Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 36
Arabíska vorið svo-nefnda hófst í Túnis eftir að fátækur götu-sali kveikti í sjálfum sér í desember árið 2010. Aðeins fjórum vikum síðar hraktist Zine El Abidine Ben Ali forseti úr embætti. Frá Túnis breiddist ólgan hratt út um mörg arabalandanna í norðan- verðri Afríku og Mið-Austurlöndum. Víðast hvar hefur hún leitt til upp- lausnar, átaka og ofbeldis sem enn virðist hvergi sjá fyrir endann á. Nema í Túnis. Norska Nóbelsverðlaunanefndin segir það vera að miklu leyti leið- togum fjögurra mikilvægra hags- munasamtaka í Túnis að þakka. Í gær var tilkynnt að svonefndur Þjóðar- samræðukvartett, sem stofnaður var sumarið 2013, fái friðarverð- laun Nóbels í ár. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ósló í desember næstkomandi. „Kvartettinn var stofnaður sum- arið 2013 þegar lýðræðisþróunin var að hruni komin vegna pólitískra morða og mikillar ólgu í samfé- laginu,“ segir í tilkynningu norsku Nóbels nefndarinnar. Að kvartettinum standa samtök atvinnurekenda, samtök verkalýðs- hreyfingarinnar, lögmannafélag og mannréttindasamtök í Túnis. Nóbels- nefndin leggur þó áherslu á að verð- launin séu ætluð kvartettinum í sam- einingu, ekki samtökunum fernum. „Lykilþátturinn í því að byltingin í Túnis náði hámarki í friðsamlegum og lýðræðislegum kosningum síð- asta haust var það starf sem kvart- ettinn hefur unnið við að styrkja vinnu stjórnlagaþingsins og tryggja að stjórnarskrárferlið njóti stuðnings meðal almennings í Túnis,“ segir Nóbelsnefndin. „Kvartettinn varð- aði veginn í áttina að friðsamlegum samræðum milli almennings, stjórn- málaflokka og ráðamanna og hjálp- aði til við að finna lausnir, reistar á samkomulagi, á alls kyns erfiðum málum þvert á pólitískan og trúar- legan klofning.“ Nefndin segir árangur kvartettsins meðal annars sýna að íslamískar og veraldlegar stjórnmálahreyfingar geti starfað saman, að samræður milli andstæðinga hafi mikið gildi á átakasvæðum heimsins og að borg- araleg samtök geti gegnt lykilhlut- verki í lýðræðisþróun. Eftir byltinguna 2011 náði íslam- istaflokkurinn Ennhada völdum í lýðræðislegum kosningum. Ágrein- ingur flokksins við veraldlega sinn- aða stjórnarandstæðinga harðnaði mjög árið 2013 eftir að tveir áhrifa- miklir stjórnmálamenn stjórnarand- stöðunnar voru myrtir. Fjöldamótmæli hófust gegn stjórninni og kröfur voru uppi um að hún segði af sér án tafar. Leiðtogar samtakanna fjögurra í Túnis sem hljóta friðarverðlaunin í sameiningu þetta árið: Wided Bouchamaoui, forseti samtaka atvinnurekenda, Houcine Abbassi, framkvæmdastjóri verkalýðshreyfingarinnar, Abdessattar ben Moussa, forseti mannréttindahreyfingarinnar og Mohamed Fadhel Mahmoud, forseti lögmannasamtakanna. Myndin er tekin á blaðamannafundi árið 2013. NordicPhotos/AFP Með samræðum er hægt að leysa allt Þjóðarsamræðukvartettinn í Túnis fær friðarverðlaun Nóbels í ár. Leiðtogum atvinnurekenda, verkalýðs, lögfræðinga og mannrétt- indasamtaka hefur í sameiningu tekist að treysta í sessi veikburða lýðræðisþróun í landinu eftir Jasmínbyltinguna árið 2011. