Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 33
Öðruvísi jólagjafir18. október 2019 KYNNINGARBLAÐ SALA ICELAND: Salsa er ekki bara sósa Þegar Edda Blöndal hóf starfsemi SalsaIceland á Íslandi árið 2003 þurfti hún iðulega að útskýra fyrir fólki að um væri að ræða suðurameríska dansa en ekki sósu. Eins gat verið erfitt að ná karlpeningnum út á dansgólfið um hábjartan dag. En nú, 16 árum síðar, segir hún stemninguna hafa breyst mikið og flestir viti nú hvað salsa dansar eru og að feimnin sé óðum að renna af Íslendingum. Sjálf hafði Edda ferðast mikið þegar hún keppti með landsliði Íslands í karate í mörg ár og smitaðist af salsabakteríunni erlendis. Hana langaði til að stofna salsaskóla á Íslandi og koma á fót eins konar salsasamfélagi á Íslandi. Með aðstoð vina og vandamanna og fjöldanum öllum af góðum gestakennurum hefur SalsaIceland mótað metnaðarfullan dansskóla með námsskrá þar sem dansar eru kenndir á 6 getustigum. Alþjóðlegt tungumál Á námskeiðum eru kennd grunnspor í algengustu salsadönsunum og nemendum kennt að lesa hið alþjóðlega „salsa tungumál“. Það felst í því að leiðandi aðilinn í dansinum, yfirleitt karlmaður, gefur dansfélaga sínum, sem yfirleitt er kona, ákveðin merki um hvað gerist næst í dansinum. Þannig geta allir dansað við alla, innanlands sem utan. SalsaIceland hefur staðið fyrir fjölmörgum utanlandsferðum þar sem nánast er dansað frá morgni og fram á rauða nótt. Í salsadansi eru kennararnir ekki endilega lærðir dansarar sem hafa alist upp innan hefða samkvæmisdansins, heldur eru þeir með fjölbreyttan bakgrunn og hafa tileinkað sér ólíka stíla frá ýmsum gestakennurum í gegnum tíðina. Kúbverskir götudansar Auk sjálfra dansnámskeiðanna er tilgangur SalsaIceland líka að skapa og bjóða upp á opið salsasamfélag sem sé samboðið danssamfélögum sem þekkjast víða erlendis; þar sem hægt er að mæta á skemmtun með seiðandi suðuramerískri tónlist og dansa við hvern sem er, því allir kunna sporin. Edda segir að á slíkum stöðum séu aðeins stundaðir „social“ dansar, það er að segja aðeins er dansað sér til gamans og á það lítið skylt við það sem fólk sér af keppnum í suðuramerískum samkvæmisdönsum. Salsadansar eru svokallaðir götudansar sem eru sérstaklega algengir á götum úti á Kúbu. Þar eru þeir dansaðir hvort sem er á dansgólfi á skemmtistað eða í skírnarveislu. Hjá SalsaIceland er því gleðin og ánægjan af hverri dansstund í fyrirrúmi. Menningarnótt 2019 – Dans á Ingólfstorgi. Salsafjölskyldan Á hverju miðvikudagskvöldi, allt árið, er hægt að mæta á salsakvöld og fá frían prufutíma í salsadansi. Edda hvetur alla sem áhuga hafa, til að kíkja við og prófa, því vel sé tekið á móti öllum nýliðum. Það duga heldur engar afsakanir því fólk þarf ekki að koma sem par enda er algengast að það séu einstaklingar sem koma. Í salsafjölskyldunni er það síður en svo vandamál því hefðin er sú að allir dansa við alla. Gestir SalsaIceland vilja oft brjótast úr viðjum vanans og gera eitthvað nýtt – kynnast nýju fólki og prófa nýja tegund af félagslífi, enda er hópurinn lífsglaður, stéttlaus og kynslóðabilið brúað. Salsahjónabönd og -fjölskyldur hafa orðið til, og margir sem staddir hafa verið á krossgötum í lífinu hafa fundið nýjan, dýrmætan vinahóp. Engar afsakanir lengur Hægt er að fá SalsaIceland til að að sýna á skemmtunum, taka á móti gæsa- og steggjahópum og í hreinlega flest það sem er salsatengt. Gjafabréf á dansnámskeið hafa verið óhemju vinsæl sem jólagjafir enda ekki slæmt að geta gefið hreyfingu, gleði og aðgöngumiða inn i nýjan fjölmenningarheim um leið og þú losar þig við gömlu íslensku feimnina. Fylgstu með á Facebook: Salsa Iceland og á salsaiceland.org ef þú vilt fá meira salsa í líf þitt. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.