Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 36

Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 36
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Þegar jarðskjálftinn mikli varð í Nepal fyrir hálf-um mánuði urðu börn berskjaldaðri en flestir aðrir. Um helmingur íbúa landsins er á barnsaldri og hefur UNICEF, Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, lagt mikla áherslu á að koma þeim börnum sem urðu þar verst úti til hjálpar. Mörg börn hafast nú við undir berum himni vegna þess að heim- ili þeirra eyðilögðust í skjálftanum. Hreinlætisaðstaða er bágborin og næring af skornum skammti, þann- ig að veruleg hætta er á því að smit- sjúkdómar á borð við mislinga geti breiðst hratt út. „Mislingar eru ákaflega smitandi og geta verið lífshættulegir. Við óttumst að þeir gætu breiðst mjög hratt út við þær þröngu aðstæður sem ríkja í neyðarskýlunum sem sprottið hafa upp og þar sem mörg börn halda nú til,“ segir yfirmaður UNICEF í Nepal, Tomoo Hozumi. Skólaganga margra barnanna er einnig í uppnámi. Meira en 24 þúsund kennslustofur eyðilögðust í jarðskjálftanum og nærri milljón barna er án kennslu. „Eftir því sem lengri tími líður þar sem börn eru án menntunar í kjölfar neyðarástands minnka lík- urnar á því að þau snúi nokkurn tímann aftur í skóla. Hlé á menntun barna getur þannig haft afar slæm áhrif á þroska þeirra og framtíð- arhorfur,“ segir Bergsteinn Jóns- son, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. UNICEF hefur einsett sér að ná til um þriggja milljóna barna á hamfarasvæðunum næstu vikurnar, bæði til að bólusetja þau sem ekki hafa þegar verið bólusett og einnig til að koma til þeirra hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, teppum, tjöldum og lyfjum. UNICEF hefur starfað á vett- vangi í Nepal í meira en hálfa öld og gjörþekkir því innviði þar. Helstu hjálpargögn til fyrstu aðgerða voru til staðar hjá samtökunum í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir. Jarðskjálftinn sem varð 25. apríl mældist 7,8 stig. Stórir eftirskjálft- ar komu strax í kjölfarið. Í gær var tala látinna komin upp í 7.903, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Nepal. Enn er margra saknað til viðbótar og fullvíst þykir að tala látinna eigi eftir að hækka nokkuð. Nærri 18 þúsund manns eru slösuð. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal er enn í fullum gangi. Hægt er að styrkja hana með því að senda UNICEF í númerið 1900 og gefa þannig 1.500 krónur til neyð- araðgerðanna í Nepal. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á söfnunarreikning 701-26-102040, kt. 481203-2950. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Börnin berskjölduð í Nepal Helmingur íbúa Nepal er á barnsaldri og urðu mörg illa úti í jarðskjálftanum mikla. Meðal annars eyðilögðust meira en 24 þúsund kennslustofur þannig að nærri milljón barna fær enga kennslu. Tala látinna er komin upp í átta þúsund. BÓLUSETNING Neisha Shakya, sem er fjögurra ára gömul, bólusett gegn mislingum á lítilli heilsugæslustöð í þorpi, sem heitir Bungamati í Katmandú-dalnum. „Við erum hrædd við sjúkdóma eftir jarðskjálftann, og þess vegna kom ég með Neishu hingað,“ segir móðir hennar, Maharjan. Stefnt er að því að bólusetja meira en hálfa milljón barna. MYND/RAUÐI KROSSINN 7.903 létu lífi ð í jarðskjálft anum 25. apríl. Óttast er að tala látinna eigi eft ir að hækka enn. 24 þúsund kennslustofur eyðilögðust í jarðskjálft anum. 20 ár er meðalaldur íbúa í Nepal, en samtals búa þar um 26 milljónir. FRUMSÝNUM Á BÍLASÝNINGUNNI Í FÍFUNNI LAUGARDAG MILLI KL. 11 OG 18 SUNNUDAG MILLI KL. 12 OG 17 NÝJAN HONDA CR-V www.honda.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.