Fréttablaðið - 09.05.2015, Side 12

Fréttablaðið - 09.05.2015, Side 12
9. maí 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Stundum er okkur Íslend-ingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rek- ist á svona fréttir í fjölmiðlum. Og þó þetta sé yfirleitt ekki eitt- hvað stórmerkilegt þá er þetta samt ánægjulegt. Það er gaman að vita til þess að við og landið okkar eigum okkur sess í hinum stóra heimi og manni hlýnar örlítið um hjartaræturnar. Á ferðum mínum í erlendum borgum hef ég stundum rekið augun í götur og staði sem heita íslensk- u m nöfnu m eða einhverju sem tengist Íslandi. Þetta er algengast í borgum á Norðurlöndum en líka bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um og Kanada. Og það er eitt- hvað svo yndislegt við það að sjá allt í einu að gatan sem maður er að þramma í útlöndum heitir Íslandsgata. Það fyllir mann yl og stolti. Það er fólgin í því vin- semd og gerir það að verkum að maður hugleiðir gildi alþjóðlegra samskipta og hvernig þjóðir eru oft samofnar í sögunni. Það er virðingarvottur og viðurkenn- ing á mikilvægi okkar, lands- ins okkar og minnir okkur á að þótt við séum fámenn þjóð í litlu landi þá höfum við áorkað mörgu góðu í gegnum tíðina, jafnvel svo að útlendingar sjá ástæðu til að minnast þess. Það minnir okkur á það að enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland. Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Í Jerúsalem er Iceland Street. Í stórborginni Síkakó er Leif Ericson barnaskólinn. Annar Leif Ericson barnaskóli er í San Díegó. Þar syngja börnin jafnvel um Leif í skólalögunum sínum. Einkunnarorð skólans eru: Be kind to myself. Be kind to others. Be kind to my school. Það minn- ir okkur á að einu sinni vafraði eirðarlaus Íslendingur vestur og fann þá Norður-Ameríku. Í Lond- on er Iceland Road. Það er ekki merkileg gata, sérstaklega ekki ef maður ber hana saman við Hekla Avenue í Vinnipeg. Í Tampere í Finnlandi er eitthvað sem heitir Laxnesinpolku. Ég held að það sé gata. Í Amsterdam er gata sem heitir Reykjavikweg. Í Þórshöfn í Færeyjum hafði ég þá einstöku ánægju að fá að ganga Íslands- veginn. Og það var svo skemmti- leg tilviljun að á meðan ég gekk veginn var ég að hlusta á Íslands- klukkuna á hljóðbók. Kaupmanna- höfn er líklega sú borg sem á hvað flesta svona staði og götur. Íslandsbryggja á Amager er gott dæmi um það. Það er Íslandsveg- ur í annarri hverri borg á Norður- löndum. Svona mætti lengi telja. Svo eru bókasöfn og stofnanir úti um allan heim sem bera álíka nöfn. Hver vegur að heiman En eins og það er gaman að sjá hvað aðrir eru duglegir að skíra í höfuðið á okkur þá er jafn leiðinlegt að viðurkenna hvað við erum treg til að skíra staði í höfuðið á öðrum. Það er eins og við viljum helst skíra götur í höfuðið á sjálfum okkur. Ég held að við séum að verða búin að tæma Íslendinga- sögur og Íslandssöguna af öllum nöfnum. Við erum langt komin með mannanafnaskrána. Heilu hverfin heita einhverjum konsept- um sem rekja má til okkar sjálfra á einn eða annan hátt. Þetta náði eiginlega hámarki með Þúsaldar- hverfinu. Við virðumst einstak- lega sjálfhverf í nafnavali. Það er ekki einu sinni Kaupmannahafnar- stræti á Íslandi. Það er eiginlega vandræðalegt. Það er svo margt gott sem komið hefur til Íslands frá útlönd- um. Það má jafnvel fullyrða að hreinlega allt gott sem komið hafi hingað hafi komið utan að. Því ekki að þakka fyrir það og viðurkenna og sýna okkar vin- áttu og virðingu í verki? Er það ekki löngu tímabært? Annars er svo hætt við því að góð vinátta gleymist. Og væri ekki gaman að geta glatt gesti okkar með því að sýna þeim slíkan virðingarvott? Ég legg því til að við gerum bragarbót á þessu. Við getum byrjað á Norðurlöndunum. Svía- stræti og Norðmannaleið. Ef ný gata verður gerð í Fossvogi má auðveldlega kalla hana Finnland. Og það er löngu tímabært og til að innsigla vináttu og samstöðu Íslendinga og Færeyinga að nefna veglega götu