Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 53
Fjölbreytt og spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi þar sem frumkvæði fær notið sín Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Samgöngustofu, www.samgongustofa.is Jákvæðir dugnaðarforkar óskast Samgöngustofa ı Ármúli 2 ı 108 Reykjavík ı Sími 480 6000 � � �� � �� � � �� �� �� �� � � �� � � � Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála með um 140 starfsmenn. Stofnuninni er ætlað að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Samgöngustofa annast eftirlit er varðar flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. SÉRFRÆÐINGUR Í ÖRYGGIS- OG FRÆÐSLUDEILD Samgöngustofa leitar að sérfræðingi í öryggis– og fræðsludeild á samhæfingarsvið stofnunarinnar. Viðkomandi mun koma að þróun öryggisstjórnunarkerfa hjá Samgöngustofu og taka þátt í greiningu og úrvinnslu atvika og ýmissa upplýsinga tengdum samgöngum. Starfið felst einnig í þátttöku í verkefnum á öryggisáætlunum Íslands í samgöngumálum, þ.e. áætlun um öryggi sjófarenda, flugöryggis- áætlun og umferðaröryggisáætlun. Hluti starfsins felst í gerð fræðslu- og kynningarefnis á sviði öryggismála samgangna og viðkomandi mun taka þátt í þróun laga og reglugerða er snúa að öryggismálum. Að auki felst í starfinu þátttaka í gæðastarfi. Starfshlutfall er 100%. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Kostur er ef umsækjandi hefur reynslu eða þekkingu af öryggisstjórnun. • Kostur er ef umsækjandi hefur þekkingu og reynslu í úrvinnslu tölfræðilegra gagna. • Reynsla og þekking á gæðastjórnun er kostur. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti ásamt mikilli hæfni í mannlegum samskiptum. • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði. • Leitað er að jákvæðum og samviskusömum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Umsóknarfrestur er til 26. október 2015 Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu. EFTIRLITSMAÐUR Á VERNDARDEILD Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í verndardeild á mannvirkja- og leiðsögusvið stofnunarinnar, aðallega á sviði flugverndar en einnig í aðstoð við eftirlit á sviði siglingaverndar. Starfið felst einkum í undirbúningi eftirlits, vettvangsheimsóknum, úttektum, prófunum og skoðunum á framkvæmd flugverndar/siglinga- verndar. Starfið felst einnig í innleiðingu nýrra krafna og uppfærslu handbóka stofnunarinnar á sviði flugverndar. Leitað er að starfsmanni sem á auðvelt með að setja sig inn í reglur og nýjar aðstæður og er tilbúinn að vinna í öguðu umhverfi. Viðkomandi þarf að undirgangast og standast öryggisvottun sbr. reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála nr. 959/2012. Starfshlutfall er 100%. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólanám sem nýtist í starfi eða sambærileg menntun. Einnig kemur til greina að ráða einstakling með haldgóða reynslu sem nýtist í starfi. • Þekking á flugvernd/siglingavernd er kostur. • Reynsla af eftirlitsstörfum. • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga. • Mjög gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli nauðsynlegt. • Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð og sjálfstæði í starfi. • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 26. október 2015 Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu. EFTIRLITSMAÐUR Í FLUGLEIÐSÖGUDEILD Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í flugleiðsögudeild á mannvirkja- og leiðsögusvið stofnunarinnar. Starfið felst í vottun og eftirliti með fyrirtækjum með starfsleyfi til flugleiðsöguþjónustu. Til flugleiðsögu teljast flugumferðar-, fjarskipta-, leiðsögu-, og kögunarþjónusta, veðurþjónusta fyrir flug og upplýsingaþjónusta flugmála. Í starfinu felst framkvæmd úttekta og mat á breytingum í starfseminni, einkum að því er varðar fjarskipta-, leiðsögu- og kögunarþjónustu. Í starfinu getur einnig falist sérfræðivinna í mála- flokknum. Leitað er að einstaklingi með góða samskiptahæfni og örugga og þægilega framkomu. Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, sjálfstæði og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og agaður í verkum sínum og geta unnið undir miklu álagi. Starfshlutfall er 100%. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. BS próf í verk- eða tæknifræði. • Þekking á gæðakerfum og reynsla á því sviði er kostur. • Þekking á öryggisstjórnunarkerfum (SMS) er kostur. • Reynsla af tæknimálum tengdum flugi er kostur. • Þekking á íslenskum og alþjóðlegum kröfum í flugleiðsögu er kostur. • Mjög góð tök á íslensku og ensku er skilyrði sem og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga. Umsóknarfrestur er til 26. október 2015 Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.