Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 18
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18
Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar er haldinn í sjöunda skipti í dag. Dagurinn er haldinn fyrir alla borgarbúa og Mannréttindaskrifstofa
borgarinnar hvetur alla til að taka
þátt, gleðjast, sýna sig og sjá aðra
ásamt því að fagna því fjölbreytta
sem borgin hefur upp á að bjóða.
Þétt dagskrá verður í Tjarnar-
bíói, Iðnó og Ráðhúsi Reykjavíkur
í dag þar sem alls kyns hópar og
félagasamtök munu skemmta borg-
arbúum. Þar á meðal er víetnamski
danshópurinn Mua non sem saman-
stendur af sex víetnömskum konum.
„Þetta er hefðbundinn víet-
namskur dans. Við æfðum atriði
fyrir nýársgleði okkar sem var
í enda febrúar og ætlum að sýna
það,“ segir Helena Hue Thu Bui.
„Við horfðum á Youtube til að læra
dansinn. En þetta er ekki sérlega
flókinn dans heldur frekar rólegur.“
Helena segir mikilvægt að halda í
ræturnar frá Víetnam en hún hefur
búið á Íslandi frá því að hún var
eins árs. „Fjölmenningardagur-
inn er mikilvægur fyrir okkur.
Þá koma allir saman frá alls kyns
löndum og maður getur lært ýmis-
legt um fjarlæga menningu ásamt
því að geta sýnt öðrum okkar
menningararf. Svona aðeins að
láta vita af okkur,“ segir Helena
hlæjandi.
Ræturnar eru mikilvægar
Fjölmenningardagurinn er haldinn hátíðlegur í Reykjavík í dag. Uppákomur, sýningar og markaðs -
stemming í miðbænum. Mannréttindaskrifstofan hvetur alla til að fagna fjölbreytileika borgarinnar.
13.00 Setning á Skólavörðuholti og fjölþjóðleg skrúðganga fer af stað
sem endar í Ráðhúsinu. Þar verður markaður og sýningartorg og gestir
geta fengið að prófa búninga, fengið sér henna-tattú og fleira.
14.30-17.00 Leiksýning fyrir börn á öllum aldri í Iðnó.
14.30-17.00 Söng- og dansatriði í Tjarnarbíói.
Nánari upplýsingar á reykjavik.is
FJÖLMENNINGARDAGUR REYKJAVÍKURBORGAR
VÍETNAMSKUR DANS Thai Ha Nguyen, Khugen Thu Nguyen, Helena Hue Thu Bui, Karen Hien Thu Nguyen, Lísa Tu Thi Pham og Nhi Thuy Thi Dinh dansa í Tjarnarbíói í
dag og er ókeypis aðgangur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Erla Björg Gunnarsdóttir
erlabjorg@frettabladid.is
Þórir Sæmundsson, leikari
Reyni að vera almennilegur
Ég ætla að fara með börnin mín á
fótboltaæfingu og skákæfingu. Skella
mér í sund, borða mexíkóskan mat,
horfa á Liverpool skíta á sig, þrífa
baðherbergið, fav-a og læka
nokkra vel valda hluti, læra texta
fyrir Hróa hött, borða cocopuffs í
morgunmat, skæpa við fjölskyldu
og reyna almennt að vera ógeðs-
lega kurteis og almennilegur við
náungann.
Anna Svava Knútsdóttir
leikkona
Lætur barnið sofa
Um helgina ætla ég að
þramma með barnavagninn
út um allar trissur. Sonur
minn er nefnilega lúxusgæi
sem sefur bara á hreyfingu.
Aftur á móti sef ég ekki neitt.
Vilborg Davíðsdóttir
rithöfundur
Ástir og ævintýri
Í dag ætla ég að fara á Sólheima
í Grímsnesi og flytja þar gestum
og heimilisfólki á staðnum
erindi um ástir og ævintýri. Á
morgun fáum við Skottan mín
vinafólk í heimsókn.
Andrés Jónsson
almannatengill
Skrúfar saman rúm
Ég reyni alltaf að troða alltof
miklu inn í dagskrána um
helgar. Ég er annars í miðjum
rúmkaupum. Líklega væri nóg
afrek að klára þau viðskipti
og skrúfa rúmið saman.
Svava Gunnarsdóttir
gefur girnilega upp-
skrift að pasta á mat-
arbloggi sínu Ljúf-
meti og lekkerheit.
Hún segir þennan
rétt vera fljótlegan
en bragðast eins og
veislumat, og henta
því frábærlega þegar
von er á saumaklúbb-
um eða matargestum
og allt er í hers hönd-
um.
Pasta með kjúklingi,
sólþurrkuðum tóm-
ötum og basilíku
400 g tagliatelle
600 g kjúklingabringur
1 laukur, hakkaður
8 sólþurrkaðir tómatar
1 dl vatn
1 kjúklingateningur
2 dl rjómi
½ msk. þurrkuð basilíka
salt og pipar
2 dl parmesanostur,
rifinn
Fljótlegur og góður pastaréttur um helgina
Svava Gunnarsdóttir matarbloggari gefur uppskrift að einföldu pasta sem bragðast eins og veislumatur.
PASTA Best
er að bera
réttinn
fram með
ferskrifnum
parmesan-
osti og
hvítlauks-
brauði.
Sjóðið pastað. Skerið kjúkling-
inn í strimla og steikið á
pönnu með hökkuðum lauk
og tómötum. Bætið vatni,
kjúklingateningi og rjóma
á pönnuna og látið sjóða sam-
an í fimm mínútur. Smakkið
til með basilíku, salti og pipar.
Hellið vatninu af pastanu.
Hrærið pasta og parmes-
anosti saman við kjúklinga-
sósuna og berið fram með
ferskrifnum parmesanosti og
hvítlauksbrauði.
HELGIN
9. maí 2015 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
Á EVRÓPSKA ALÞÝÐUTÓN-
LISTARVEISLU í Hörpu
á morgun klukkan 20.00.
Ókeypis aðgangur!
Á NÝJAN DISK BELLEVILLE.
Þar er að finna „musette“
tónlist sem leikin var á
harmóníkuböllum í Frakklandi á fyrri
hluta 20. aldar.
MÖRK– SÖGU MÖMMU
eftir Þóru Karítas Árnadóttur.
Bók sem maður klárar á einu
kvöldi.
Á BAKK Í BÍÓ. Frábær
sumarstemningsmynd!