Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Síða 14
14 18. október 2019FRÉTTIR „Þú ættir að skammast þín. Ég mun ekki tala meira við þig. Lögmaðurinn minn tekur yfir málið eftir 24 klukkustundir. L inda Pétursdóttir, athafna- kona og fegurðardrottn- ing, stendur í deilum við fyrrverandi leigjanda sinn. Deilurnar varða lengd upp- sagnarfrests, ástand húsnæðis við skil og tryggingarfé. Linda hefur lokað á samskipti við leigj- andann, sem sér enga aðra leið í stöðunni en að leita liðsinnis kærunefndar húsamála, enda hefur Linda bæði hótað honum málsókn, neitað að tala frekar við hann og vísað á lögmann sinn án þess að gefa upp hver sá lög- maður er. Þó að málið sýnist við fyrstu sýn vera nokkuð hefð- bundin deila leigusala og leigj- anda sem greinir á um samning, þá virðist leigusamningurinn við nánari skoðun hafa verið ógildur frá upphafi, því Linda er ekki eig- andi hússins. Leigði hluta bílskúrs á 115 þúsund Ali Taha Falih, frá Írak, skrifaði undir leigusamning um hluta bílskúrs sem innréttaður hafði verið sem stúdíóíbúð. Leigusali var samkvæmt samningi Linda Pétursdóttir. Bílskúrinn tilheyrir stóru einbýlishúsi að Sjávargötu á Álftanesi. Bílskúrinn er í heildina rétt rúmlega fimmtíu fermetrar að stærð en að sögn Alis þá fékk hann aðeins hluta bílskúrsins til umráða. Fær þetta stoð í leigu- samningi þar sem stærð húsnæð- isins er tilgreind 25 fermetrar. „Það voru tvö herbergi í bílskúrn- um og þegar ég skrifaði undir var mér sagt að eftir þrjá mánuði þá fengi ég líka hitt herbergið, því var lofað og gekk ég til samninga út frá því,“ segir Ali í samtali við DV. Leigusamningurinn var skrif- legur og stefndi Ali á að þinglýsa honum til að eiga kost á húsnæð- isbótum. Það gekk hins vegar aldrei upp, þrátt fyrir ítrekuð lof- orð. Braut hægri hönd í vinnuslysi Í júní 2019 tilkynnti Ali Lindu munnlega að hann ætlaði að finna sér annað hentugra rými þar sem væru betri loftgæði og betri lykt. Gerði hann þetta meðal annars vegna þess að honum var þarna orðið ljóst að samningn- um fengi hann aldrei þinglýst. Ítrekaði hann þessa fyrirætlun sína í tölvupósti sem hann sendi þann 24. júní. Um miðjan sept- ember hafði hann svo samband við Lindu í gegnum Facebook til að tilkynna henni að hann hefði fundið nýtt húsnæði frá og með 1. október. Jafnframt tók hann þá eftir að tölvupósturinn sem hann sendi Lindu í júní hafði aldrei komist til skila. Í ágúst lenti Ali í vinnuslysi. Hann féll niður úr nokkurri hæð og hafnaði á hægri hönd. Fór beinið skáhallt í sundur við öxl og er um nokkuð slæmt brot að ræða. Rétt er að taka fram að Ali er rétthentur og hamlaði þetta því verulega getu hans til að sinna sínu daglega lífi. Linda brást í fyrstu vel við fyrirætlunum Alis um að yfirgefa húsnæðið við Sjávar götuna, að hans sögn. Hins vegar þyrfti hann að segja upp með þriggja mánaða fyrirvara nema henni eða honum tækist að finna nýja leigjendur. Það reyndi Ali en tókst ekki að fá aðra leigj- endur í rými sem hann var sjálf- ur að flytja úr vegna lélegra að- stæðna. Þá mun ég lögsækja þig Í byrjun október greindi Ali Lindu frá því að hann væri fluttur úr bílskúrnum og hefði afhent um- boðsmanni hennar lykla. Falað- ist hann samtímis eftir tryggingu sinni. Linda brást ókvæða við að sögn Alis. Hún sendi honum myndir af rýminu sem hún taldi með öllu óásættanlega þrifið. Eins hefði Ali ekki greitt leiguna fyrir október. „Þú hefur 24 klukkustundir til að þrífa og borga leigu fyrir október- mánuð. Ef þú gerir það ekki þá mun ég lögsækja þig,“ sagði Linda í Facebook-skilaboðum til Alis. Ali gat ekki skilið þessi skilaboð öðruvísi en að í þeim fælist hót- un og spurði því beint: „Ertu að hóta mér?“ Blaðamaður DV hef- ur mynd af þessum samskiptum undir höndum. „Eldavélin er ónýt. Þú ættir að skammast þín. Ég ætla að láta þig gjalda fyrir samkvæmt lögmæt- um skriflegum samningnum. Ég mun ekki tala meira við þig. Lög- maðurinn minn tekur yfir mál- ið eftir 24 klukkustundir,“ svaraði Linda þá og lokaði samtímis á öll frekari samskipti við Ali á Face- book, hann gat því ekki svarað þessari síðustu yfirlýsingu Lindu. Ekki fylgdi sögunni hver þessi lögfræðingur væri eða hvernig hann kæmi sér í samband við Ali. Ali viðurkennir að þrifum á eigninni hafi verið ábótavant. „Ég lenti í vinnuslysi, ég er rétt- hentur með brotna hönd. Ég gat ekki fengið vini til að koma og hjálpa mér, ég varð að fá þá til að koma og gera þetta alfarið fyrir mig. Vinir mínir eru í fullri vinnu og eiga nóg með sitt en þeir komu og gerðu það sem þeir gátu. Ég var búinn að segja henni [Lindu] að ég væri slasaður og í slæmri stöðu.“ Leiga lögð inn á dóttur hennar Nú gætu sumir hugsað: Samninga skal handa. Uppsagnarfrestur var jú þrír mánuðir samkvæmt því sem Linda kallaði sjálf „skrifleg- um og löglegum samningi“. En er það virkilega svo? Ali sýndi blaða- manni samninginn. Samningur- inn er um 25 fermetra íbúðarhús- næði í bílskúr og er leiga ákveðin 115 þúsund krónur á mánuði. Einn mánuður var greiddur fyrir- fram og tveir mánuðir í tryggingu. Alls 345 þúsund krónur. Leigan skyldi mánaðarlega leggjast inn á bankareikning sem er skráður á fjórtán ára dóttur Lindu, Ísabellu. Ali segir að frá upphafi leigutíma hafi hann ósk- að eftir því að hægt væri að þing- Linda P í leigustríði n Fegurðardrottning í deilum við leigjanda n Seldi einbýlishús undir markaðsverði rétt fyrir gjaldþrot n Leigir út það sem hún ekki á Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.