Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 44
44 18. október 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir - 24. júlí 1914 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI n Lífið breyttist á svipstundu n Á fimmta þúsund yfirgáfu heimili sín á ör- fáum klukkustundum n Sumir sneru aldrei aftur til baka S ú fjölskylda, sem kallast ís­ lensk þjóð, varð áþreifan­ leg og sönn þessa nótt.“ – Guðjón Ármann Eyjólfs­ son, Eyjamaður. Rétt fyrir tvö um nóttina, þann 23. janúar 1973, hófst eld­ gos í Heimaey. Gosið var einstakt hér á landi þar sem það var það fyrsta sem hófst í byggð hér á landi. Gosið kom Eyjamönnum í opna skjöldu, en engu að síður gekk hratt og vel að koma svefn­ drukknum og skelkuðum Eyja­ mönnum í öruggt skjól. Eldgosið var eðlilega mikið áfall fyrir Eyja­ menn, margir misstu heimili sín og urðu fyrir stórfelldu eignatjóni. Enn þann dag í dag má segja að Vestmannaeyjar hafi ekki náð sér á strik og ljóst að margir Eyja­ menn sneru ekki til baka eftir að gosinu lauk. En saga Heimaeyjar­ gossins er líka saga af hugrekki, æðruleysi, samstöðu og seiglu. Stóísk ró Það var rétt fyrir tvö um nóttina sem Eyjamenn urðu fyrst varir við eldgosið. Flestir höfðu lagst til svefns þegar fyrstu tilkynn­ ingar bárust til yfirvalda. Fyrst töldu menn að um eldsvoða væri að ræða í einhverju húsinu, sinu­ bruna, eða jafnvel að eldgos væri hafið í Heklu. Engum datt strax í hug að það væri Helgafell sem stæði þarna ljósum logum. Fljótlega gerðu menn sér þó grein fyrir hvers kyns var. Margar sögur hafa í seinni tíð verið sagð­ ar af viðbrögðum Eyjamanna þessa örlagaríku nótt. Fólk dreif sig út úr húsum, gekk milli húsa til að vekja nágranna og safnað­ ist saman á bryggjunni þar sem fólk var ferjað með öllum tiltæk­ um skipum yfir á meginlandið. Fólk var vissulega skelkað, en hélt ró sinni og aðeins örfáum klukkustundum síðar höfðu um 4.000 þúsund Vestmanneyingar flúið Heimaey án þess að hafa hugmynd um hvenær þeir gætu snúið aftur, eða hvort þeir hefðu eitthvað til að snúa aftur til. „Fólk varð auðvitað skelkað þegar það frétti hvers kyns var, en engin skelfing greip um sig og því varð aldrei neitt öngþveiti,“ sagði Birgir Sigurjónsson, lög­ reglumaður í Eyjum, í samtali við fréttamenn morguninn eftir að gosið hófst. Við vorum ekki ein Hjónin Jessy Friðriksdóttir og Trausti Jakobsson lýstu atvikum fyrir blaðamönnum Morgun­ blaðsins, en blaðamaður náði tali af þeim þar sem þau höfðu fengið tímabundið athvarf í grunnskóla í Reykjavík. „Við vöknuðum við jarðskjálftakipp og rétt á eftir hr­ ingdi tengdamamma og sagði að kviknað væri í öllum Austurbæn­ um. Trausti fór þá út og sá fljót­ lega hvers kyns var. Við vorum ekki aðeins hrædd um okkur, við vorum líka hrædd um að þegar hefði orðið einhver mannskaði. En yfirleitt reyndi fólk að halda rósemi og þegar niður á bryggju kom, var ekkert um óp og læti, þar gekk allt fyrir sig af stillingu,“ sagði Jessy. „Einhvern veginn datt okkur fljótlega í hug að opna út­ varpið,“ bætti Trausti við. „Þaðan tóku fljótlega að berast tilkynn­ ingar frá Almannavörnum. Þær róuðu mann mikið. Við vorum ekki ein, allir vildu hjálpa okkur og það var verið að gera allt, sem í mannlegu valdi stóð til að koma okkur til hjálp­ ar.“ Annar viðmælandi lýsti því að undarlegt hafi verið að sigla frá Heimaey og sjá landslagið breyt­ ast. „Nýjar hæðir og hólar höfðu hrannast upp; sýnin til eldanna var stórkostleg og ógleymanleg. En auðvitað höfðum við áhyggjur af því hvort við kæmumst heim. En þarna er allt okkar. Þarna er okkar líf. Ef við getum ekki farið heim höfum við verið slitin upp með rótum á mjög sársaukafull­ an og miskunnarlausan hátt.“ Hörmungarnar í Vestmannaeyjum Erla Dóra erladora@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.