Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 37
LAUGARDAGUR 9. maí 2015 | HELGIN | 37
TJALDBÚÐIRNAR Í KATMANDÚ Níu ára stúlka, Karuna, leikur sér með klút á
grasflötinni stóru í Katmandú, þar sem tjaldbúðir hafa verið settar upp til bráða-
birgða. Mamma hennar og eins árs gömul systir fylgjast með. NORDICPHOTOS/AFP
ÞARNA BJUGGU ÞÆR Mæðgurnar Indu
Maharjan og Neisha Shakya standa við
rústir hússins, sem þær bjuggu í. „Við
vorum inni í húsinu þegar jarðskjálftinn
reið yfir,“ segir Maharjan. „Við vorum
fimm. Húsið hrundi allt. Pabbi Neishu
átti í erfiðleikum með að koma okkur
út. Við vorum svo hrædd. Eiginmanni
mínum tókst að koma okkur út, en
hann varð fyrir meiðslum á höfði.“
MYND/RAUÐI KROSSINN
LEIKA SÉR Í
TJALDINU Börnin
leika sér í bráða-
birgðaskýli sem sett
hefur verið upp á
Tundikhel, stórri
grasflöt í miðbæ
höfuðborgarinnar
Katmandú. Upptök
skjálftans, sem
mældist 7,8 stig,
voru í 80 kílóm-
etra fjarlægð frá
Katmandú.
MYND/RAUÐI KROSSINN
MINNAST HINNA LÁTNU Íbúar í
höfuðborginni Katmandú koma með
blóm til minningar um látna ástvini
sína á Durbar-torgi. Vitað er um nærri
átta þúsund manns, sem létu lífið í
jarðskjálftanum 25. apríl. Óttast er að
sú tala eigi enn eftir að hækka.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is