteign sinni? DV leitaði ráða hjá Páli Pálssyni hjá 450 fasteignasölu. „Það fyrsta sem seljendur verða að hafa í huga er að því fleiri sem skoða eignina, því hraðar selst hún og á hærra verði. Það eru þúsundir eigna á fast- eignavefjum á Íslandi sem hvorki seljast né skapa fyrirspurnir. Fæstir átta sig á því að meðalsölu- tími á höfuðborgarsvæðinu er um 100 dagar. Hvað þarf að ger- ast svo fleiri en einn bjóði í eign- ina á sama tíma? Hvernig færðu sem flesta til að skoða eignina og gera tilboð? Hvernig færðu besta verðið?“ segir Páll. 1 Undirbúningur„Við eigum það flest sameigin- legt að vilja fá hæsta mögulega verð fyrir eignirnar okkar en á sama tíma vill kaupandinn hins vegar kaupa á eins lágu verði og mögulegt er. Því skiptir undir- búningur á eigninni miklu máli. Minnstu smáatriði geta skipt miklu máli þegar eign er sett á sölu. Þeir sem skoða eignina þína hugsa oft, ómeðvitað, „Hvað er að eigninni?“ og „Hvað þarf ég að gera sjálfur til að verða ánægður?“ og því lengri sem athugasemdirn- ar eru því lægra býður fólk og því þarf að horfa á eignina með gagn- rýnum augum. Kaupendur eru mjög fljótir að mynda sér skoðun á eigninni og hefur hún í raun skamman tíma til að heilla. Því er mikil- vægt að útlit eignarinnar sé upp á sitt besta. Taktu til í garðinum og innkeyrslunni og fjarlægðu þaðan allan óþarfa. Klipptu runna og sláðu garðinn að sumri til. Ef snjór hefur fallið skal einnig moka aðkomu hússins. Gakktu langt í að gera allt hreint og fínt.“ Páll bendir á at- riði sem fæstir hafa líklega gert sér grein fyrir að skipti máli: „Lykt er lykilatriði því það er það fyrsta sem fólk tekur eftir þegar gengið er inn.“ Íbúðir þar sem mikið er af smáhlutum eða persónulegum munum geta virkað fráhrindandi á væntanlega kaupendur sem eiga þá erfiðara með að sjá sína eigin búslóð fyrir sér í rýminu. „Fjarlægðu alla óþarfa hluti af gólfum, smáhluti af eldhús- bekkjum og segla, miða og ann- að af ísskápum. Skoðaðu lýsingu rýmisins. Dragðu frá gardínur og reyndu að hleypa inn eins mik- illi náttúrulegri birtu og mögu- legt er. Einnig skaltu skipta um allar sprungnar perur og fela raf- magnssnúrur.“ 2 Verðlagning – Mikilvægt að verðleggja rétt Þó svo flestir vilji fá sem hæst verð fyrir eignir sínar, og margir hafi þar tiltekna tölu í huga, þá er mikilvægt að eignin sé verðlögð í samræmi við markaðinn og eftir- spurnina. „Fáðu heiðarlegt verðmat frá fasteignasalanum þínum. Ekki hlusta á fasteignasala sem verð- meta bara eftir því sem þú vilt heyra. Helsta ástæða þess að fólk skoðar ekki eignina þína er vegna þess að eignin er verðlögð of hátt. Verðlegðu á réttu markaðs- verði til að vekja áhuga tilvonandi kaupenda. Ekki fara í „mér finnst“ eða „ég held“ að verðið eigi að vera hitt eða þetta fyrir eignina. Byggðu matið á sölutölum og fer- metraverði í hverfinu og berðu saman við eignir sem eru þegar í sölu og athugaðu hvernig geng- ur að selja þær. Það er enginn að hjálpa þér með því að segja þér bara það sem þú vilt heyra. Í mörgum tilfellum eru væntingar seljenda mun meiri en markaðs- verð gefur til kynna.“ 3 MarkaðssetningPáll segir að eitt það mikil- vægasta við sölu eignarinnar sé að fasteignaauglýsing sé vönduð. „Um 96% af þeim sem eru að leita að eignum skoða fasteignavefi og því eru góðar og fallegar myndir af eigninni lykilatriði. Myndir eru það fyrsta sem fólk sér af eigninni þinni og því er mikilvægt að þær séu teknar af fagmanni.“ Lélegar myndir geta gert það að verkum að fólk afskrifi eign án þess að hafa séð hana berum augum. „Auglýsingar í blöðum skila ekki eins miklum árangri og áður fyrr og því ber að fara varlega í þann kostnað. Þó eru til undantekningar á þessu, til dæmis íbúðir sem hugsaðar eru fyrir 65 ára og eldri.“ Ef auglýsingin fyrir eignina heillar væntanlega kaupendur þá er yfirleitt næsta skref þeirra að mæta á opið hús. „Nær 80% af smellum á eignina þína á netinu eru fyrstu 4–6 dagana. Mikilvægt er því að nota þann tíma til að auglýsa opið hús. Opin hús hafa reynst vel til að skapa eftirspurn eftir eigninni. Þegar eignin er komin á netið þá er um að gera að deila eigninni á samfélagsmiðl- um og biðja vini og vandamenn um að deila. Best er að sýna eign- ina í dagsbirtu.“ 4 Ástand eignarinnar„Vertu viss um að eignin sé upp á sitt besta þegar hún fer í sölu. Fólk prúttar síður um verð ef allt er í lagi.“ Páll bend- ir seljendum á að hafa eftirfar- andi í huga; Hvert er ástandið á húsinu? Er raki eða leki ? Hefur verið gerð ástandsskoðun á hús- inu? Hvert er ástand lagna, múrs, þaks, glugga, glers? Fyrir sölu er upplagt að ráðast í allar minni- háttar við gerðir sem þarf að gera, fjarlægja reykingalykt ef hún er til staðar, setja gólflista þar sem vantar og laga málningu þar sem þarf. Í söluyfirliti er best að hafa lýs- ingu á húsnæði stutta og hnit- miðaða. „Góð lýsing á eigninni í söluyfirliti er mikilvæg, en ekki fara út í of mikil smáatriði. Láttu fasteignasala sýna eign- ina. Það hefur margoft sannað sig að fólk sem skoðar eignir með eigendum er hlédrægara þegar kemur að því að tjá sig um kosti og galla eignarinnar af ótta við að móðga eigendur. Best er að heyra sannleikann svo einfaldara sé að loka sölunni.“ 5 Ef þú hefur átt eign skemur en tvö ár Í þessari upptalningu má blaða- maður til að nefna eitt atriði sem sumir hafa brennt sig á í gegn- um tíðina. Ef þú hefur aðeins átt íbúðarhúsnæði eða búseturétt skemmur en tvö ár þá er sölu- hagnaður að fullu skattskyldur. Hagnaðurinn er mismunur sölu- verðs að frádregnum sölukostn- aði og stofnverði. Eins er hagn- aður af sölu annarra fasteigna en íbúðarhúsnæðis alltaf skatt- skyldur. Þar undir falla til dæmis sumarbústaðir, hesthús, land og lóðir. n „Hvernig færðu sem flesta til að skoða eignina og gera tilboð? Listin að selja fasteign n Atriði til að hafa í huga við sölu íbúðarhúsnæðis n Passaðu lyktina! Erla Dóra erladora@dv.is „Hvernig færðu besta verðið? LJ Ó SM Y N D : D V/ H A N N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.