Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 41
PRESSAN 4118. október 2019
Hin fullkomna tilraunaborg
n Borgaralaun prófuð í Kaliforníu n Peningurinn fer ekki í vitleysu n Gæti komið borginni úr efnahagslægð
krónum, á mánuði í borgara
laun. Tilraunin í Stockton er hins
vegar mun minni en fyrri tilraun
ir með borgaralaun annars stað
ar í heiminum þar sem aðeins
125 manns taka þátt. Einnig eru
borgaralaunin frekar lág og virka
einna helst sem líflína frekar en
að þau dekki grunnþarfir þeirra
sem taka þátt, líkt og hugmyndin
á bak við borgaralaun felur í sér.
Talið er að sögu borgaralauna
megi rekja aftur til ársins 1516
þegar enski heimspekingurinn og
lögfræðingurinn Thomas More
skrifaði bókina Útíópía. Þar lýsir
hann fullkomnu samfélagi sem er
hannað þannig að fólk neyðist ekki
til að brjóta af sér vegna fátækt
ar og ójöfnuðar. Heimspekingur
inn og rithöfundurinn Thomas
Paine lagði hugmyndir sínar um
borgara laun síðan fram árið 1797
og tók vangaveltur More skref
inu lengra. Sagði hann að allir,
hvort sem þeir væru ríkir eða fá
tækir, ættu að fá greiddan arð af
sameigin legum auðlindum hvers
lands fyrir sig. Sagði hann borg
aralaun vera náttúrulegan og með
fædda rétt allra íbúa heimsins.
Heimspekingurinn og Nóbels
verðlaunahafinn Bertrand Russell
gaf út bókina Proposed Roads to
Freedom: Social ism, Anarchism
and Syndicalism árið 1918. Í þeirri
bók kom fram hugmynd að algildri
grunnframfærslu sem er nánast
eins og hugmyndin á bak við borg
aralaun er skilgreind í dag. Um
ræðan um borgaralaun náði há
marki í Bandaríkjunum á sjöunda
áratug síðustu aldar þegar tólf
hundruð hagfræðingar skoruðu á
Bandaríkjaforseta að skoða upp
töku borgaralauna þar í landi.
Mistókst hjá Finnum
Í Evrópu hefur verið vaxandi um
ræða um borgaralaun frá alda
mótum, þar á meðal á Íslandi.
Píratar hafa hvað mest vakið
máls á hugmyndinni og kemur
meðal annars fram í þingsálykt
unartillögu Píratans Halldóru
Mogen sen að borgaralaun upp
ræti innbyggðan ójöfnuð. Í hug
myndum Pírata á að fjármagna
borgarlaun með arði af auðlind
um landsins.
„Skilyrðislaus grunnfram
færsla er hugmynd að kerfi sem
ætlað er að leysa almanna
tryggingakerfið af hólmi eða í það
minnsta einfalda það verulega,
gera það réttlátara og sömuleiðis
uppræta ákveðinn innbyggðan
ójöfnuð í samfélaginu. Þetta er
framkvæmt með því að greiða
hverjum og einum borgara fjár
hæð frá ríkinu óháð atvinnu eða
öðrum tekjum,“ segir í tillögunni.
Í umræðunni um borgaralaun
á Íslandi var oft horft til Finna, en
tveggja ára borgaralaunaverkefni
þar í landi hófst í janúar árið 2017.
Í apríl í fyrra var staðfest að til
raunin myndi ekki vara lengur en
þessi tvö ár og fyrr á þessu ári voru
bráðabirgðaniðurstöður úr verk
efninu birtar af finnsku trygginga
stofnuninni Kela. Þær sýndu svart
á hvítu að verkefnið hefði mis
tekist. Í Finnlandi var gengið út
frá því að tekjuöryggið sem borg
aralaunin myndu skapa, leiddi
til þess að einstaklingar fyndu
hjá sér hvata til að stofna til eigin
reksturs eða verktöku. Alls fengu
tvö þúsund atvinnulausir Finnar
greiddar um 75 þúsund krónur á
mánuði í eitt ár. Til að gera langa
sögu stutta þá kom í ljós að þeir
sem voru á borgaralaunum höfðu
verið í vinnu í 49,6 daga að meðal
tali, en þeir sem ekki voru á borg
aralaunum voru í vinnu 49,3 daga
að meðaltali. Atvinnuþátttakan
var því 0,8 prósentum meiri hjá
þeim sem voru á borgaralaunum,
sem voru vonbrigði þeirra sem
sáu um þetta tilraunaverkefni.
Ef litið er hins vegar til þorps
ins Otjivero í Namibíu er sagan
önnur. Þar var gerð tveggja ára til
raun með borgaralaun sem hófst
árið 2007. Í þorpinu var gríðarleg
fátækt, atvinnuleysi og há glæpa
tíðni. Niðurstöður tilraunarinnar
sýndu að tilkynntum glæpum til
lögreglu fækkaði um tæp 37 pró
sent. Þá féll hlutfall vannærðra
barna úr 42 prósentum í 10 pró
sent og brottfall úr skólum minnk
aði um rúm fjörutíu prósent. At
vinnuleysi fór úr 60 prósentum
í 45 prósent og atvinnuþátttaka
jókst. Einnig var fjöldi nýrra fyrir
tækja stofnaður á þessum tveimur
árum, en það er einmitt eitt af því
sem hugmyndafræðin á bak við
borgaralaun snýst um – að auka
nýsköpun.
Einhverjar efasemdir
Vonir eru bundnar við verkefnið
í Stockton, ekki síst því það gæti
minnkað kvíða fólks og almennt
aukið lífsgæði þess. Tíminn verð
ur að leiða í ljós hver raunveru
leg áhrif borgaralauna hefur í
borginni. Jesse Rothstein, pró
fessor við Berkleyháskóla, hefur
sínar efasemdir.
„Ég held að SEED geti ekki
svarað þeim spurningum sem
við teljum mikilvægar varðandi
borgaralaun,“ segir hann í sam
tali við Huffington Post. Bætir
hann við að hann telji að til
raunin í Stockton geti ekki gefið
rétta mynd um hvað borgaralaun
kosti samfélagið, en leiðin hefur
í gegnum tíðina verið talin dýrari
en að halda úti velferðarkerfi. n
„Fólk heldur að þeir sem fái
þessa peninga vinni ekki. Að
þeir noti þá í dóp og áfengi, í að kaupa
falleg föt og svoleiðis. En ég nota
þessa peninga í fjölskyldu mína.
Borgaralaun til bjargar? Athyglisvert
verður að sjá lokaniðurstöður tilraunarinnar.
Þungur róður Stockton varð stærsta borg Bandaríkj-
anna til að verða gjaldþrota eftir efnahagshrunið.
M
Y
N
D
: G
ET
T
Y
IM
A
G
ES
M
Y
N
D
: G
ET
T
Y
IM
A
G
ES