Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 53
Fjölbreytt og spennandi störf í alþjóðlegu
umhverfi þar sem frumkvæði fær notið sín
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Samgöngustofu,
www.samgongustofa.is
Jákvæðir
dugnaðarforkar óskast
Samgöngustofa ı Ármúli 2 ı 108 Reykjavík ı Sími 480 6000
�
�
��
�
��
�
�
��
��
��
��
�
�
��
�
�
�
Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála með um
140 starfsmenn. Stofnuninni er ætlað að stuðla að öruggum,
sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Samgöngustofa
annast eftirlit er varðar flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit
með samgöngumannvirkjum og leiðsögu.
SÉRFRÆÐINGUR Í
ÖRYGGIS- OG FRÆÐSLUDEILD
Samgöngustofa leitar að sérfræðingi í öryggis– og fræðsludeild á
samhæfingarsvið stofnunarinnar. Viðkomandi mun koma að þróun
öryggisstjórnunarkerfa hjá Samgöngustofu og taka þátt í greiningu og
úrvinnslu atvika og ýmissa upplýsinga tengdum samgöngum. Starfið
felst einnig í þátttöku í verkefnum á öryggisáætlunum Íslands í
samgöngumálum, þ.e. áætlun um öryggi sjófarenda, flugöryggis-
áætlun og umferðaröryggisáætlun. Hluti starfsins felst í gerð fræðslu-
og kynningarefnis á sviði öryggismála samgangna og viðkomandi mun
taka þátt í þróun laga og reglugerða er snúa að öryggismálum. Að auki
felst í starfinu þátttaka í gæðastarfi. Starfshlutfall er 100%.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Kostur er ef umsækjandi hefur reynslu eða þekkingu af öryggisstjórnun.
• Kostur er ef umsækjandi hefur þekkingu og reynslu í úrvinnslu
tölfræðilegra gagna.
• Reynsla og þekking á gæðastjórnun er kostur.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti ásamt mikilli hæfni í mannlegum samskiptum.
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
• Leitað er að jákvæðum og samviskusömum einstaklingi sem getur unnið
sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi.
Umsóknarfrestur er til 26. október 2015
Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf
Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu.
EFTIRLITSMAÐUR
Á VERNDARDEILD
Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í verndardeild
á mannvirkja- og leiðsögusvið stofnunarinnar, aðallega á sviði
flugverndar en einnig í aðstoð við eftirlit á sviði siglingaverndar.
Starfið felst einkum í undirbúningi eftirlits, vettvangsheimsóknum,
úttektum, prófunum og skoðunum á framkvæmd flugverndar/siglinga-
verndar. Starfið felst einnig í innleiðingu nýrra krafna og uppfærslu
handbóka stofnunarinnar á sviði flugverndar. Leitað er að starfsmanni
sem á auðvelt með að setja sig inn í reglur og nýjar aðstæður og er
tilbúinn að vinna í öguðu umhverfi. Viðkomandi þarf að undirgangast og
standast öryggisvottun sbr. reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga,
öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála
nr. 959/2012. Starfshlutfall er 100%.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólanám sem nýtist í starfi eða sambærileg menntun. Einnig kemur
til greina að ráða einstakling með haldgóða reynslu sem nýtist í starfi.
• Þekking á flugvernd/siglingavernd er kostur.
• Reynsla af eftirlitsstörfum.
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og gott vald á úrvinnslu og
framsetningu upplýsinga.
• Mjög gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli nauðsynlegt.
• Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð og sjálfstæði í starfi.
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til 26. október 2015
Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf
Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu.
EFTIRLITSMAÐUR
Í FLUGLEIÐSÖGUDEILD
Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í flugleiðsögudeild
á mannvirkja- og leiðsögusvið stofnunarinnar. Starfið felst í vottun
og eftirliti með fyrirtækjum með starfsleyfi til flugleiðsöguþjónustu.
Til flugleiðsögu teljast flugumferðar-, fjarskipta-, leiðsögu-,
og kögunarþjónusta, veðurþjónusta fyrir flug og upplýsingaþjónusta
flugmála. Í starfinu felst framkvæmd úttekta og mat á breytingum
í starfseminni, einkum að því er varðar fjarskipta-, leiðsögu- og
kögunarþjónustu. Í starfinu getur einnig falist sérfræðivinna í mála-
flokknum. Leitað er að einstaklingi með góða samskiptahæfni og örugga
og þægilega framkomu. Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði,
sjálfstæði og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og agaður í verkum
sínum og geta unnið undir miklu álagi. Starfshlutfall er 100%.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. BS próf í verk- eða tæknifræði.
• Þekking á gæðakerfum og reynsla á því sviði er kostur.
• Þekking á öryggisstjórnunarkerfum (SMS) er kostur.
• Reynsla af tæknimálum tengdum flugi er kostur.
• Þekking á íslenskum og alþjóðlegum kröfum í flugleiðsögu er kostur.
• Mjög góð tök á íslensku og ensku er skilyrði sem og gott vald á úrvinnslu
og framsetningu upplýsinga.
Umsóknarfrestur er til 26. október 2015
Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf
Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu.