Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 32
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32
Gyða LóaÓlafsdóttir
gydaloa@frettabladid.is
U
PPÁH
ALD
S Í H
O
SILÓ
SO
N
JA BJÖ
RK RAGN
ARSD
Ó
TTIR
IN
N
AN
H
Ú
SSARKITEKT
➜ STAÐURINN UPPÁHALDSSTAÐURINN Eldhúsið og stofan eru samtengd rými og gluggar eru á öllum austurveggjum íbúðarinnar. Í stofunni
stendur rúmgott eldhúsborð en Sonja segir að uppáhaldsstaðurinn í íbúðinni sé við borðið þar sem hægt er að sitja í rólegheitum,
drekka kaffi og njóta útsýnisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sonja Björk og sambýlis-maður hennar Jökull flutti inn í íbúðina í sept-ember, þrátt fyrir að hún sé ekki nema 40 skráð-ir fermetrar er hún vel
skipulögð og rýmið nýtist vel.
Sólin skín inn um stóra
gluggana og Sonja, sem er mennt-
aður innanhússarkitekt, á alls
konar fallega muni. Hún segist þó
ekki vera allt of vandlát á hvaða
hlutir fái fastan stað á heimilinu.
„Mér finnst mjög gaman að fá
eitthvað gefins og mér finnst allir
hlutir eiga heima einhvers stað-
ar,“ segir hún eftir smá umhugs-
un og bætir við að hún tengi gjafir
við þann sem gefur.
Það getur verið hægara sagt
en gert að komast yfir kræsileg-
ar leiguíbúðir en Sonja og Jökull
duttu svo sannarlega í lukkupott-
inn. „Þegar við fórum og skoðuð-
um íbúðina var Jökull búinn að
segja við mig að gera mér ekki
of miklar vonir. Við vissum bara
að hún væri lítil og svo komum
við hingað upp og fórum bara að
hlæja,“ segir hún glöð í bragði og
tekur til við að sýna okkur fimm
uppáhaldshlutina sína.
Handmalar kaffibaunir í
þakíbúð á Skólavörðustíg
Sonja Björk Ragnarsdóttir innanhússarkitekt býr í þakíbúð á Skólavörðustíg ásamt kærastanum.
MYNDLIST Það getur oft
reynst þrautin þyngri að
ákveða hvar skal hengja upp
listaverk og málverk. „Þetta
var eitt af verkunum sem
við hengdum fyrst upp,“
segir hún en verkið er eftir
grafíska hönnuðinn Kríu
Benediktsdóttur.
KAFFIKVÖRN Hér eru
kaffibaunir handmalaðar í
gamalli kaffikvörn á hverjum
morgni. „Þetta er svo mikil
stemning, svo er maður líka
með útsýnið,“ segir Sonja
og hlær.
ÞRÍVÍDDAR-
PRENTARINN
Á eldhúsborð-
inu stendur
vígalegur þrí-
víddarprentari.
„Við keyptum
hann í pörtum
og settum hann
svo saman,
þegar allir voru
að púsla um
jólin vorum við
að setja saman
3D-prentara.“
HANDSMÍÐ-
AÐAR HILLUR
Handsmíðaðar
viðarhillur eru
undir gluggunum
í stofunni, hill-
urnar teiknaði
Sonja og fékk í
þrítugsafmælis-
gjöf frá Jökli
en þær eru
smíðaðar af
húsgagnasmíða-
nemanum Jóni
Hinriki Höskulds-
syni.
ALMANAK
Sonja á afmæli
rétt fyrir jól og
fékk í afmælis-
gjöf dagatal sem
inniheldur 365
listaverk eftir ís-
lenska listamenn.
„Þetta er svona
eins og að opna
pakka á hverjum
degi,“ segir Sonja.