Fréttablaðið - 09.05.2015, Síða 46

Fréttablaðið - 09.05.2015, Síða 46
FÓLK|HELGIN Sjónvarpsþættirnir Doctor Who skipa stóran sess í breskri sjónvarpssögu en þeir hófu göngu sína á BBC árið 1963. Þættirnir voru sýndir við miklar vinsældir fram á miðjan níunda áratug síðustu aldar en vinsæld- irnar döluðu nokkuð næstu árin. Sýningum þeirra var hætt árið 1989 en þættirnir voru endurvaktir árið 2005 og hafa síðan þá notið mikilla vinsælda um allan heim, meðal annars hér á landi. Íslenska leik- konan Jónína Ólafsdóttir kom við sögu í þáttunum en hún lék í fjórum þáttum árið 1977 sem til samans mynduðu söguna The Sun Makers. MARGIR AÐDÁENDUR Doctor Who-þættirnir eiga stóran aðdáendahóp um allan heim og einn þeirra, Bretinn Steve Hall, hafði um margra ára skeið reynt að fá eiginhandaráritun frá Jónínu. „Áhuga minn má rekja til sýningar sem ég fór á árið 1976 en þar voru búningar og munir úr þáttunum sýndir. Í dag á ég yfir 3.000 eigin- handaráritanir frá leikurum og starfsmönnum þáttanna og fylgist enn með þeim með barnabörnum mínum.“ FRÁ KEFLAVÍK Jónína fæddist í Keflavík árið 1943 og hóf nám í Leiklistarskóla Reykja- víkur. Þaðan útskrifaðist hún árið 1963 og flutti ári síðar til Bretlands þar sem hún hóf nám við leiklistar- skóla í London. Á öðru námsári sínu hlaut hún verðlaun sem efni- legasti nemandinn og lék í sjón- varpi og leikhúsi víða um Bretland eftir útskrift. Hlutverkið í Doctor Who fékk hún í gegnum umboðs- skrifstofu sína. „Jónína lék hlut- verk Marn sem var í slagtogi með aðalskúrki þáttanna sem bar nafnið the Gatherer. Hlutverkið var skrifað fyrir karl en leikstjóri þáttanna, Pennant Roberts, breytti því. Hann átti til að taka slíkar ákvarðanir en þau Jónína, ásamt eiginkonu Roberts, urðu mjög góðir vinir.“ VONDA KONAN Sem fyrr segir nutu þættirnir mik- illa vinsælda enda löngum sýndir á besta tíma á laugardagskvöldum. „Þetta var sá tími vikunnar þegar öll fjölskyldan sameinaðist fyrir framan sjónvarpið enda eignuðust þættirnir trygga áhorfendur sem um leið gátu verið mjög gagnrýnir á framvindu þeirra.“ Sem dæmi um vinsældir þáttanna, þá lenti dóttir Jónínu í því að nokkrir skólafélagar hennar í London neituðu að leika við hana í frímínútum þar sem móð- ir hennar lék vonda manneskju. Það breyttist þó þegar þegar karakter hennar skipti um lið í síðari þáttum og varð „góð“. EITT BRÉF ENN Jónína bjó í London í 20 ár og kynntist verðandi eiginmanni sínum, David Scott, sem ber leikaranafnið David Ashton, í leik- listarskólanum en saman eignuðust þau eina dóttur, Sonju Scott. Eftir Doctor Who-ævintýrið lék hún í ýmsum leikritum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Bretlandi og á Ís- landi auk þess að taka að sér ýmis verkefni á þessu sviði. Jónína og David skildu árið 1979 og fjórum árum síðar skipti Jónína um kúrs og hóf þriggja ára nám í Alexandertækni. Eftir að náminu lauk um áramótin 1986-1987 fluttu mæðgurnar heim til Íslands þar sem Jónína kenndi Alexandertækni í Leiklistarskólanum í þrettán ár auk þess að sinna ýmsum verkefn- um tengdum leiklist. HEIMÓKN Jónína greindist með Alzheimer- sjúkdóminn árið 2005, þá 61 árs, og dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Skjóli. „Ég var búinn að senda Jón- ínu bréf í langan tíma en þau fóru oftast ólesin í ruslið. Því prófaði ég að senda eitt bréf enn, stílað á kór sem hún söng í, en þá var orðið ljóst að við hjónin vorum að heim- sækja Ísland. Bréfið endaði í fórum dóttur hennar sem hafði samband og í sameiningu skipulögðum við fund degi fyrir heimför okkar. Sonju leist ekkert sérstaklega vel á að hitta mann sem lagði svona mikið á sig til að hitta leikkonu sem lék í þáttum fyrir 40 árum en sem betur fer gekk þetta upp.“ Sökum veikindanna var Jónína ekki viss í fyrstu hvaða fólk þetta var en þegar minnst var á Doctor Who lifnaði greinilega yfir henni að sögn Steve. „Ég var með gamlar myndir úr þáttunum á spjaldtölv- unni og það lifnaði yfir henni þegar hún sá þær og búningana sem hún klæddist. Jónína hafði ekki skrifað í langan tíma en dóttir hennar fann gamla stílabók sem hún hafði skrifað nafn sitt utan á og gaf mér. Það þótti mér virkilega vænt um og met mjög mikils.“ ■ starri@365.is LÉK Í DOCTOR WHO OG FÉKK ÓVÆNTA HEIMSÓKN FRÆGIR SJÓNVARPSÞÆTTIR Jónína Ólafsdóttir lék í bresku þáttunum Doctor Who árið 1977 sem nutu mikilla vinsælda. Tæplega 40 árum síðar heimsótti aðdáandi hana óvænt til Íslands og urðu miklir fagnaðarfundir. BJARGVÆTTURINN Enski leikarinn Tom Baker lék fjórða Doctor Who árin 1974–81 en Jónína lék á móti honum árið 1977. MYND/AFP LANGÞRÁÐUR FUNDUR Steve hitti loks Jónínu á Íslandi. Hann á yfir 3.000 eigin- handaráritanir frá leikurum og starfsmönnum þáttanna. MYND/ÚR EINKASAFNI TVÍEYKIÐ Illmenni þáttanna ásamt Jónínu sem lék Marn. MYND/ÚR EINKASAFNI LEIKKONAN Jónína stundaði nám og vann sem leikkona í London í nær aldar- fjórðung. MYND/ÚR EINKASAFNI Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N TU N .IS P R E N TU N IS Bestu meltingargerlar sem ég hef prófað ” “Víðir Þór Þrastarsson, íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands. Save the Children á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.