Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 122

Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 122
Lífshlaup eins alræmd-a st a g l æ p a f o r i n g ja Bandaríkjanna, James „Whitey“ Bulger,  er enn á ný í sviðsljósinu í kjölfar vinsælda kvik- myndar Scotts Cooper, Black Mass. Anna Björnsdóttir hefur aldrei viljað tjá sig um sinn þátt í hand- töku hans. Það vill hún heldur ekki gera núna. Eftir sextán ár á flótta var James handtekinn þann 22. júní 2011 eftir ábendingu til FBI frá Önnu sem bjó í næsta húsi við hann í Santa Monica í Flórída. Fyrir ábendinguna hlaut hún, samkvæmt umfjöllunum fjöl- miðla ytra um málið, tvær milljónir Bandaríkjadala. Kærasta James, Catherine, var líka handtekin og í íbúð þeirra fundust um 30 skotvopn af ýmsu tagi og mikið fé falið í veggjum íbúðarinn- ar. Sá nágrannann í glæpaþætti Nokkrum dögum áður en parið var handtekið sýndi FBI nýtt sjón- varpsefni um James og Catherine. Sjónvarpsefninu var beint sérstak- lega að konum sem gætu hafa séð Catherine. Í þættinum var greint frá því að líklega kölluðu þau sig Charles og Carol Gasko. Anna sat heima í Reykjavík og horfði á þátt- inn þegar upp rann fyrir henni ljós. Hún hringdi í FBI en enginn svaraði. Hún las skilaboð inn á símsvara stofnunarinnar og sagði til parsins. Þessa vitneskja um atburðarásina er fengin frá tveimur blaðamönn- um á dagblaðinu  Boston Globe, þeim Dick Lehr og Gerard O'Neill, sem voru leiðandi í allri umfjöllun um handtökuna, glæpi  James og tengsl hans við FBI. Það voru þeir sem riðu á vaðið og sögðu Önnu hafa veitt miklum meirihluta verð- launafjár FBI viðtöku, eða tveimur milljónum dala. Margt hefur verið ritað um James í mörgum miðlum Bandaríkjanna. Þeir Dick og Gerard segja þó einir blaðamanna nákvæmlega frá því hvað það var sem varð til þess að Anna gat borið kennsl á hann. Og það var skapið sem hljóp með hann í gönur. Líkaði ekki við Obama Anna tjáði aðdáun sína á þá nýjum forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, við þau hjón í léttu spjalli og James, sem kallaði sig þá Charlie Gasko, brást ókvæða við. Hún varð forviða og átti seinna ekki í neinum vandræðum með að þekkja hann aftur þegar hún sá hann í sjón- varpsherferð FBI árið 2011. James er einn allra illræmdasti glæpamaður sem FBI hefur lýst eftir og var næstur á lista eftir Osama bin Laden. Hann er talinn hafa myrt nítján manns. James var alræmdur sem leiðtogi ofbeldisfulls gengis, sem kennt var við Winter Hill. Gengi hans átti þátt í eiturlyfja- sölu, ólöglegum veðmálum og lánum í Boston. Hann var kallaður Whitey vegna áberandi hvíts hára- litar hans. FBI notaði Bulger sem upp- ljóstrara árum saman og því hafði stofnunin horft fram hjá voða- verkum hans og annarra í Winter Hill-genginu. Það varð til þess að veldi hans óx í Boston þar til það varð yfirvöldum illviðráðanlegt. Velgengni í Bandaríkjunum Anna flutti til Suður-Kaliforníu á áttunda áratugnum, eftir að hún tók þátt í Ungfrú alheimi 1975 þar sem hún var kosin vinsælasta stúlkan. Anna naut velgengni í fyrirsætu- bransanum og var á mála hjá Ford- umboðsskrifstofunni í New York og hjá Ninu Blanchard í Los Ange- les. Hún kom fram í fjölda aug- lýsinga bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum og var á sérsamningi hjá Noxema og Vidal Sassoon. Hún nam leiklist í Los Angeles og kom einnig fram í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum, svo sem More American Graffiti og Get Crazy. Árið 1982 framleiddi hún heim- ildarmyndina From Iceland to Brazil um íslenska innflytjendur í Brasilíu og árið 1987 framleiddi hún og leikstýrði heimildarmynd- inni Love & War um ástina á her- námsárunum á Íslandi. Á Íslandi hefur Anna kennt jóga og unnið við grafíska hönnun og látið lítið fyrir sér fara. Hún og Halldór Guðmundsson, eigin- maður hennar, eiga hús í Santa Monica og hafa dvalið þar endrum og eins síðustu ár. Eins og áður sagði hefur hún aldrei tjáð sig opinberlega um atburðina þrátt fyrir ítarlegar lýsingar fjölmiðla á þeim. Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22. júní árið 2011 var einn illræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica eftir ábendingu frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James „Whitey“ Bulger blóði drifinn. Samkvæmt heimildum blaðamanna Boston Globe hringdi Anna Björnsdóttir frá Reykjavík inn á símsvara FBI eftir að hafa horft á þátt um Catherine og James og sagði til þeirra. James virtist hið ljúfasta gamalmenni. Í íbúð hans fannst fjöldi skotvopna og fúlgur fjár. NORdICphOtOS/Getty Erfiður uppvöxtur og pErsóNulEikaraskaNir l Black Mass skartar Johnny Depp í hlutverki James. Myndin er byggð á samnefndri bók blaðamannanna Lehrs og Gerards. l Þeir nýttu við skrif bókarinnar skýrslur frá fangelsisvist James, viðtöl við hann og aðstoðarmenn hans, skjöl um málið, upp­ lýsingar úr réttarhöldum og fjölda ítarlega fréttavið­ tala sem þeir tóku sjálfir. l Í annarri bók þeirra félaga: Whitey: The Life of America’s Most Noto­ rious Mob Boss draga þeir upp enn persónulegri mynd af lífi hans, erfiðum uppvexti, glímu við per­ sónuleikaraskanir og með óróann í Boston til hliðsjónar sem ein­ kenndist af átökum glæpasamtaka og mútuþægra lögreglumanna. l James eignaðist vini fyrir lífstíð í Old Harbor, hverfi félagslegra íbúða í Boston. Þeirra á meðal var John Connolly sem seinna gekk til liðs við FBI og réð James sem uppljóstrara. l James gaf FBI ómetanlegar upp­ lýsingar um keppinauta sína í ítölsku mafíunni í Boston. Hann borgaði þeim ríflegar mútur árum saman. Í staðinn fékk hann tækifæri til að stækka eigið veldi. Með tímanum varð hann vægðarlaus mafíuforingi og nán­ ast ósnertanlegur vegna tengsla sinna við æðstu lög samfélags­ ins í Massachussetts. Íslenskir áhorfendur geta sett sig í spor Önnu þegar þeir horfa á myndina enda slóð James blóði drifin. Ákvörðun hennar hefur kostað hugrekki og það er henni að þakka að James „Whitey“ Bulger situr nú á bak við lás og slá. Hér bjuggu Catherine og James við hlið önnu í santa Monica í flórída. Í íbúðinni fundust um þrjátíu skotvopn af ýmsu tagi og voru miklir peningar faldir inni í veggjum íbúðarinnar. James var einn alræmd- asti glæpamaður sem fBi hefur lýst eftir og er talinn hafa myrt nítján manns. Hann var handtekinn þann 22. júní 2011 eftir ábendingu frá önnu. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r66 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð Lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.