Fréttablaðið - 09.05.2015, Side 38

Fréttablaðið - 09.05.2015, Side 38
9. maí 2015 LAUGARDAGUR38 | HELGIN TÆKNI | knýja vél, til dæmis geimskip, án drifkrafts. Nokkur óheppileg vandamál blasa við. Fyrst og fremst sú staðreynd að hugmynd Shawyers virðist byggjast á lögmálum framandi alheims þar sem grundvallarhugmyndir á borð við orkugeymd og varðveislu skrið- þunga eru ekki til. Annað vandamál: Tækið virðist virka. Fyrirgefðu, Newton Þrjár litlar en þó marktækar til- raunir hafa verið gerðar með þetta undarlega tæki, sem Newton myndi líklega kalla orgel skrattans. Tvær tilraunir voru gerðar, tvær hjá NASA Eagleworks-tilraunastofunni og ein hjá kínverska Northwestern- tækniháskólanum. Allar sýndu þær fram á að EmDrive framleiðir kraft. Nýjasta tilraunin fór fram fyrr á þessu ári hjá NASA og var nákvæm- ari en hinar. Tækið framkallaði 50 míkrónewton. Hlægilega lítill kraft- ur, en kraftur engu að síður. Aukið fjármagn hefur fengist og nú geta nauðsynlegar tilraunir hafist, von- andi í lofttæmi og helst á lágbraut um Jörðu. Það er í sjálfu sér móðgun við blessaðan Newton að draga hann inn í þetta enda þverbrýtur tækið þriðja aflfræðilögmál hans: Gagn- stætt sérhverju átaki er ávallt jafn- stórt gagntak. Lögmál hans um varðveislu skriðþunga er fengið af þessu. Þar sem ekkert eldsneyti losnar við hröðun í EmDrive, þá er ekkert sem jafnar út breytingu á skriðþunga tækisins. Nú væri ráð- lagt að draga fram námsefnið úr eðlisfræði 101. Varfærin bjartsýni „Ef þú ert með þrjár tilraunir sem mælt hafa nettókraft, þá bendir það til þess að það sé eitthvað á ferðinni þarna,“ segir Sveinn Arnórsson. Hann lærði flugvélaverkfræði við Stanford-háskóla. „Menn gefa sér að þarna séu sýndaragnir sem verið er að æsa eða framkalla. Agnir sem eru ómælanlegar og hverfa eftir örskamma stund.“ Ekki er hægt að segja að þess- ar niðurstöður hafi valdið miklum titringi meðal eðlisfræðinga. Eðlis- fræði EmDrive er einfaldlega frá- leit. Sveinn er á sama máli en bendir á hversu mikilvægt það er að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Hlutirnir geta virkað þó að þú getir ekki útskýrt af hverju. Næsta skref er að færa þetta yfir á annað stig tilrauna,“ segir Sveinn. „Heims- mynd okkar hlýtur að taka breyt- ingum eftir því sem vitneskjan verður meiri. Jafnvel þó að eðlis- fræðingarnir séu ósáttir við að þetta samrýmist ekki þeirra heimsmynd. Þeir verða bara að útskýra hvernig hlutirnir virka.“ Margir hafa freistað þess að gera einmitt það frá því að niður- stöður úr tilraunum voru kynnt- ar fyrr á árinu. Svo virðist sem rannsakendur hafi ekki fylgt ýtr- ustu rannsóknarkröfum. Hér eru breytur á ferð. Að auki er kraftur- inn svo smávægilegur að minnsta truflun (rúta sem ekur fram hjá rann sóknar stofunni) getur mögu- lega skekkt niðurstöðurnar. Draumurinn Virki EmDrive mun það hafa margvísleg áhrif á tilvist okkar. Fjarlægðirnar verða ekki svo langar lengur. Það mun taka 4 klukkustundir að fara til tunglsins og á hraða sem er um 10% af ljós- hraða mun það taka 130 ár (á brems- unni í 40 ár) að fara til stjarnanna næst okkur. Við sjáum hvað setur. „Það er mikilvægt að deyða ekki draumana. Því næsta kynslóð getur sett sér markmið sem við getum ekki tekið undir í dag,“ segir Sveinn og bætir við: „Það er alltaf í lagi að leyfa þeim að dreyma.“ Alheiminum er stjórnað af altækum, óhagganlegum reglum. Lögmálum sem við erum enn að kynnast og munum halda áfram að útfæra um ókomna tíð. Engu að síður fylgja því viss ónot þegar eitthvað nýtt og fram- andi fær okkur til að efast. Vísinda- legur forsendubrestur, ef þið viljið. Slík vandamál eru þó nauðsynlegur hluti hinnar vísindalegu aðferðar þar sem óvæntar niðurstöður kalla á svör. Tökum ljóseindir sem dæmi. Þær tilheyra flokki öreinda. Ódeilanleg- ar agnir og eftir því sem við best vitum verða hlutirnir einfaldlega ekki einfaldari. Ljóseindir eru jafn- framt massalausar. Þær æða því um alheiminn á ljóshraða, fylla hann af ljósi sem við bæði sjáum og sjáum ekki (allt frá gammageislum til innrauðra). Þrátt fyrir massaleysi hafa ljóseindir skriðþunga og geta því sett agnarsmáan þrýsting á það sem þær skella á. Hvað ef? Er hægt að nota þennan