Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 34
  52    . # Br an de nb ur g Árlega deyja 52 einstaklingar úr ristilkrabbameini. Það má koma í veg fyrir það. Kauptu Bleiku slaufuna og hjálpaðu okkur að hefja skipulagða leit að ristilkrabbameini. Notkun slangurs og skilningur á því getur skipt sköpum í daglegum samskiptum. Ef maður notar úrelt slangur getur það gefið viðmælendum þá mynd af manni að maður fylgist ekki nógu vel með. Svo getur líka verið pínlegt að þurfa að spyrja þá sem maður talar við hvað tiltekin orð þýða. Fréttablaðið vill endilega hjálpa lesendum sínum að skilja sem flesta anga samfélagsins og fór blaðamaður á stúfana, ræddi við þá sem eru þekktir fyrir slangurnotkun og fékk útskýringar á ýmsum slanguryrðum. Eðli slangurs er þó þannig að það þróast hratt og stundum eru ærnar ástæður fyrir því að það er torskilið; almenningi er ekki ætlað að vita um hvað er verið að tala. Blaðamaður tók þá ákvörðun að vera frekar með meira en minna slangur í orðabókinni, sem þýðir að sumt slangrið er kannski úr sér gengið. Er þetta gert til þess að fanga frekar stærra mengi slangurnotkunar en minna og vonast blaðamaður til þess að þetta gæti verið fræðandi. Listinn er þó langt frá því að vera tæmandi og eflaust eru ekki allir sammála öllum skilgrein- ingunum; og finnst þeim kannski listinn ekki „on fleek“. Slangurorðabók Moiarinn, weisla, bae og fam Hvað þýðir allt slangrið? Ferskasta slangrið Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@365.is Sæll‘ettu/Sæl‘ettu = Sæll vertu Þetta er skemmtileg leið til að heilsa á skemmtilegan máta. Vissulega hefur þetta verið til nokkuð lengi, en getur virkað sem krydd í góðar samræður. Dæmi um notkun: „Sæll‘ettu, sjomli“ Moi = Ég Orðið „moi“ er svolítið notað um þessar mundir og ber sérstaklega mikið á því á Twitter. Ýmsar útgáfur af orðinu eru notaðar, t.d. „moiarinn“. Dæmi um notkun: „Nenni ekki að vakna, snooze á moi“. Fam, squad = Vinahópur Orðið „fam“ er notað yfir vinahópa, hvers eðlis sem þeir eru. Slangrið „Squadgoals“ er svo notað fyrir eitthvað sem ætti að verða markmið vinahópsins. Gjarnan er þetta notað sem „hashtag“ á Twitter og Insta­ gram, við skemmtilegar myndir. Dæmi um notkun: „Út að borða með fam“. Fössari = Föstudagur „Fössari“ er aðgengilegt slangur, það merkir einfaldlega föstudagur, eins og margir hafa væntanlega getið sér til um. Þeir sem nota „fössari“ eru yfirleitt léttir í lund og eru þakklátir fyrir föstudagana sína, enda helgi þá fram undan. Undanfarnar vikur hefur slangrið „föstari“ einnig rutt sér til rúms. Dæmi um notkun: „Gleðilegan fössara“ On fleek = Beint í mark Að eitthvað sé „on fleek“ merkir að eitt­ hvað hitti beint í mark, eitthvað gangi full­ komlega upp. Dæmi um notkun: „Flottar buxur… og þessir skór eru on fleek“. Bae = Sá sem maður elskar „Bae“ merkir víst Before Anyone Else og sá sem notar orðið um einhvern annan lýsir þannig yfir ást sinni og aðdáun. Dæmi um notkun: „Bae er best“ Sjomli/Sjomla = Gamli/Gamla Orðin „sjomli“ og „sjomla“ eru með „kombakk“ (já, við komum öðru slanguryrði að í útskýringunni). Orðin má nota á skemmtilegan máta yfir vini og vandamenn. Einnig eru til aðrar útgáfur af orðinu eins og „sjomleh“ og „sjomlah“, en þær virðast vera á undanhaldi. Dæmi um notkun: „Hvað er að frétta, sjomli?“ Weisla = Meistari Í raun þýðir „weisla“ ekki meistari, en er notað á sama hátt, þegar fólk heilsast. Hægt er að nota „weisla“ sem nafnorð, þegar maður hittir viðmæl­ anda sinn. Hægt er að velja hvort orðið byrjar á „v“ eða „w“. Hið síðara er lítilleg vísun í Vesturströnd Banda­ ríkjanna. Dæmi um notkun: „Hvað segirðu gott, weisla?“ Skúmur = Einhver sem er með allt á hreinu Orðið „skúmur“ er notað yfir þá sem eru með allt á hreinu. Að „fljúga eins og skúmur“ getur þýtt að vera á mikilli uppleið í lífinu. Dæmi um notkun: „Gaurinn var að fá stöðuhækkun í vinnunni. Nú flýgur hann eins og skúmur.“ Verður lit = Mikið fjör Þegar talað er um að eitthvað „verði lit“ (borið fram litt, eins og á ensku) þýðir það að mikið fjör verði. Dæmi um notkun: „Laugardalshöllin verður lit í kvöld, þegar tónleikarnir fara fram.“ 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.