Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 24
Fótbolti Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag. Íslenska landsliðið hefur ekki tapað á heimavelli í undankeppni síðan í júní 2013 og í raun aðeins tapað tveimur alvöruleikjum síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu. Báðir leikirnir eiga það sameiginlegt að liðið var án Arons Einars annað hvort allan eða stóran hluta leiksins. Í tapinu á móti Slóvenum í Laugar- dalnum 7. júní fór Aron Einar af velli eftir að hafa farið úr axlar- lið eftir 50 mínútna leik. Þá var staðan 2-2 en íslenska liðið tap- aði síðustu 40 mínútum leiks- ins 2-0 og þar með leiknum 4-2. Haustið áður hafði íslenska liðið spilað án Arons Einars á móti Sviss og þrátt fyrir góða frammistöðu þurfti liðið að sætta sig við 2-0 tap á móti verðandi öruggum sigurveg- urum riðilsins. „Það hafa allir séð að Aron hefur verið að spila vel í þessari undankeppni. Það væri alltaf best að geta valið úr öllum leik- mannahópnum. Ég segi alltaf, ekki horfa á vandamálin heldur einblínið frekar á lausnirnar,“ sagði Lars Lagerbäck um fjarveru Arons á blaðamannafundi í gær. „Ég vona það að við getum sýnt það á móti Lettlandi að við getum fundið góðan mann fyrir hann. Aron hefur samt spilað virkilega vel og hann kemur með mikilvægt jafnvægi inn í liðið. Menn þurfa að spila marga leiki með liðinu til að ná valdi á slíku hlutverki sem og að spila fyrir liðið og lesa leikinn vel. Þetta er því vissu- lega ekki auðveldasta staðan til að fylla,“ sagði Lagerbäck. Það er hægt að taka undir þau orð. Ísland vann síðast keppnis- leik án Arons Einars fyrir rúmum fjórum árum þegar liðið vann 1-0 sigur á Kýpur í Laugardalnum í byrjun september 2011. Líklegast er að Emil Hallfreðsson komi inn á miðjuna við hlið Gylfa Þórs Sigurðs- sonar. – óój Í dag olís-deild karla Haukar ÍR 38-23 Markahæstir: Tjörvi Þorgeirsson 10, Janus Daði Smárason 9/2, Heimir Óli Heimisson 5, Einar Pétur Pétursson 4 - Arnar Birkir Hálfdánsson 9, Bjarni Fritzson 4. Haukar unnu afar öruggan sigur og náðu toppsætinu aftur af Valsmönnum. Haukaliðið hefur unnið 6 af fyrstu 7 leikjum sínum. 16.00 Kasakstan - Holland Sport 16.00 Aserbaísjan - Ítalía Sport 3 16.00 Noregur - Malta Sport 2 18.45 Tékkland - Tyrkland Sport 18.45 Bosnía - Wales Sport 2 18.45 Króatía - Búlgaría Sport 3 21.45 Ísland - Lettland (e.) Sport 01.30 Presidents Cup Golfstöðin 10.30 Formúla 1 Sport 15.00 PSG - Zagreb Sport 16.00 Serbía - Portúgal Sport 3 16.00 Færeyjar - Rúmenía Sport 4 16.00 Finnland - N-Írland Sport 2 18.45 Þýskaland - Georgía Sport 4 18.45 Pólland - Írland Sport 3 18.45 Gíbraltar - Skotland Sport 2 20.00 Cowboys - Patriots Sport 10.30 Formúla 1 Sport 16.00 Ísland - Þýskaland Vodafone 17.00 KR - Stjarnan Stykkishólmur 19.15 Snæfell - Grindavík Stykkish. Nýjast Klopp Kynntur til leiKs Þjóðverjinn Jürgen Klopp var í gær kynntur til leiks á Anfield sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool. Klopp fór á kostum á blaðamannafundi þar sem hann lýsti sjálfum sér sem hin- um venjulega. „Ég er bara venjulegur maður frá Svartaskógi í Þýskalandi. Ég var miðlungsfótboltamaður og gerðist þjálfari hjá mjög sérstökum félögum. En ég er algjörlega venju- legur maður. Ég er sá venjulegi,“ sagði Klopp sem stefnir að því að vinna titil með Liverpool innan fjögurra ára. Á morgun Bjarni aftur til eyja Bjarni Jóhannsson var í gær ráðinn þjálfari ÍBV en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjaliðið. Bjarni þekkir vel til í Eyjum en hann þjálfaði ÍBV á árunum 1997-99 og gerði liðið tvívegis að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum. Bjarni tekur við starfinu af Jóhannesi Harðarsyni og Ásmundi Arnarssyni en þeir stýrðu ÍBV á síðasta tímabili. Hræddur um að þetta Klopp ævintýri sé frábært fyrir LFC. Vona samt innilega að ég hafi rangt fyrir mér eins og oft áður. Teitur Örlygsson @teitur11 indriði Kominn heim í Kr Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking Stavanger í norsku úrvalsdeildinni, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við KR. Indriði er uppalinn hjá KR en hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 1999 áður en hann fór út í atvinnumennsku þar sem hann hefur verið síðan. Framherjapör íslenska liðsins í undankeppni em 2016 Kolbeinn sigþórsson og jón daði Böðvarsson 520 mínútur Markatalan: +8 (10-2) Íslenskt mark á 52 mínútna fresti Kolbeinn sigþórsson og eiður smári Guðjohnsen 70 mínútur Markatalan: +2 (2-0) Íslenskt mark á 35 mínútna fresti Kolbeinn og jóhann Berg Guðmundsson 63 mínútur Markatalan: 0 (1-1) Íslenskt mark á 63 mínútna fresti eiður smári og jón daði Böðvarsson 27 mínútur Markatalan: 0 (0-0) Ekkert íslenskt mark Kolbeinn og alfreð finnbogason 13 mínútur Markatalan: +1 (1-0) Íslenskt mark á 13 mínútna fresti alfreð finnbogason og eiður smári 12 mínútur Markatalan: 0 (0-0) Ekkert íslenskt mark alfreð finnbogason og jón daði 7 mínútur Markatalan: +1 (1-0) Íslenskt mark á 7 mínútna fresti Kolbeinn og Viðar Örn Kjartansson 6 mínútur Markatalan: 0 (0-0) Ekkert íslenskt mark Fótbolti Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa byrjað saman í sex af átta leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2016 og voru framherjapar liðs- ins í 72 prósentum leiktímans í þeim átta leikjum sem nægðu íslensku strákunum til að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið í fyrsta leik á móti Tyrkjum og sló í gegn. Hann var búinn að skora eftir átján mínútur og hreif alla með skemmtilegri blöndu sinni af óendanlegri vinnusemi og hæfileika til að halda bolta. Kolbeinn Sigþórsson er fyrir löngu orðinn framherji númer eitt hjá íslenska landsliðinu og er fastamaður í liðinu svo framarlega sem hann er heill. Frammistaða og spilatími Jóns Daða hefur komið meira á óvart enda er hann í samkeppni við stórstjörnur eins og Alfreð Finnbogason og Eið Smára Guðjohnsen Nú þegar Jón Daði er meiddur stendur valið að því virðist á milli Alfreðs og Eiðs Smára. Alfeð talaði um að hafa verið að senda Lars Lager- bäck smá skilaboð þegar hann varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn í átta ár til að skora í Meistaradeildinni. Hetja gríska liðsins Olympiacos á móti Arsenal á Emirates- leikvanginum minnti vel á sig á þessu Meistaradeildarkvöldi en Alfreð hefur aðeins fengið að spila í 32 mínútur samanlagt í þessari keppni og er því hungraður í sitt tækifæri. Eiður Smári Guðjohnsen átti frá- bæra endurkomu inn í liðið úti í Kasakstan í mars en hefur síðan aðeins fengið að spila í 26 mínútur í síðustu þremur leikjum. Eiður er engu að síður með meira en þrisvar sinnum fleiri mínútur en Alfreð í þessari undankeppni. Eiður opnaði markareikninginn sinn í Kína í síð- asta leik sínum fyrir landsliðshléið og er kominn í mun betra leikform eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki Shijiazhuang Ever Bright. Alfreð var síðast í byrjunarliði íslenska liðsins í keppnisleik í umspilsleikjunum á móti Króatíu en hann skoraði síðast þegar hann byrjaði síðast leik í riðlakeppni sem var á móti Slóvenum í júní 2013. Íslenska liðið hefur líka skorað tvisvar sinnum á þessum 32 mínútum sem Uppáhaldsparið er ekki í boði Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson geta ekki teflt fram aðalframherjapari sínu í dag þegar Íslands mætir Lettum í Laugardalnum í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2016. Lars Lagerbäck og Eiður Smári Guðjohnsen ræða hér málin fyrir eina æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Eiður Smári gerir tilkall til byrjunarliðssætis í leiknum í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Aron Einar fagnar hér sigri á Tékkum með fyrirliðabandið í hendinni. Hann verður ekki með í dag. FRéTTABLAðið/ERNiR Fyrirliðinn er íslenska liðinu afar mikilvægur Alfreð hefur spilað eða jafn mörg mörk og á mínútum með Eiði Smára. Það eru fleiri framherjar sem koma til greina, eins og Viðar Örn Kjartansson, eða þá að færa menn fram af miðjunni. Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað frammi í þessari undankeppni og Birkir Bjarnason hefur verið að skora fyrir sitt lið. Hér til hliðar má sjá hvernig útkoman hefur verið hjá þ e i m átt a m i s m u n a n d i f r a m h e r j a p ö r u m s e m Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa notað í undankeppninni til þessa en hér eru aðeins nefnd til leiks þau pör sem hafa spilað saman áður en það er komið út í u p p b ó t a r t í m a leikjanna. Leikur Íslands og L e t t l a n d s h e f s t klukkan 16.00 í dag á Laugardalsvelli og það er uppselt á leikinn eins og síðustu heimaleiki íslenska liðsins. ooj@frettabladid.is 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 l a u G a r d a G u r24 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.