Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 4
Tölur vikunnar 5.10.2015 - 11.10.2015 13 til 15 milljarða mun stækkun Búrfells- virkjunar kosta.51% ungmenna sem æfðu hjá íþróttafélögum innan 12 mánaða tímabils þurfti til læknis vegna meiðsla. 20 samkynhneigðir karlmenn voru greindir með sárasótt síðasta vetur. 70% sauðfjár þarf bóndi að hafa á vetrarfóðrum til að fá fullar beingreiðslur fyrir þau ærgildi sem hann á. 8 00 -1 .0 00 m an ns er u sm itu ð af li fr ar - bó lg u C á Ís la nd i. 40 -7 0 gr ei na st á rle ga . 1000 milljarða gætu gjald- eyristekjur af erlendum ferða- mönnum orðið árið 2030. 40-50 fyrirtæki rúmar aðalmark- aður Kauphallar Íslands – þau eru 16 í dag. Fokker-flugvélar Flugfélags Íslands verðar seldar úr landi. 500 fatlaðir í Reykjavík bíða eftir stuðningsþjónustu. 6 9 3 5 Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is LÚXUS Á TENERIFE TENERIFE 5. - 16. JAN. 2016 FARARSTJÓRARNIRJÓI OG FJALAR TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Verð frá 199.900 KR. á mann m.v. 2 fullorðna, 1 barn Innifalið: flug, gisting, taska VILLA CORTES ***** Húsnæðismál Í nýrri skýrslu Kópa- vogsbæjar um stöðu húsnæðis- markaðarins leggur starfshópur til að Kópavogsbær fari í samstarfs- verkefni með byggingarverktaka um byggingu minni íbúða á viðráðan- legu verði til hagsbóta fyrir ungt fólk sérstaklega. Markmiðið væri þá að auka fram- boð lítilla íbúða sem fólk hefði efni á að annaðhvort leigja eða kaupa og jafnframt aðstoða ungt fólk við kaup á fyrstu fasteign. Lagt er til að hægt væri að skilyrða byggingarrétt við að hluti íbúðanna væri ætlaður fyrir kaupendur að fyrstu íbúð. Þeim sem væru að kaupa sína fyrstu íbúð væri gefinn kostur á 90 prósenta láni. Lagt er til að í nýjum hverfum og á uppbygg- ingarsvæðum, meðal annars í Auð- brekku, Kársnesi, Glaðheimum og Smáranum, verði íbúðir sem henti yngra fólki. „Ég vil nýta þessa skýrslu og þess- ar leiðir til að draga ungt fólk inn í hverfin. Við erum að þétta byggðina og við þéttingu byggðar eigum við skóla, leikskóla og íþróttahús og önnur mannvirki sem við viljum nýta betur. Þessi  þjónusta er til staðar fyrir þetta unga fólk. Hverfin okkar geta ekki byggst upp á fólki á aldursbilinu 55 ára og yfir. Ég vil að bæjarstjórnin leggi sig fram við að draga að ungt fólk,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Í gær kynnti þverpólitískur starfs- hópur Kópavogsbæjar skýrsluna. Lagt er til að einhver hluti hverfa í uppbyggingu taki tillit til áherslna sem koma fram í skýrslunni, meðal annars með auknu framboði á minni íbúðum. Íbúðirnar verða allt frá tveggja herbergja 40 fermetra upp í fjögurra herbergja 90 fer- metra íbúðir og verða á verðbilinu 16-30 milljónir. Með 90% láni væru útborgun því á bilinu 1,6-3 milljónir króna. Hlutverk Kópavogsbæjar væri að tryggja samstarfsgrundvöll við byggingarverktaka og lánastofn- anir. „Við höfum óformlega rætt við byggingarverktaka um þetta. Ekki á öllum svæðum. En ég hef talað við aðila sem eru jákvæðir án þess að hafa neglt niður einhver hlutföll. Þeim sem eru með stærri svæði líst ekkert illa á þetta því það er mark- aður fyrir þetta,“ segir Ármann. Aðspurður segist Ármann bjart- sýnn á að þetta geti gengið eftir. Einnig að 90 prósent húsnæðislán verði möguleiki þar sem til dæmis Íslandsbanki bjóði allt að 90 pró- sent lán á ákveðnum skilyrðum. „Þar fyrir utan höfum við rætt við banka um það að ef við náum að vera með íbúðir sem passa inn í þeirra módel eru þeir tilbúnir að lána þetta hátt hlutfall,“ segir hann. Ármann segir að tillögurnar séu mögulegar innan núverandi bygg- ingarreglugerðar, hins vegar sé hægt að gera enn betur í breytingu reglugerða til að lækka byggingar- kostnað. „Það er hægt að gera enn betur ef hugmyndir varðandi það að reglugerðin taki mið