Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 74
FÓLK|HELGIN Parmaskinka er sérlega góð í ýmsa rétti. Parmaskinka er mikið notuð á Ítalíu í ýmsa matargerð eða ein sér. Á Spáni heitir slík hráskinka serrano, og er sömuleiðis mikið borðuð þar. Svínakjötið er þurrkað á sér- stakan hátt og geymt að minnsta kosti í eitt ár. Einungis héraðið Parma á Ítalíu má nota nafnið parmaskinka. Annars staðar á Ít- alíu kallast hráskinka prosciutto. Ekki má nota aukefni í þurrkaða skinku á Ítalíu. Parmaskinku er hægt að fá í verslunum hér á landi, einnig spænska Serrano. BESTA PITSAN Pitsa með klettasalati og parma- skinku er mjög vinsæl. Auðvelt er að gera hana heima. Salatið og skinkan er sett á pitsuna þegar hún kemur úr ofninum. PITSADEIG 340 g hveiti 1 tsk. salt 1 ½ tsk. þurrger 200 ml volgt vatn 3 msk. ólífuolía Sigtið hveiti í hrærivélarskál með salti og olíu. Hrærið aðeins. Bætið þá þurrgeri í miðju deigs- ins og vatninu, ekki öllu í einu. Hnoðið vel saman og bætið vatni eftir því sem þarf. Breiðið plastfilmu yfir skál- ina og látið deigið hefast í að minnsta kosti 60 mínútur. Þá er deigið mótað í pitsu og lagt á vel smurða bökunarplötu. Hitið ofninn í 220°C. Setjið pitsu- sósu yfir deigið og rifinn ost. Bakið í 15-20 mínútur. Látið mesta hitann rjúka að- eins úr pitsunni áður en kletta- salati er dreift yfir og síðan parmaskinkunni. Gott er að setja ferskan mozzarellaost yfir í litlum bitum og væta síðan með góðri ólífuolíu. SANNKÖLLUÐ VEISLA Það er hægt að setja upp girni- legan bakka með áleggi, ostum og ávöxtum. Með góðu brauði þarf enginn að fara svangur frá slíku borði. Ef brauðið er útbúið eins og Frakkar gera verður það matarmeira. Hér kemur uppskrift að því. Það sem þarf: SNITTUBRAUÐ 6 egg 2 ½ dl mjólk 25 g parmesanostur ½ tsk. dijonsinnep ½ tsk. salt smávegis nýmalaður pipar 1 tsk. tabascosósa 2 msk. smjör Hitið ofninn í 125°C. Þeytið saman egg, mjólk, parmesan, sinnep, salt, pipar og tabasco. Dýfið brauðsneiðum í blönduna og steikið á báðum hliðum upp úr smjöri. Gott er að setja steikta brauð- ið á bökunarpappír á ofnplötu og geyma í heitum ofnum þar til allt brauðið er steikt. 4 tómatar, skornir í litla bita 2 msk. hökkuð steinselja 2 msk. ólífuolía salt og pipar 200 g parmaskinka Blandið öllu saman. Berið brauðið á borð með tóm- atasalatinu og parmaskinkunni. PASTA CARBONARA Pasta carbonara er góður og klassískur ítalskur réttur. Beikon er venjulega í þessum rétti en vel má nota hráskinku í staðinn. Uppskriftin miðast við fjóra. 400 g spagettí OSTASÓSA 4 egg 1 ½ dl rjómi (eða matvinnslu- rjómi) 4 msk. rifinn parmesanostur ÞAÐ SEM FER Í RÉTTINN: 200 g hráskinka (eða beikon) ½ laukur, hakkaður 4 msk. steinselja, gróft hökkuð nýmalaður pipar Sjóðið pasta eftir leiðbeining- um á umbúðum. Ef notað er beikon er það brúnað á pönnu. Mjög mikil- vægt er að útbúa sósuna á meðan pastað er soðið þar sem það verður að vera brennheitt þegar blandan er sett saman við. Þeytið saman egg, rjóma og parmesan. Sumir gera þetta undir vægum hita í örlitla stund. Eggin mega þó ekki skilja sig. Stundum er gott að setja örlítið pastavatn saman við. Setjið spagettí í skál og hrærið blönduna strax saman við. Bætið lauk og beikoni eða hráskinku út í. Dreifið steinselju yfir. Má líka nota basil. Malið pipar yfir. SALAT MEÐ DJÚPSTEIKTUM GEITA OSTI, PERUM OG HRÁ- SKINKU Þetta salat er víða þekkt á fínum bístróveitingahúsum. Frábærlega góður réttur. Uppskriftin miðast við fjóra. GEITAOSTARÚLLA 1 bolli gott brauðrasp 1 msk. steinselja, smátt söxuð 1 tsk. sinnep salt og nýmalaður pipar 1 stórt egg 2 msk. sérríedik 1 ½ tsk. hlynsíróp ¼ bolli hnetuolía blandað salat rauð vínber ristaðar hnetur grænmetisolía til steikingar Skerið ostinn í fjórar góðar sneiðar. Setjið í frysti í 10 mín- útur. Blandið því næst saman brauðraspi, steinselju, sinnepi, salti og pipar. Setjið síðan egg ásamt einni matskeið af vatni í aðra skál og þeytið örlítið. Setjið hverja ostsneið í eggið og veltið síðan upp úr brauð- raspinu. Þetta er gert tvisvar við hverja sneið. Hitið grænmetisolíu í potti. Djúpsteikið ostinn í 3-4 mínútur. Setjið á eldhúspappír. Blandið saman ediki, hlyn- sírópi, salti og pipar og hrærið vel saman. Bætið loks hnetuolíu saman við. Setjið blandað salat á hvern disk. Setjið ost í miðju sal atsins og dreifið hnetunum í kring. Hnetuolíudressing er höfð til hliðar. Gott er að bæta peru eða eplum við þennan rétt. elin@365.is HUGMYNDIR AÐ MAT Í VERKFALLI MATARGLEÐI Margir velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að elda þegar nær allt kjöt er að klárast í verslunum. Það þarf hins vegar ekki alltaf að vera stór- steik í matinn. Vel má nærast á öðrum hlutum. Hér eru nokkrar hugmyndir. PITSA Ljúffeng pitsa með klettasalati og hráskinku. PARMASKINKA Hægt er að nota parmaskinku á margvíslegan hátt í matar- gerðinni. CARBONARA Pasta er alltaf gott og það þarf ekkert endilega að vera kjöt í því. SALAT MEÐ GEITAOSTI Geitaostur er ótrúlega góður í salatið. Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS Ég mæli með því að konur velji náttúrulegu leiðina gegn þrálátum sýkingum og sem forvörn Valbjörg Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur “ Gegn sveppasýkingu,bakteríusýkingu og þvagfærasýkingu ” LIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? 365.is | Sími 1817
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.