Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 82
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 42
TEIKNAR ÞÚ
FLOTTAR
MYNDIR?
Sendu okkur myndina þína í pósti til
Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is
Bragi Halldórsson
147
„Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að
leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa
hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann.
„Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg
til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert
orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin
mjög klár,“ sagði hún montin.
Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata?
7 4 6 2
4 2 8 5 7
8 7 2 1 3
1 6 7 8 9
9 5 1 2
8 4 6 9 7 1
5 7 6 4 2
4 5 7 3
2 8 3 9 6
Brandarar
Hvað sagði fáninn við hinn
fánann?
Ekkert, hann veifaði bara.
Hvers vegna spurði apinn
gíraffann af hverju hann væri
með svona langt andlit?
Því hann hélt að hálsinn væri
andlitið hans.
Hvað sagði 0 við 8?
Mikið ertu með flott belti.
Hvaða trjátegund er algengust
við Mývatn?
Mígreni.
Af hverju kom fór strákurinn
með stiga í skólann?
Af því að hann langaði að fara
í háskóla.
Magnús
Atlason, 7 ára
teiknaði þessa mynd
fyrir Fréttablaðið.
KRÚTTLEGT Nýfædda lambið fær blíðar móttökur hjá börnunum á leikskólanum Laugasól. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þessa dagana er mikið um að
vera í Húsdýragarðinum þar
sem sauðburður stendur sem
hæst. Einnig eru komnir litlir
kiðlingar, grísir og kanínuung-
ar. Jón Gíslason, yfirdýrahirðir
Húsdýragarðsins, sagði okkur
allt um nýja ungviðið í garð-
inum.
Hvað eru margir kiðlingar og
lömb? Kiðlingarnir eru þrettán
og af þeim eru tólf hafrar og ein
huðna. Ætli lömbin verði ekki
um níu. Svo eru hér fjórir litlir
grísir og kanínuungar. Svo koma
selkópar í byrjun júní.
Hvernig gengur það fyrir sig
þegar þau eru að fæðast? Við
erum allan daginn og nætur-
vörður sem fylgist með á nótt-
unni. Þau eru fyrstu dagana ein
með móður sinni.
Er alltaf einhver að hugsa um
þau? Það eru alltaf næturverðir
sem passa dýrin.
Fá dýrin nöfn? Nei, við höfum
yfirleitt ekki nefnt þau nema
þau sem eru alltaf hjá okkur.
Mega þau fara strax út eða
verða þau að vera inni? Þau
fara út á hverjum degi og núna
eru allar geiturnar komnar
saman í einn hóp og kiðling-
arnir eru að skoppa um. Það er
mikið líf og fjör hjá okkur núna
og þetta er alltaf frábær árstími,
vorið.
Hvað borða dýrin? Þau fá eins
mikið hey og þau geta étið en
við gefum þeim líka fóður frá
okkur svo mæðurnar mjólki vel.
Og þegar er komið nóg gras úti
þá bíta þau grasið þegar þau eru
úti yfir daginn.
Líf hjá ungviðinu
í Húsdýragarðinum