Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 108
Bragi Halldórsson 169 „Hvað skyldi þetta nú vera,“ sagði Konráð og tók upp pappírsblað með tölustöfum og undarlegum táknum sem hann sá liggja á jörðinni. „Mér sýnist þetta vera stærðfræðiþraut,“ sagði Lísaloppa. „En þessi þarna þrjú tákn eru ekki tölustafir svo það getur nú varla verið,“ sagði Konráð. „Það er nú einmitt þrautin,“ sagði Lísaloppa. „Að finna út fyrir hvaða tölustafi þessi þrjú tákn standa, svo þessi fjögur dæmi gangi upp,“ bætti hún við. Getur þú reiknað út fyrir hvaða tölustafi táknin þrjú standa, svo dæmin gangi upp? Hvað ertu gömul, Embla Katrín, og í hvaða leikskóla ertu? Ég er fjögurra ára en alveg að verða fimm ára og er í leik­ skólanum Sólhlíð. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera í leikskólanum? Mér finnst skemmtilegast að vera úti að róla með bestu vin­ konu minni. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Þegar ég er ekki í leikskólanum finnst mér skemmtilegast að fara á kaffi­ hús eða í sund og fá svo pylsu á leiðinni heim. Ertu að æfa eitthvað? Ég er í ballett og þar er ég að æfa mig að dansa en svo er ég líka að æfa mig í að standa á höndum og fara í handahlaup á trampólíni. Hver eru uppáhaldsdýrin þín?  Kettlingar, hvolpar, ljóns­ ungar, fílsungar og selir eru allt uppáhaldsdýrin mín. Hefur þú farið til útlanda? Já, ég hef farið mjög mörgum sinnum til útlanda, Kúbu, Kan­ ada og Danmerkur. Mér finnst það mjög gaman af því að þar get ég verið úti á stuttbuxum og stuttermabol allan daginn, meira að segja allt kvöldið. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin fullorðin? Mig langar mest af öllu að vera flugkona þegar ég verð stór en þær stýra flugvél­ unum en stundum þurfa þær líka að gefa öllu fólkinu að borða. Skemmtilegast að fara á kaffihús eða í sund Embla Katrín Reynarsdóttir er alveg að verða fimm ára. Hún er í leikskólanum Sólhlíð og langar mest af öllu að verða flugkona þegar hún er orðin fullorðin. Embla Katrín Reynarsdóttir er hér máluð eins og refur en móðir hennar er förðunarfræðingur og málaði líka þetta fallega tré sem prýðir vegginn í herberginu hennar Emblu. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Umsóknarfrestur 2. nóvember Lýst er eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á rannis.is. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi fyrir kl. 17.00 mánudaginn 2. nóvember 2015. Nánari upplýsingar veita Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is, sími 515 5833. Æskulýðs- sjóður Brandarahornið Amma: Bjarni minn, góður drengur er aldrei óþægur við foreldra sína. Bjarni: Við hverja þá? Stína: Mamma, mamma, krakkarnir segja að ég sé með gæsahúð! Mamma: Hvað er athugavert við það? Stína: Fæ ég þá kannski fjaðrir? Kennarinn: Hvernig stendur á því, Nonni, að jörðin er flatari við pólana en annars staðar eins og sést á hnattlíkaninu? Nonni: Það veit ég ekki, ég hef ekki komið nálægt hnettinum og hann var líka svona í fyrra. Í hellum opnast leyndardómsfullur heimur undir yfirborði jarðar eða inni í fjöllum og klettum.  Engir tveir hellar eru eins, þeir eru alla vega í laginu, jafnvel með leynigöngum sem ekki er hægt að komast um nema skríða eða mjaka sér áfram. Sumir hellar hafa verið notaðir sem skjól í vondum veðrum, jafnvel sem bústaðir manna, og hellar koma við sögu í ótal ævintýrum. Ferðafélag barnanna stendur fyrir hellaleiðangri á föstudaginn, 16. október, frá klukkan 17 til 20. Þá verður Leiðarendi við Hafnarfjörð skoðaður, hann skartar djásnum eins og dropasteinum og hraun­ stráum. Ferðin er opin öllum og hentar krökkum frá sjö ára aldri sem ekki eru myrkfælnir. Hún kostar ekkert og ekki þarf að panta, bara mæta á bíl við Ferðafélag Íslands, Mörk­ inni 6, í tæka tíð. Hellasérfræðingur verður með í ferðinni.  Ævintýri í iðrum jarðar Þessi mynd er tekin í Þríhnúkagíg. Fréttablaðið/Vilhelm 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r52 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.