af því að fólk geti sjálft ákveðið hvað það vill inni í íbúðum ganga eftir. Það eru miklu meiri tækifæri í þessu með því að losa upp skilyrði innan núverandi byggingarreglugerðar, sem er þó betri en sú sem var áður,“ segir Ármann. saeunn@frettabladid.is Íbúðir fyrir ungt fólk í Kópavogi Starfshópur Kópavogsbæjar hefur lagt til samstarfsverkefni með byggingarverktaka um byggingu minni íbúða á viðráðanlegu verði. Bæjarstjóri Kópavogs vill að ný hverfi Kópavogs dragi að ungt fólk til búsetu. Ármann kynnti skýrslu starfshópsins í gær en auk hans skipuðu hópinn Margrét Friðriksdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Kristinn Dagur Gissurarson. Fréttablaðið/Vilhelm Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra, sagðist í viðtali við Fréttablaðið ekki hafa gerst sekur um spillingu í sam- bandi við samskipti sín við Orku Energy. Hann kvaðst ekki ætla að opna heimabanka sinn fyrir blaðamönnum og ekki ætla að segja af sér. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í Hæstarétti dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Ímon-málinu svokallaða. Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, boðaði tíma framkvæmda í ferða- málum. Tilkynnt var að sett hefði verið á fót Stjórnstöð ferðamála og er ætlunin að styrkja stoðir íslenskrar ferðaþjónustu. þrír í fréttum Meint spilling, fangelsi og ferðamál viðskipTi Bónus hefur í október lækkað verð á rúmlega 600 vörum sem fyrirtækið flytur inn frá erlend- um birgjum. Í tilkynningu segir að Bónus muni nota svigrúm sem styrking íslensku krónunnar undanfarið gefi til verð- lækkunar. Hún er tvö til fimm pró- sent og er mismunandi eftir vörum og vöruflokkum. Euroshopper-vörur lækka til dæmis um tvö til þrjú pró- sent, Santa Maria, mexíkóskur matur og krydd, lækkar um fimm prósent, Heima-vörur lækka um þrjú til fimm prósent og Lífrænt Solla-vörur um þrjú til fimm prósent. – ngy Bónus lækkar vöruverð Dómsmál Lögreglustjórinn á höfuð- borgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefna- máli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru verjendur tveggja Íslend- inga sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á tugum kílóa sterkra fíkniefna sem fundust í bíl sem kom hingað til lands með Norrænu 22. september. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín. Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir síðarnefndu komu með efnin til landsins. Ástæða kröfu lögreglunnar er sú að umræddir verjendur eiga að hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem  skjólstæðingum þeirra  var gert að sæta á gæsluvarðhaldstíma. Annar verjendanna með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins en haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins á dög- unum að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjól- stæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum er grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprent- anir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn segist hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhalds- kröfunni skyldi hafnað. Meðal ann- ars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverka- menn. Málið var flutt  munnlega í gær og var kröfum lögreglunnar harð- lega mótmælt. Úrskurður verður kveðinn upp eftir helgi. Þá kemur í ljós hvort skipa þurfi nýja verjendur í málinu. – ngy Vilja að verjendur í fíkniefnamáli víki Ástæða kröfu lögreglu fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur er sú að verjendur hafi brotið gegn fjölmiðlabanni. Fréttablaðið/Valli Tveir Íslendingar og tveir Hollendingar eru í gæslu- varðhaldi eftir að lögregla fann mikið magn fíkniefna í bíl Hollendinganna. 1 0 . o k T ó b e r 2 0 1 5 l a u G a r D a G u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.