Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 96

Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 96
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 Skjaldborgarhátíðin verður hald- in dagana 22.-25. maí í Skjald- borgarbíói á Patreksfirði í 9. sinn. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri, einn af upp- hafsmönnum hátíðarinnar, segir að það hafi verið magnað að fylgj- ast með Skjaldborgarhátíðinni vaxa fiskur um hrygg á þessum níu árum. „Það vantaði í rauninni vett- vang fyrir hátíð af þessu tagi og þá var það Hálfdán Pedersen sem datt niður á þetta frábæra hús sem Skjaldborgarbíó er. Þar eru reynd- ar bíósýningar vikulega sem er frá- bært en nú er þetta líka heimavöllur þessarar kvikmyndahátíðar. Fljót- lega eftir að við byrjuðum að vinna að þessu gengu heimamenn í lið með okkur og það er alveg ljóst að þetta hefði aldrei gengið án þeirra.“ Skjaldborgarhátíðin er orðin mjög eftirsótt fyrir íslenska heim- ildarmyndagerð og segir Hafsteinn Gunnar að staðan sé nú orðin þann- ig að það sé því miður ekki hægt að koma öllum að. „Það er gríðarleg gróska í íslenskri heimildarmynda- gerð. Við höfum frá upphafi farið þá leið að vera aðeins með íslenskar myndir og frá öðru ári hátíðarinn- ar hefur verið einn flottur erlendur gestur sem kemur og sýnir kannski tvær til þrjár af sínum myndum. Kvennahátíð í ár Í ár verða frumsýndar 16 glænýjar, íslenskar heimildarmyndir og sýnt úr fjórum myndum á vinnslustigi. Heiðursgestirnir að þessu sinni koma frá Danmörku og eru meðal stofnenda og eigenda Danish Docu- mentary sem er leiðandi á heims- vísu á sviði skapandi heimildar- mynda. Fyrirtækið hefur framleitt yfir tuttugu heimildarmyndir sem eru margar hverjar margverðlaun- aðar en leikstýran Eval Mulvad hefur t.a.m. unnið aðalverðlaun á Sundance, IDFA og Karlovy Vary, en heimildarmynd hennar The Good Life verður opnunarmynd hátíðar- innar í ár.“ Hafsteinn Gunnar bendir á að dagskráin sé sérlega fjölbreytt í ár og ánægjulegt hversu margar konur eiga myndir á hátíðinni. „Þá eru konur og kvennabarátta áberandi og í því samhengi mætti nefna Jóhanna: Síðasta orrustan eftir Björn B. Björnsson. Halla Kristín Einarsdóttir frumsýnir Hvað er svona merkilegt við það? Framhald heimildarmyndarinnar Konur á rauðum sokkum sem hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar 2009. Einnig verða frumsýndar mynd- ir eftir Þórunni Hafstað, Jóhann Jóhannsson, Kristján Loðmfjörð, Huldar Breiðfjörð, Helenu Stefáns- dóttur, Þór Ómar Jónsson o.fl. Dag- skránni verður svo lokað með heim- ildarmyndinni Finndið eftir Ragnar Hansson og uppistandi með Hug- leiki Dagssyni, en Finndið segir frá ferð frændanna Hugleiks og Ara Eldjárn á uppistandshátíð í Turku í Finnlandi.“ Að vinna Einarinn Skjaldborgarhátíðin er nokkuð sér- stök á meðal kvikmyndahátíða fyrir þær sakir að einungis ein verðlaun eru veitt á hátíðinni og eru það áhorfendaverðlaun. „Það er til mik- ils að vinna Einarinn en svo kall- ast áhorfendaverðlaun hátíðarinn- ar. Verðlaunin eru hönnuð af Einari Skarphéðinssyni, smíðakennara á Patreksfirði, sem er mikill lista- smiður. Kvikmyndin Salóme hlaut þessi verðlaun á síðasta ári og frá Patreksfirði fór hún á Nordisk Pan- orama-hátíðina þar sem hún vann einnig til fyrstu verðlauna.“ Frjálst og opið form Hafsteinn Gunnar segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á þessu formi kvikmynda. „Þetta form er í raun mun frjálsara og opnara en hin hefðbundna kvikmynd og maður verður fyrir ákaflega miklum áhrifum sem kvikmyndagerðar- maður af því að horfa á heimildar- myndir. Mike Leigh sagði eitthvað í þá veru að maður þyrfti að gæta þess að hafa smá af heimildarmynd í skálduðu myndinni og öfugt – ég held það sé ansi mikið til í því. Svo má geta þess að það er allt- af gríðarlega góð stemning og mikið gaman á Skjaldborgarhátíð- inni, enda Patró nafli alheimsins í heimildarmyndagerð um hvíta- sunnuhátíðina. Auk kvikmyndanna þá er líka fullt af skemmtilegum viðburðum á borð við plokkarann, fiskiveisluna í Sjóræningjahúsinu og hið löðrandi hressa dansiball er á sínum stað. Þannig að nú er bara að skella sér vestur á Patró um hvíta- sunnuhelgina.