Fréttablaðið - 09.05.2015, Side 90

Fréttablaðið - 09.05.2015, Side 90
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 50 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS JÓHANNSSON Kirkjuvegi 31, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13.30. Sigríður Sveinsdóttir Elín Arndís Lárusdóttir Guðmundur Jósefsson Jónína Lárusdóttir Sigurður Traustason Sveinn E. Lárusson Guðbjörg Eiríksdóttir Jóhanna Lárusdóttir Ásmundur Lárusson Matthildur E. Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, JÓNATHAN SVEINBJÖRN ÁRNASON lést í svefni á heimili sínu í Höganäs í Svíþjóð 18. apríl. „Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti.“ 1. Jóhannesarbréf 3:20. Minningarathöfn hefur verið haldin innan fjölskyldunnar. Árni Sveinbjörnsson Marianne Lindkvist Sveinbjörnsson vinir og ættingjar. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR andaðist á Ísafold, hjúkrunarheimili, þriðjudaginn 5. maí. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 20. maí kl. 13.00. Friðrik Ingvar Friðriksson Þuríður Sigurðardóttir Guðjón Erling Friðriksson Fanney Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, mágkona og frænka, MARGRÉT RÚN SIGURMUNDSDÓTTIR Flókagötu 60, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 4. maí. Úlfur Sigurmundsson og Sigríður Pétursdóttir Halla Steingrímsdóttir og bræðrabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÞÓRÐARSONAR Hólavegi 17, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við nágrönnum hans og starfsfólki við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki fyrir aðstoð og umhyggju sem hann naut. Anna Kristín Gunnarsdóttir Sigurður Jónsson Birna Þóra Gunnarsdóttir Sölvi Karlsson Fríður Finna Sigurðardóttir Jón Rafnar Benjamínsson Gunnar Sigurðsson Ásdís Nordal Snævarr Kristín Una Sigurðardóttir Sigyn Björk Sigurðardóttir Gunnar Karl Sölvason Þórður Sölvason Ingibjörn Sölvason og langafabörnin Emelía Rut, Bera og Anna Gunnhildur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður og tengdaföður, ÞÓRHALLS HALLDÓRSSONAR frá Arngerðareyri, Árskógum 6, Reykjavík. Sigrún Sturludóttir dætur og tengdasynir. Elskuleg föðursystir okkar, HALLDÓRA INGIBJÖRNSDÓTTIR kennari frá Flankastöðum, er látin. Útför hennar fer fram frá Útskálakirkju mánudaginn 11. maí kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Ingvar Björn Ólafsson Jón Árni Ólafsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR Sóleyjarima 3, lést að morgni 7. maí. Vilhjálmur Árnason Helga Vilhjálmsdóttir Sigurjón Gunnarsson Gunnar Snorri Valdimarsson Jill Gideon barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR frá Flateyri, sem lést 16. mars. Guðrún Nanna Guðmundsdóttir Jón Guðmundsson Ágústa Guðmundsdóttir Eyjólfur Guðmundsson Greta S. Guðmundsdóttir Svanhildur Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Okkar ástkæri BJÖRN GUNNAR ÞORLEIFSSON lést á heimili sínu í Sviss þriðjudaginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 11. maí kl. 13.00. Arnar Breki Helgason Camilla Guðbjörg Thim Evamarie Else Bauer Þorleifur Júlíus Matthíasson Nang Matthíasson Matthías Þorleifsson Andri Þorleifsson Anna Lilja Marshall Hrönn Fanndal Magnús Jónasson Tómas Matthias og systkinabörn. Styrktarfélagið Göngum saman efnir til árlegrar vorgöngu á morgun, mæðra- daginn, en gengið verður á fimmtán stöðum um land allt. „Þetta er í áttunda skipti sem svona stór ganga er haldin um land allt,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman, glöð í bragði. Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini með frjálsum framlögum og hægt verður að kaupa varning frá Göngum saman, meðal annars boli og höfuðklúta hannaða af Guðmundi Jörundssyni og fjölnota inn- kaupapoka sem hannaðir eru af Sigur- borgu Stefánsdóttur. „Við söfnum fé í rannsóknir á brjósta- krabbameini og göngurnar eru bæði notaðar til þess að vekja athygli á mál- staðnum og líka bara á göngum sem leið til heilsueflingar,“ segir hún en Göng- um saman er grasrótarfélag og renna öll framlög óskipt í styrktarsjóð félags- ins. „Við erum búnar að styrkja íslenska vísindamenn um fimmtíu milljónir frá árinu 2007 og við stefnum að því að veita 10 milljónir í haust, það er á stefnunni í október sem er mánuður sem er helgað- ur baráttunni við brjóstakrabbamein.“ Gunnhildur segir gönguna henta allri fjölskyldunni. Í Reykjavík verður geng- ið frá Háskólatorgi þar sem göngufólki gefst kostur á að spjalla við vísinda- menn en gengið verður um miðbæinn. „Á Háskólatorgi gefst fólki tæki- færi á að hitta þá vísindamenn sem við höfum stutt og fræðast um rannsókn- irnar,“ segir Gunnhildur en ekki verð- ur um skipulagða fyrirlestra að ræða heldur óformlegt spjall þar sem gest- ir eiga kost á að fræðast og fá svör við spurningum. „Nú bara hugsar maður við búum á Íslandi og það er ekkert sérstaklega hlýtt úti en maður bara klæðir sig eftir veðri og tekur þátt í göngunni,“ segir Gunnhildur hress og hvetur sem allra flesta til að taka þátt. Landssamband bakarameistara tekur einnig þátt í fimmta skipti og í bakarí- um landsins má finna brjóstabollur en hluti af andvirði sölunnar rennur í styrktarsjóðinn. Göngurnar hefjast allar klukkan 11.00 og gengið verður í Reykjavík, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði, Hvammstanga, Siglufirði, Akureyri, Vopnafirði, Egils- stöðum, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Höfn, Vestmannaeyjum og Selfossi. Nánari upplýsingar um hvern stað er hægt að nálgast á vefsíðu félagsins, gongumsaman.is. gydaloa@frettabladid.is Fimmtán staðir taka þátt í Göngum saman Árleg vorganga styrktarfélagsins Göngum saman verður á morgun. Gengið verður á fi mmtán stöðum víðsvegar um landið og bakarí selja brjóstabollur um helgina. GÖNGUM SAMAN Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman, hvetur alla til að klæða sig eftir veðri og ganga með félaginu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Við söfnum fé í rann- sóknir á brjóstakrabbameini og göngurnar eru bæði notaðar til þess að vekja athygli á málstaðnum og líka bara á göngum sem leið til heilsueflingar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.