í Reykjavík eftir einhverju færeysku. Þrándur í Götu bíður upp á marga mögu- leika. William Heinesen torg yrði örugglega fallegt og Óslóargata örugglega líka. Og ef við viljum sýna vináttu og þakklæti en vera sniðug líka þá getum við þakk- að Bandaríkjunum fyrir allt það góða sem þau hafa fært okkur með því að skíra eitthvað eftir þeim félögum Bill og Bob sem stofnuðu AA-samtökin. Fáir menn hafa haft jafn víðtæk áhrif á íslenskt samfélag og þeir. Og það ber að þakka. Mér finnst þurfa Wittgensteingötu til að minnast komu hans til Íslands. Svona má lengi telja. Hugsum út fyrir kassann. Lindgren- og EgnerstrætiBARA KLASSÍK. STUNDUM VILL MAÐUR ÞÁ ER TÍMI FYRIR SÍGILT SÚKKULAÐI. TÍMI FYRIR F yrirfram var búist við flókinni stöðu að loknum þingkosn- ingum í Bretlandi: Íhaldsmenn og Verkamannaflokkurinn yrðu jafnir og annar flokkurinn þyrfti að reiða sig á stuðning smærri flokka til að koma á starfhæfri ríkis- stjórn. Áhyggjurnar reyndust óþarfar. Íhaldsflokkurinn fær hreinan meirihluta og getur myndað ríkisstjórn einn og óstuddur. Úrslitin eru persónulegur stórsigur fyrir David Cameron forsætisráðherra. Hann fer frá því að vera forsætisráðherrann sem aldrei vann kosningar til þess að vera sá sem vann óvæntasta og sætasta sigur Íhaldsflokksins síðan Major sigraði Kinnock árið 1992. Útlit er fyrir að meirihluti íhaldsmanna verði tólf þing- sæti. Á breska vísu telst það lítill meirihluti. Staðan núna er hins vegar önnur en áður. Bretland er varla tveggja flokka land lengur. Smærri flokkar á borð við UKIP, Græningja og Frjálslynda gera harðari atlögu en áður að þingsætum. Skotland er svo kapítuli út af fyrir sig – og er nú einkavígi Skoskra þjóðernissinna. Það markar þáttaskil í sögunni og ræður miklu um úrslitin. Freistandi er að draga þá ályktun að kjósendur hafi verðlaunað íhaldsmenn fyrir góða frammistöðu. Osbourne fjármálaráðherra hefur haldið fast um budduna og dregið verulega saman í ríkis- rekstri. Aðrir hagvísar eru jákvæðir en breska hagkerfið er að mörgu leyti fyrirmynd annarra í Evrópu. Orðspor Osbournes hefur stórbatnað, en til viðbótar við styrka stjórn á ríkisfjármálunum stýrði hann kosningabaráttu Íhalds- flokksins af röggsemi. Íhaldsmenn nutu auðvitað góðs af afleitri frammistöðu and- stæðinga sinna. Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, var ekki bara klaufalegur í framkomu, heldur þótti tefla fram úreltum vinstriboðskap sem ætlað var að slá auðveldar popúlískar keilur hjá kjósendum. Hendur Milibands voru að nokkru leyti bundnar, en þegar hann sigraði bróður sinn í formannskjöri, sótti hann bakland sitt í verkalýðsfélögin og hefur boðskapur hans litast og takmarkast af þeim tengslum. Ekki hjálpaði stórsigur þjóðernissinna í Skotlandi, sögulegu einkavígi Verkamannaflokksins. Frjálslyndir nánast þurrkuðust út og guldu þar fyrir eftirgjöf gagnvart Íhaldsflokknum í fráfarandi stjórnarsamstarfi. Það var svo sérstakt ánægjuefni að Breski sjálfstæðisflokkurinn fékk aðeins einn þingmann, og að formaður hans, Nigel Farage, skyldi ekki ná þingsæti. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð daginn eftir kosningar. Ed Miliband sagði af sér samdægurs og axlaði fulla ábyrgð á ósigrinum. Sama gerði Nick Clegg, formaður frjáls- lyndra, og Farage sjálfur. Það er freistandi fyrir lítið land að draga lærdóm af því sem fram fer hjá stærri þjóðum. Í því samhengi má velta fyrir sér í hvaða stöðu Samfylkingin væri hefði Árni Páll Árnason farið að fordæmi Milibands að loknum kosningum fyrir tveimur árum? Einnig er gleðiefni að kjósendur virðast hafa verðlaunað sigur- vegarann fyrir góða frammistöðu í ríkisstjórn. Það eru skilaboð sem eiga erindi við lítið land þar sem kjósendur virðast telja að stjórnmálamenn séu með öllu ómögulegir. Sú er auðvitað ekki raunin. Við eigum að dæma stjórnmálamenn af verkum þeirra. Cameron sigurvegari bresku kosninganna: Aðrir leiðtogar víkja Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.