Fréttablaðið - 09.05.2015, Síða 24
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
Tengir við tunglið og sendir óskir
Halla Frímannsdóttir notar stjörnuspeki til að fremja tunglgaldra. Hún hjálpar fólki að verða frjótt og opna hjarta sitt.
Wicca er viss náttúrudýrkun þar
sem trúað er á alheimsandann og
náttúrugyðjan er dýrkuð.
„Wicca er viss heiðni en ég á
samt líka mína barnatrú. Ég er
viss trúarlegur hræsnari,“ segir
Indíana og bætir við að hún taki
það sem henti henni úr hverjum
trúarbrögðum og því sé heimili
hennar fullt af krossum, fimm
arma stjörnum og búddastyttum.
„En náttúran er mín kirkja og ég
er mjög tengd tunglinu. Ég nota
kerti, jurtir og fleira og er mest í
heilunar-, verndar- og hreinsunar-
göldrum. Ég er ekki í ástargöldr-
um eða einhverju slíku, enda vil
ég ekki rugla í frjálsum vilja.“
Indíana segir marga dýrka
Wicca á Íslandi þótt hvorki séu
til formleg samtök né nornasam-
komur skipulagðar.
„Það eru stór samfélög úti í
heimi og ég hef ekki tölu á þeim
Wicca-grúppum sem ég er í á
Facebook. Það er mikill áhugi á
Íslandi því að hér er mikil trú á
álfa og vættir og fólk er heillað af
því að hér eigi að reisa ásahof.“
Indíönu finnst Íslendingar
almennt vera afar frjálslynd-
ir þegar kemur að göldrum og
heiðinni trú. Það er eitthvað
sem erlendar nornir öfunda þær
íslensku af. „Fólk er ekkert að
kippa sér upp við þetta. Jú, jú.
Sumir halda að þetta sé tengt
djöflinum eða eitthvað
grín en fyrir mér er
þetta full alvara og
alls ekki frá djöflin-
um. En það eru engir
alvarlegir fordómar í
gangi.“
Nornasamfélagið stórt úti í heimi
Indíana Erna Þorsteinsdóttir er náttúrunorn sem tekur það sem hent-
ar henni úr hverri trú. Hún segir nornafordóma vera litla á Íslandi.
„Ég veit ekki hvort ég er
norn en það eru vissulega
einhverjir sem kalla mig
það,“ segir Þórunn Elísa-
bet. „En ég les í spil.“
Þórunn segir að maður
ráði litlu þegar lesið er
í tarotspil. Að maður sé
bara í raun að lesa, eins
og að lesa skáldsögu, og
maður ráði ekki fram-
haldinu.
„Galdurinn er að opna á
innsæi sitt. Í gamla daga var það
kallað að nota brjóstvitið. Maður
les með hjartanu, frekar en heil-
anum. En maður þarf að vera
opinn og vel tengdur nátt-
úruöflunum. Ég sé stundum
fyrir horn, ætli það sé ekki
best að orða það þannig.“
En af hverju leitar fólk í
að láta spá fyrir sér? „Það
er kannski haldið valkvíða
og leitar eftir leiðbeining-
um. Hversu oft fær maður
ekki lánaða dómgreind
frá öðrum til að hlusta á
sjálfan sig tala eða hugsa
og taka ákvarðanir? Maður er
að fá staðfestingu á eigin vilja og
opinberunin er manns eigin.“
Galdurinn er að opna
hjartað og á innsæið
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sér stundum
fyrir horn og lánar dómgreindina við tarotlestur.
SPÁIR
Í TAROT
Þórunn
Elísabet
segist nota
brjóstvitið
þegar hún
les í tarot-
spilin. Lest-
urinn komi
ósjálfrátt og
maður ráði
ekki fram-
haldinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Tunglganginn nýti ég mér einna mest og fylgi honum vel eftir,“ segir Halla sem hefur fengið vegna iðju sinnar við-urnefnið Halla Himin-
tungl. Halla nýtir kunnáttu sína í
stjörnuspeki til að haga lífi sínu og
hegðun eftir tunglgangi – og þann-
ig fá sem bestan árangur. Á þann
hátt fremur hún galdur.
„Á tómu tungli er best að losa
sig við eitthvað, loka kafla eða
sleppa tökunum. Svo næsta dag
kemur nýtt tungl og þá opnar
maður fyrir einhverju nýju. Ég
sendi óskir á nýju og fullu tungli
og einnig er mjög sterkt að vera
með fyrirbænir í þessum tungl-
afstöðum. Svo klippi ég neglur á
vaxandi tungli því þá heldur orkan
áfram að vaxa í stað þess að hún
minnki á minnkandi tungli. Í dag
og fram til 21. maí er sólin í nauts-
merkinu og svo verður nýtt tungl í
nauti þann 18. maí, þetta er góður
tími til að vera í sjálfsrækt með
líkamann og almennt heilbrigði.“
Skilningur Höllu á göldrum er að
hjálpa einhverjum að koma lífi sínu
til betri vegar. „Allir geta galdrað
en þetta byggist á samvinnu og sam-
krafti. Ég geri ekkert ein. Það sem
ég aftur á móti get hjálpað við er
tengingin við náttúruöflin, ég tala
við þau og tengi síðan við andann.“
Halla hefur þannig aðstoðað fólk
við að tengjast náttúrunni til að fá
lausn á ýmiss konar vanda.
„Ég hef aðstoðað konur við að
verða frjórri. Þá gerum við einfalda
og skemmtilega galdra saman niðri
við hafið og þetta er eitthvað sem
allir geta gert. Þá fer maður niður
í fjöru, snýr sér í vesturátt og jarð-
tengir fæturna við jörðina. Síðan
stendur maður andspænis hafinu
og andar í takt við öldugang hafs-
ins. Inn í lungun og ofan í maga-
stöðina og anda frá þegar sjórinn
flæðir út. Þegar öndunin er komin í
takt við bárur hafsins vaggar maður
sér eins og tré sem blaktir áreynslu-
laust í loftstraumi og fer þannig
dýpra inn í eigin hugleiðslu. Um leið
kallar maður á frjósemisorku jarð-
arinnar og tengir hana við lífsork-
una sem er staðsett í magastöðinni
og er móðurstöð sköpunarkraftsins
sem við eigum öll innra með okkur.
Þannig geta konur orðið frjórri.“
Hefurðu séð árangur af þessu?
„Já, og ég hef líka hjálpað fólki að
opna hjartastöðina þannig að það
verði ástfangið. En ég get ekki gefið
upp þann galdur, hann er sérsaum-
aður að hverjum og einum. En ég
læt ekki einhvern verða ástfang-
inn af ákveðinni manneskju. Það
er svartigaldur og ég stunda hann
ekki. Ástin er frjáls og hittir í mark
þegar hugur og hjarta eru samstillt
á að þiggja og njóta.“
GALDRAÐ Á GRÓTTU Halla sendi fyrstu óskina sína til tunglsins árið 1996 á Gróttu og hún rættist mánuði síðar. Síðan þá er Grótta eftirlætis galdrastaðurinn hennar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
TENGD KÖTTUM Indíana segir að nornir eigi sín dýr sem þær tengjast vel
og hún er afar tengd köttum. Hér er hún með Krumma sem valdi hana sem
eiganda á sínum tíma. Og já, hann er svartur með gul augu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR BRAGI
Svo klippi ég neglur á
vaxandi tungli því þá heldur
orkan áfram að vaxa í stað
þess að hún minnki á
minnkandi tungli.