þrýsting ljóseindanna til að framkalla kraft? Margir hafa velt þessari spurningu fyrir sér. Fyrir áratug kynnti breski flugvélaverkfræðingurinn Roger Shawyer hugmyndir sínar um tæki, EmDrive, sem gerir einmitt það og á síðasta ári hófust tilraunir. Þetta er hugmynd Shawyers: Ljós- eindum (í þessu tilfelli örbylgjum) er kastað um hola og lokaða járn- tunnu sem mjókkar í annan endann þar sem þrýstingur margfaldast. Þetta framkallar nettókraft í lok- uðu kerfi, án þess að eitthvað yfir- gefi tunnuna. Þannig er hægt að UPPÁHALDS ÖPPIN8 Þorsteinn B. Friðriksson framkvæmda- stjóri Plain Vanilla 3G 9:41 AM Google Maps Messenger App Store Outlook Asana Uber ASANA Næstum öll innanhússsamskipti í Plain Vanilla fara í gegnum Asana. QUIZUP Ég varð auðvitað að hafa QuizUp á listanum. Núna spila ég aðallega nýja prufuútgáfu af QuizUp sem kemur á markað innan skamms. APP STORE Á hverjum fimmtudegi hleð ég inn í símann minn 10-20 nýjum öppum í símann til að prófa það nýjasta á markaðnum. UBER Mitt uppáhaldsfyrirtæki. Með Uber get ég pantað mér leigubíl hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi) og bíllinn finnur mig út frá minni staðsetningu. OUTLOOK Apple gerir frábæra síma en innbyggða póstforritið í iPhone er frekar slappt. Það er ótrúlegt að mest notaða appið í sím- anum mínum sé búið til af Microsoft. CHROME Allar upplýsingar veraldarvefsins aðgengilegar í lófanum á þér. Chrome er hraður vafri sem samstillir sig við far- tölvuna mína. MESSENGER Flest öll persónuleg samskipti fara víst orðið í gegnum Facebook. Ég nota Facebook-appið sjálft mun minna en Messenger-appið. GOOGLE MAPS Ég skil eiginlega ekki hvernig fólk gat ferðast fyrir tíma Google Maps. AUDIO TECHNICA MH50x ★★★★★ Audio Technica MH50x heyrnar- tólin fóru á markað seint á síðasta ári og hafa fengið lof gagnrýnenda víða. Þegar ég fékk heyrnar- tólin í hendurnar til að dæma þau vissi ég af því lofi sem þau höfðu fengið, en hafði aldrei prófað heyrnartól frá fyrirtækinu. Skemmst er frá því að segja að fátt hefur heillað mig jafn mikið á jafn skömmum tíma og breytt jafn miklu á jafn lúmskan hátt. Eftir að hafa notað heyrnartólin í tvær vikur fann ég að ég var nánast orðinn háður þeim. Þéttur bassinn og kristaltær hljómgæðin breyta því hreinlega hvernig maður upplifir tónlistina. Mikilvægt er þó að huga að gæðunum á þeim hljóðfælum sem maður hlustar á. Til þess að stillingar upptökustjórans skili sér sem best er 256 kbs algjört lágmark. Best er að gæðin séu meiri. Á þessum tíma sem ég notaði heyrnartólin gerðist tvennt frábært. Í fyrsta lagi gaf Gísli Pálmi út plötuna sína og var einstakt að hlusta á hana í þeim hljómgæðum sem heyrnartólin bjóða upp á. Í öðru lagi fylltist ég fortíðarþrá og fór að rifja upp gömlu plötur Prodigy. Aftur komu heyrnar- tólin sterkt in. Audio Technica MH50x liggja vel að höfðinu og halda þéttingsfast utan um eyrun. Heyrnartólin eru nánast eins og peltorar, hljóðeinangrunin er slík. Þegar maður leggur þau saman með tónlistina í botni heyrist varla neitt, sem er mjög áhugavert. Stysta snúran sem fylgir með hent- ar vel þegar heyrnartólin eru not uð með síma og sú lengsta þegar horft er á sjónvarp eða spilað á leikjatölvu. Óhætt er að mæla með þessum heyrnartólum, þau eru frábær. - kak Upplifði tónlist- ina á nýjan hátt Að leyfa sér að dreyma Tæki sem virðist þverbrjóta lögmál eðlisfræðinnar gæti orðið næsta stóra skref mannkyns. Reynist vís- indin traust mun það auðvelda okkur að kanna vetrarbrautina. En getum við tekist á við afl eiðingarnar? FARARSKJÓTI IXS Enterprise er hugmynd að geimskipi NASA sem hefur að geyma framandi orkugjafa. MYND/NASA EMDRIVE Tækið sem um ræðir. Lítur út eins og örbylgjuofn frá Viktoríutímabilinu. Það er mikilvægt að deyða ekki draumana. Því næsta kynslóð getur sett sér markmið sem við getum ekki tekið undir í dag. Sveinn Arnórsson flugvélaverkfræðingur Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is Chrome Quizup Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Bodrum & Marmaris Bókaðu sól á SÉRTILBO Ð & allt að 20.000 kr. bókunara fsláttur á mann Valdar dag setningar, valin hótel .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.