Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 49
FÓKUS - VIÐTAL 4918. október 2019 Þ að eru örugglega alls kon- ar greiningar í gangi hjá mér sem kæmu í ljós ef ég myndi láta tékka á þeim. Ég er alltaf mjög orkumikill og hef verið þannig síðan í æsku. Ég sé sjálfan mig rosalega mikið í fimm ára dóttur minni. Hún vill alltaf fara í búninga og við erum bæði með leikrit á fullu. Það þarf alltaf að vera eitthvað í gangi,“ segir grínistinn Steinþór Hróar Steindórsson, þekktur af góðum landsmönnum sem Steindi Jr. Grínistinn og framleiðandinn hefur verið sérlega áberandi upp á síðkastið vegna sjónvarpsþátt- anna Góðir landsmenn. Í næstu viku frumsýnir hann svo „gay vampírumyndina“ Þorsta, sem unnin er í samstarfi við áhuga- mannaleikhópinn X og Hjört Sævar Steinason, en fyrr nefndir þættir hafa sýnt í grófum dráttum frá óvenjulegri tilurð, fjármögn- un og sköpun bíómyndarinnar. Steindi er nýr gestur Föstudags- þáttarins Fókuss og segir þar frá svefnlausum dögum framleiðslu- ferlisins, því sem knýr hann áfram og listinni að slaka á með góðum símahrekk. Þakklátt djöflasýrunni Þorsti er fyrsta kvikmyndin sem Steindi framleiðir og jafnframt „fyrsta alvöru íslenska B-myndin“ að hans sögn. Myndin fjallar um Huldu, konu sem er grunuð um að hafa valdið dauða bróður síns og er því til rannsóknar hjá lög- reglu. Eftir að hafa verið sleppt úr varðhaldi rekst Hulda rekst á mörg þúsund ára gamla, einmana og samkynhneigða vampíru, sem leikin er af Hirti, sem hjálp- ar henni að vekja bróður hennar til lífs aftur. Þá magnast farsinn þegar óvinir nálgast úr öllum átt- um og þar á meðal óhugnanlegur sértrúarsöfnuður. Steindi telur þetta vera hrein- ræktaða stemningsmynd, gerða til að bæta lit í einsleitt úrval í kvikmyndahúsum. „Þegar ég fer í bíó í dag liggur við að það sé stór ákvörðun. Önnur hver mynd í dag er tveir og hálfur tími eða þrír klukkutímar og fylgir því heilmik- ið skipulag í kringum það. Þorsti er ekki nema 85 mínútur og er ekta svona mynd sem þú getur átt stemningu yfir með félögunum,“ segir Steindi og tekur fram að ein- faldar afþreyingarmyndir vanti í íslenska kvikmyndagerð. „Venjuleg íslensk bíómynd kostar heilmikið. Maður skilur að það sé ekki hægt að fá þenn- an aur til baka með einungis bíó- aðsókn. Það þarf að leita í styrki erlendis og þá kemur danskt eða pólst „krú“ í huga. Auðvitað skil- ur maður þetta, þetta er rosalega dýrt og peningarnir þurfa að skila sér. Mér finnst samt líka vanta kvikmynd sem er hrein skemmt- un. Það er ekki verið að eltast við endurgerðir eða sýningarétt eða verðlaun,“ segir hann. „Ég held að fólk verði þakklátt fyrir að fá alvöru djöflasýru.“ Í fimmta gír Steindi segir Góða landsmenn og Þorsta vera eitt verk í hans huga, þótt hvort tveggja séu sjálf- stæð verk. Framleiðsluferli kvik- myndarinnar hefur annars vegar verið óvenjulega hratt og hafa Steindi og hans teymi verið í kappi við klukkuna til að skila fullkláruðu verki í kvikmyndahús á tilsettum tíma. „Þetta varð miklu stærra allt en það átti að verða. Ég er þó ógeðslega ánægður að sú hafi orðið raunin. Ég er búinn að vera í fimmta gír, stanslaust, og ég held að þetta sé þannig að um leið og ég slaka á þá dey ég. Þetta er auð- vitað bara törn og fer sem betur fer að ljúka, en svo fer ég á heilsu- hæli í tvær vikur og tek því rólega þar,“ segir Steindi. „Við urðum að standa við þessa dagsetningu, annars hefði myndin ekki verið sýnd.“ Lokaþátt Góðra landsmanna eiga Steindi og teymið enn eftir að klára og fer hann í loftið daginn á undan frumsýningu myndar- innar, en hópnum tókst að skila af sér Þorsta aðfaranótt föstu- dags. „Réttar sagt var myndin í raun tekin af okkur, en ég held að það sé fínt. Þegar fólk er farið að vinna of lengi í einhverju fer það í alls konar hringi með verkefnið, það fer að hata verkefnið eða vill ekki leyfa neinum að sjá,“ segir Steindi. Hinn fullkomni símahrekkur Steindi segir nauðsynlegt að kúpla sig frá eftir strembnar tarn- ir. Þá þykir honum gaman að hitta félaga sína með það að markmiði að rúnta og gera símaat. „Ég á mjög skemmtilegan vinahóp í Mosfellsbæ, sem eru fyndnustu menn á jörðinni. Þótt ég sé sjálf- ur 34 ára gamall, og við félagarn- ir það allir, þá erum við búnir að fullkomna símaat alveg gjörsam- lega,“ segir Steindi. „Við fundum hinn fullkomna símahrekk, sem gengur þannig fyrir sig að við eltum pítsusendil og sjáum nákvæmlega hvert hann fer. Svo flettum við upp nágrönn- um manneskjunnar sem pantaði sér pítsuna og hringjum í þá. Þá segjumst við vera fólkið í næsta húsi, þykjumst vera sá sem pant- aði og segjum: „Heyrðu, við erum með heila sextán tommu pítsu, vilt þú ekki bara sleppa því að elda í kvöld og ná í nokkrar sneið- ar hérna hinum megin?“ Fólki finnst þetta náttúrulega bara geggjað boð. Það heldur kannski í fyrstu að það sé verið að fokka í því, en það gengur yfirleitt síðan í næsta hús. Það bankar svo á dyrnar og þá mætir því auðvitað þessi gífurlega pítsulykt og allar efasemdir hverfa,“ segir Steindi. „Þetta verður svo óþægilegt og við félagarnir liggjum við bíl- rúðuna. Þá heyrir maður ná- grannann droppa línuna: „Hvað segirðu? Er ekki til eitthvað auka?“.“ Þá segir Steindi að þeir fé- lagarnir séu með „plan B“ ef þessi hrekkur klikkar. „Þá hringjum við í gaurinn sem pantaði píts- una og segjum: „Þetta er gaurinn í næsta húsi. Heyrðu, við erum með börnin og sáum pítsubílinn, ekki væri séns að fá eina sneið yfir til að róa þau?“ Ég hef séð mann ganga yfir í næsta hús, í grenjandi rigningu, haldandi á pítsusneið og banka,“ segir Steindi. n Þáttinn má finna í heild sinni á DV.is Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Góðir landsmenn „Þetta varð miklu stærra allt en það átti að verða.“ Blóðugur Hjörtur Hjörtur Steinason sýnir tennurnar í Þorsta. Steindi pústar „Þetta verður svo óþægilegt og við félagarnir liggjum við bílrúðuna.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.