Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Page 18
18 FÓKUS - VIÐTAL 18. október 2019 GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. F riðgeir Trausti Helgason, matreiðslumaður og ljós- myndari með meiru, hefur búið í Bandaríkjunum um árabil og var illa farinn af áfengis- og fíkniefnaneyslu. Neyslan kom honum á götuna í Los Angeles þegar hann var búinn að missa allt og bjó hann í pappakassa á götum borgarinnar þegar hann neyddist til að taka á sínum mál- um. Auk þess var hann heppinn að sleppa lifandi frá skotárás í New Orleans og horfði hann upp á marga góðvini sína deyja þegar tímar voru sem verstir. Friðgeir náði að snúa við blað- inu að lokum, hefur haldist edrú í hálfan annan áratug og frami hans í eldamennsku hefur ver- ið skjótur. Hann hefur getið sér gott orð sem bæði kokkur og ljós- myndari. Næsta markmið hans er að koma sér á framfæri í Los Angeles sem glútenlausi kleinu- kóngur Kaliforníu. Friðgeir er fæddur í Vest- mannaeyjum árið 1966 en flutti upp á land í kjölfar gossins 1973 og ólst upp í Fellahverfinu í Breiðholti hjá afa sínum og ömmu. Að sögn Friðgeirs steig hann sín fyrstu skref í eldhúsinu hjá ömmu sinni þegar hann var fjórtán ára og varð þá ekki aftur snúið. Í New Orleans var hann svo heppinn að fá vinnu á mjög góðu, litlu veitingahúsi og í fram- haldinu vann hann að eigin sögn á nokkrum af bestu veitingahús- um borgarinnar. Hann var á mjög góðri siglingu í bransanum vest- anhafs en var mikil fyllibytta. Friðgeir segir áfengisvanda- mál oft fylgja þessari starfsstétt og leiddi það til þess að hann brenndi ýmsar brýr að baki sér og „Ég komst í gegnum þetta án þess að drepast“ Fullur í 25 ár - Lifði af skotár s í Los Angeles - Eldar fyrir stór- stjörnurnar - Bjó í pappakassa - Stal eiturlyfjum fyrir Nick Cave Tómas Valgeirsson tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.