Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2015, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 09.05.2015, Qupperneq 4
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 4.5.2015 ➜ 10.5.2015 10 MANNS smituðust af HIV árið 2014 hér á landi. 200 SJÚKLINGUM með lifrarbólgu C stendur einungis til boða lyf sem þykja úrelt. 32% ER FYLGI PÍRATA samkvæmt nýjustu könnun MMR. 673 FRAMHALDSSKÓLANEMAR hættu námi á haustönn 2014 30.500 MANNS skrifuðu í vikunni undir áskorun til forseta Íslands um að vísa makrílfrumvarpi sjávar- útvegsráðherra í þjóðaratkvæðagreiðslu.10 0 kr ab ba m ei ns sj úk lin ga r fe ng u ek ki u nd an þá gu til a ð un di rg an ga st ra nn só kn ir á La nd sp íta la nu m 326 FLÓTTAMÖNNUM bjargaði skip Gæslunnar, Týr, af tveimur litlum bátum norður af Líbíu. 3. SÆTIÐ ER ÍSLANDS yfir hvar best er að vera móðir í heiminum. Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR BORGARMÁL Skipulagsstofnun efast um að eðlilegt geti talist að forsætisráðherra sé falið það hlut- verk að meta verndargildi byggð- ar, eins og frumvarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsæt- isráðherra um verndarsvæði í byggð gerir ráð fyrir. Eðlilegra hljóti að telj- ast að mat á verndar- gildi liggi hjá viðkom- andi sveit- arstjórn og/eða Minjastofnun eins og áður. „Vandséð er einnig við hvaða aðstæður það getur átt við að ráðherra taki ákvörðun um verndun byggðar án ráðgjafar eða gegn ráðgjöf Minjastofnunar þar um. Að mati Skipulagsstofnunar getur þetta fyrirkomulag haft í för með sér að tekin sé ákvörð- un um verndarsvæði sem bygg- ist ekki á hlutlægum og faglegum grundvelli,“ segir í umsögn stofn- unarinnar um frumvarpið. Á þetta benti Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri í gær. Dagur skrifar: „Verði frum- varpið að lögum hefur lögboðnu samráði, kæruferli og bóta- ákvæði skipulagslaga verið kippt úr sambandi og stjórnsýsla verndunarmála ferðast 50 ár aftur í tímann.“ - shá Dagur B. Eggertsson borgarstjóri harðorður um frumvarp forsætisráðherra: Vernd byggðar ekki til ráðherra SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON Verði frumvarpið að lögum hefur lögboðnu samráði, kæruferli og bótaákvæði skipulagslaga verið kippt úr sambandi og stjórnsýsla verndunar- mála ferðast 50 ár aftur í tímann. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur STJÓRNSÝSLA Átta sóttu um emb- ætti ríkissáttasemjara en frestur til að sækja um stöðuna rann út í vikunni. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað þriggja manna nefnd til að skipa í embættið frá og með 1. júní 2015 til næstu fimm ára. Fjórar konur og fjórir karlar sóttu um embættið, þau Bryndís Hlöð- versdóttir, Dagný Rut Haralds- dóttir, Erna Einarsdóttir, Kolbrún Ásta Bjarnadóttir, Guðjón Helgi Egilsson, Guðmundur Halldórs- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Þórólfur Geir Matthíasson. - kbg Nýr ríkissáttasemjari í júni: Átta sækjast eftir starfanum SVEITARSTJÓRNIR „Teljum við að með þessu ákvæði sé verið að útiloka lýðræðislega og opna umræðu um verkefni sveitar- félagsins,“ segja fulltrúar minnihlutans í hreppsnefnd Skaftárhrepps vegna ákvæðis í ráðningarsamningi nýs sveitar- stjóra um að hann haldi „reglu- lega fundi með meirihluta sveit- arstjórnar þar sem farið er yfir stöðu helstu mála“. Minnihluta- menn sátu af þessum sökum hjá þegar sveitarstjórnin staðfesti ráðningarsamning við Söndru Brá Jóhannsdóttur. - gar Nýr sveitarstjóri á Klaustri: Sérstakir fundir með meirihluta SANDRA BRÁ Skyldur sveitarstjóra við meirihluta eru gagnrýndar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Páll Matthías- son, forstjóri Landspítalans, ótt- ast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geisla- fræðinga harðlega og segir undan- þágunefnd félagsins ekki láta lækn- isfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undan- þágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþág- um nema í algjörum undantekning- artilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilning- ur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverk- falli. Yfirstandandi verkfall, sér- staklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúk- linga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúk- linga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjara- deilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrika- leg að mati Gunnars Bjarna Ragn- arssonar, yfirlæknis á krabba- meinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, seg- ist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninga- nefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánu- daginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitt- hvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuað- stæður á Landspítalanum grafal- varlegar og mikið liggja við. Lík- legt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varð- ar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“ sveinn@frettabladid.is Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. LANDSPÍTALINN Undanþágubeiðnum sem lagðar hafa verið fyrir Félag geislafræðinga hefur flestum verið hafnað. Forstjórinn er óánægður með stöðuna og segir öryggi sjúklinga ótryggt á spítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Yfir- standandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.