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Stofnanir og samtök Friðarverðlaun Nóbels hafa ekki alltaf farið til einstaklinga. Þau hafa stundum komið í hlut alþjóðastofnana og samtaka af ýmsu tagi. 1963 Alþjóðanefnd Rauða krossins (fékk verðlaunin einnig 1944 og 1917) 1965 UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna 1969 Alþjóðavinnumála­ stofnunin (ILO) 1977 Amnesty International 1981 Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) (fékk verðlaunin einnig 1954) 1985 Alþjóðasamtök eðlis­ fræðinga um að afstýra kjarnorkustríði (IPPNW) 1988 Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna 1995 Pugwash­samtökin, Kanada „fyrir baráttu þeirra fyrir því að draga úr því hlutverki sem kjarn- orkuvopn hafa gegnt í alþjóða- stjórnmálum og að útrýma slíkum vopnum til lengri tíma litið“ 1997 Alþjóðaherferð fyrir banni við jarðsprengjum (ICBL) „fyrir vinnu þeirra að banni við jarð- sprengjum og við hreinsun þeirra“ 1999 Læknar án landamæra, Sviss „til viðurkenningar á brautryðjenda- starfi þeirra að mannúðarmálum í nokkrum heimsálfum“ 2005 Alþjóðakjarnorku­ stofnunin (IAEA) „fyrir viðleitni sína til að koma í veg fyrir að kjarnorka verði notuð í hernaðartilgangi og tryggja að notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi verði svo örugg sem verða má“ 2012 Evrópusambandið „fyrir að hafa í meira en sex ára- tugi unnið að því að efla frið og sáttaumleitanir, lýðræði og mann- réttindi í Evrópu“ 2013 Samtök um bann við efnavopnum (OPCW) „fyrir umfangsmikla viðleitni til að útrýma efnavopnum“ Það var þá sem kvartettinn steig fram og hóf viðræður við bæði leið- toga stjórnarinnar og stjórnarand- stöðunnar. Samningur tókst og í október 2013 samþykkti Ennhada að efna til kosninga og víkja frá stjórn landsins fram að þeim. Kosningarnar voru svo haldnar stuttu síðar. Þar misstu íslamistarnir þingmeirihlutann. Leiðtogar samtakanna fernra, sem mynda kvartettinn, hafa lýst fögnuði sínum vegna úthlutunar Nóbelsverð- launanna og leggja áherslu á mikil- vægi þess að finna lausnir með sam- ræðum frekar en að grípa til vopna. „Ég er í skýjunum. Ég er orðlaus,“ sagði Mahfoud, formaður lögmanna- félagsins, þegar hann fékk fréttir af Nóbelsverðlaununum í gær. „Þetta sendir skilaboð til alls heimsins, til allra landa, til allra sem vinna að lýð- ræði og friði, um að allt sé hægt að leysa með samræðum.“ 1978 Mohamed Anwar al­Sa­ dat, forseti Egyptalands, og Menachem Begin, forsætis- ráðherra Ísraels, „fyrir framlag þeirra til tveggja rammasamninga um frið í Mið-Austurlöndum og um frið milli Egyptalands og Ísraels, sem voru undirritaðir í Camp David 17. september 1978“ 1993 Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, og Frederik Willem de Klerk, forseti Suður-Afríku, „fyrir vinnu þeirra að því að binda með friðsam- legum hætti enda á aðskiln- aðarstjórnina og leggja grunn að nýju lýðræðisfyrirkomu- lagi í Suður-Afríku“ 1994 Jasser Arafat, leiðtogi Pal- estínumanna, Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, og Jitzhak Rabin, forsætisráð- herra Ísraels, „fyrir störf þeirra í þágu friðar í Mið-Austurlöndum“ 1996 Carlos Filipe Ximenes Belo biskup og José Ramos­ Horta, einn helsti leiðtogi andspyrnuhreyfingarinnar á Austur-Tímor, „fyrir vinnu þeirra að réttlátri og friðsamlegri lausn á átök- unum í Austur-Tímor“ 1998 John Hume, leiðtogi Sósíal- demókrataflokksins á Norður- Írlandi, og David Trimble, leiðtogi Sambandssinnaflokks Ulster á Norður-Írlandi, „fyrir viðleitni þeirra við að finna friðsamlega lausn á átökunum á Norður-Írlandi“ 1973 Henry A. Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Le Duc Tho*, leiðtogi Kommún- istaflokksins í Víetnam, „tveir aðalsamningamennirnir sem tókst að koma á vopna- hléi eftir nærri fjögurra ára samningaviðræður“ ✿ Stillt til friðar | Friðarverðlaun Nóbels hafa nokkrum sinnum farið til leiðtoga sem hafa komið á friði á átakasvæðum *Le Duc Tho er eini friðarverðlaunahafinn sem hefur neitað að taka við verðlaununum. Hann sagði ástæðuna þá að friður væri ekki orðinn að veruleika þegar verðlaunin voru afhent. 1 0 . O K T ó B E R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.