“ magnus@frettabladid.is Patró nafl i heimsins Skjaldborgarhátíðin, hátíð íslenskra heimildarmynda, verður að vanda á Patreks- fi rði um hvítasunnuhelgina og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn af upphafs- mönnum hátíðarinnar, segir hana aldrei hafa verið eins eft irsótta og glæsilega. FRUMKVÖÐULL Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri er einn af upphafsmönnum Skjaldborgarhátíðarinnar á Patreksfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn miðvikudaginn 27. maí kl. 16.00 í húsakynnum BSRB, Grettisgötu 89, Reykjavík. Allir sjóðsfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 5. maí 2015 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Önnur mál löglega upp borin Yfirlit yfir afkomu árins 2014 Efnahagsreikningur 2014 2013 Breyting á hreinni eign 2014 2013 Kennitölur 2014 2013 Starfsemi sjóðsins á árinu Starfsemi sjóðsins var með hefðbundnum hætti á árinu 2014. Rekstrarkostn- aður ársins 2014 var 75,3 m.kr. en var 70,4 m.kr. á árinu 2013 og var kostnaðurinn um 0,1% af hreinni eign í árslok. Fjárfestingagjöld námu um 101,7 m.kr. en 99,3 m.kr. árið á undan. Enginn starfsmaður var á launaskrá hjá sjóðnum, en Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur frá 1. júní 1999 annast daglegan rekstur sjóðsins. Sjóðsfélagar Á árinu 1998 var sjóðnum lokað fyrir nýjum sjóðsfélögum. Þeim einum sem greiddu til sjóðsins á þeim tíma er heimilt að greiða áfram til hans, enda hafi iðgjald verið greitt til sjóðsins óslitið frá þeim tíma. Þetta eru þeir sem greiddu iðgjöld vegna starfa hjá Reykjavíkurborg, stofnunum borgarinnar, sjálfseignastofnunum eða félögum skrásettum í Reykjavík sem sveitar- félagið á aðild að og voru iðgjaldaskyldir til sjóðsins. Ársfundur 2015 Í stjórn sjóðsins eru: Björk Vilhelmsdóttir, formaður, Ása Clausen, Heiðar Ingi Svansson, Hildur Sverrisdóttir og Þorgrímur Hallgrímsson. Framkvæmdastjóri er: Gerður Guðjónsdóttir. Verbréf með breytilegum tekjum 6.965.516.393 6.083.221.044 Verðbréf með föstum tekjum 59.447.017.653 57.949.188.656 Veðskuldabréf 697.577.217 908.270.146 Bankainnistæður 407.813.241 768.775.503 Kröfur 261.574.639 58.091.334 Aðrar eignir 356.759.829 171.477.232 Skuldir (59.287.354) (104.441.267) Hrein eign til greiðslu lífeyris 68.076.971.618 65.834.582.648 Iðgjöld 2.048.809.816 1.901.414.603 Lífeyrir (3.211.977.342) (2.928.971.761) Fjárfestingatekjur 3.582.623.031 5.107.562.822 Fjárfestingagjöld (101.739.568) (99.343.019) Rekstrarkostnaður (75.326.967) (70.449.070) Aðrar tekjur 0 0 Hækkun á hreinni eign á árinu 2.242.388.970 3.910.213.575 Hrein eign frá fyrra ári 65.834.582.648 61.924.369.073 Hrein eign til greiðslu lífeyris 68.076.971.618 65.834.582.648 Nafnávöxtun 5,2% 8,0% Raunávöxtun 4,1% 4,2% Raunávöxtun 5 ára meðaltal 3,5% 3,4% Skuldir umfram áfallnar skuldbindingar -18,7 -17,8 Fjöldi sjóðsfélaga 562 613 Fjöldi lífeyrisþega 3109 3027 Til hvers að flækja hlutina? 365.is | Sími 1817 SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! Boðið er til evrópskrar alþýðutón- listarveislu í Hörpu á sunnudags- kvöldið. Aðgangur er ókeypis en miðapantanir á harpa.is og í miða- sölu Hörpu. Fram koma íslenska Balkansveitin Skuggamyndir frá Býsans ásamt hljómsveitinni Full- Set frá Írlandi sem er ein sú allra vinsælasta á sviði þjóðlagatón- listar. Sérstakur gestur er söngkonan Ragnheiður Gröndal og tónleika- stjóri og kynnir Guðni Franzson. Á tónleikunum verður flutt sérlega fjölbreytt og skemmti- leg alþýðutónlist frá Austur- og Vestur-Evrópu. Skuggamyndir frá Býsans er íslenskum tónlistarunn- endum að góðu kunn fyrir tónlist sem ólgar af tilfinningahita í bland við austurlenska dulúð. FullSet er að verða ein vinsælasta hljómsveit alþýðutónlistar á Írlandi. Tónlist hennar er fjörug og skemmtileg og hefur hljómsveitin hlotið fjölda verðlauna og er eftirsótt til tón- leikahalds. - mg Þegar hjörtun slá í þjóðlagatakt Það er öllum boðið til evrópskrar þjóðlagaveislu í Hörpu á sunnudagskvöld ÞJÓÐLAGAFJÖR FullSet frá Írlandi spilar í Hörpu á sunnudagskvöldið. MENNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.