Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 40
40 PRESSAN 18. október 2019
Hin fullkomna tilraunaborg
n Borgaralaun prófuð í Kaliforníu n Peningurinn fer ekki í vitleysu n Gæti komið borginni úr efnahagslægð
B
orgin Stockton í Kaliforníu
hefur verið að fikra sig
áfram með hugmyndina
um borgaralaun síðan í
febrúar á þessu ári. 125 íbúar
sem þéna undir meðallaunum í
borginni hafa fengið fimm hund
ruð dollara á mánuði, rúmlega
sextíu þúsund krónur, til að eyða
í það sem þeir vilja. Eins og áður
segir tilheyrir þetta fólk tekju
lægsta hópnum í Stockton, en
meðallaun í borginni eru 46 þús
und dollarar á ári, rétt tæplega
sex milljónir króna.
Þetta verkefni hefur verið
kallað Stockton Economic
Empowerment Demonstration,
eða SEED, en gengur í stórum
dráttum út á hugmyndina um
borgaralaun, þá hugmynd að
óbreyttir borgarar fái mánaðar
legar greiðslur án kvaða frá hinu
opinbera. Tilgangurinn er að létta
fjárhagsáhyggjur borgara og bæta
líkamlega og andlega heilsu.
Mest fer í mat
Áætlað er að verkefnið verði próf
að í átján mánuði og nú, átta
mánuðum eftir að það hófst, eru
fyrstu vísbendingar um afrakstur
inn komnar í ljós. Þessir fimm
hundrað dollarar eru millifærðir
inn á debetkort einstaklinganna
og því getur hið opinbera fylgst að
miklu leyti með í hvað peningur
inn fer. Af þessum 125 manneskj
um sem fá borgaralaun eru 43
prósent útivinnandi og 20 pró
sent öryrkjar og ekki í vinnu. Að
eins 2 prósent eru atvinnulaus en
11 prósent hafa börn eða aldraða
ættingja á framfæri.
Samkvæmt niðurstöðum
opin bers eftirlits fer stór partur
af borgaralaununum, eða 40 pró
sent, í mat. Tæplega 12 prósent af
laununum fara í reikninga og 9
prósent í útgjöld tengd rekstri bif
reiðar. Um 24 prósentum er eytt
í alls kyns varning í stórmörkuð
um. Rest fer í skemmtun, læknis
heimsóknir og tryggingar. Það
sem skekkir niðurstöðurnar eitt
hvað er að 40 prósent af launun
um voru tekin út í hraðbanka eða
færð á annan reikning. Því treysta
eftirlitsmenn á skýrslur þeirra
borgara sem taka þátt til að átta
sig fyllilega á því í hvað peningur
inn fer.
Borgin varð gjaldþrota
Það má segja að Stockton sé full
komin tilraunaborg fyrir verkefni
eins og borgaralaun, því mið
ur. Um þrjú hundruð þúsund
manns búa í borginni, sem er í
nokkurra klukkustunda aksturs
fjarlægð frá glamúrnum og auðn
um í Silíkondalnum. Samfélag
ið í Stockton samanstendur af
ýmsum kynþáttum og er talið að
rúmlega 22 prósent íbúa lifi undir
fátæktarmörkum, helmingi fleiri
en meðaltalið yfir öll Bandaríkin,
þar sem talið er að rúmlega 11
prósent lifi undir fátæktarmörk
um að meðaltali. Þá eru með
allaun rúmlega milljón lægri í
Stockton en meðallaun í Banda
ríkjunum.
Stockton fór afar illa út úr
efnahagshruninu og meðfylgj
andi hruni á húsnæðismarkaðn
um. Voru borgaryfirvöld sök
uð um óráðsíu í fjármálum og
árið 2012 varð Stockton stærsta
borgin í Bandaríkjunum til að
verða gjaldþrota. Borgin hef
ur náð sér að einhverju leyti upp
úr efnahagslægðinni en stendur
samt sem áður afar illa.
Baráttan við fordóma
Niðurstöður þessa tilraunaverk
efnis með borgaralaun sýna að
fordómar fólks gagnvart borgara
launum eru ekki á rökum reistir.
Margir hafa haldið því fram að
tekjulágir einstaklingar sem fá
borgaralaun eyði þeim að mestu
leyti í vímuefni. Það er ekki raun
in í Stockton. Michael Tubbs,
borgarstjóri Stockton, segir í
samtali við Huffington Post að
verk efnið sé mikilvægt í bar
áttunni gegn þessum
fordómum.
„Við glímum við
þann vanda í þessu
landi að fólk sem
berst í bökkum
fjárhagslega, sem
og litað fólk, er
tengt við lesti eins
og fíkniefna og
áfengisnotkun og
spilafíkn. Mér fannst mikilvægt
að sýna að fólk notar ekki pen
ingana í það. Það notar pening
ana í brýnustu nauðsynjar,“ segir
Tubbs í samtali við Huffington
Post.
Lorrine Paradela, ein af þeim
sem fá borgaralaunin í Stockton,
segir í samtali við CityLab að
peningarnir hafi hjálpað henni
að safna fyrir útborgun í nýjan
bíl og afborganir á trygging
um. Hún segir hins vegar
enn ríkja mikla fordóma
í garð fólks sem treystir á
fjárhagsaðstoð frá hinu
opinbera.
„Fólk heldur að
þeir sem fái þessa
peninga vinni ekki.
Að þeir noti þá í dóp
og áfengi, í að kaupa
falleg föt og svoleiðis.
En ég nota þessa pen
inga í fjölskyldu mína,“
segir hún. Stacia Martin
West, aðstoðarpró
fessor í Háskól
anum í
Tennessee og einn af eftirlits
aðilunum í verkefninu um
borgara laun, segir þetta
þrautseiga mýtu.
„Stóra ranghugmyndin er sú að
fólk sem er í fjárhagskröggum taki
slæmar ákvarðanir er varða fjár
haginn. En ég held að ef við horf
um á þessi gögn þá sjáum við
fólk sem berst í bökkum en for
gangsraðar og tekur skynsamar
ákvarðanir um hvar peningunum
er best varið,“ segir MartinWest í
samtali við Huffington Post.
Aldagömul hugmynd
Þó að hugmyndin um borgara
laun sé ekki ný af nálinni ríkir
mikil eftirvænting um verkefnið
í Stockton og lokaniðurstöð
urnar að loknum þessum átján
mánuðum. Ef niðurstöðurn
ar eru jákvæðar gæti þetta gefið
hugmyndinni um borgaralaun
byr undir báða vængi, en borg
aralaun eru eitt stærsta kosn
ingamál demókratans Andrews
Yang, sem gælir við forsetafram
boð, og lofar hann hverjum ein
asta Bandaríkjamanni þúsund
dollurum, rúmlega 120 þúsund
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Ýmislegt gengið á Í Stockton
búa um þrjú hundruð þúsund manns.
Vongóður borgarstjóri Michael Tubbs
bindur mikla vonir við borgaralaun.
M
Y
N
D
: W
IK
IM
ED
IA
C
O
M
M
O
N
S