Fréttablaðið - 10.10.2015, Side 12
NÁMSKEIÐ
Fyrirtæki í
ferðaþjónustu
fara í vaskinn
Í janúar 2016 fara öll fyrirtæki í ferðaþjónustu
í virðisaukaskatt og því þarf að huga að þeim
ráðstöfunum sem gera þarf bæði í bókhaldi
og vegna gjaldskrárbreytinga.
KPMG heldur námskeið um
virðisaukaskatt í ferðaþjónustu þar
sem virðisaukaskattsumhverfið verður
kynnt og þær breytingar sem upptaka
virðisaukaskatts mun hafa á fyrirtæki
í ferðaþjónustu.
Skráning og frekari
upplýsingar á kpmg.is
STAÐUR
Borgarnes
Akranes
Reykjanesbær
Stykkishólmur
Akureyri
Selfoss
Sauðárkrókur
Egilsstaðir
Höfn í Hornafirði
Vestmannaeyjar
DAGUR
14.10
16.10
19.10
21.10
27.10
28.10
29.10
02.11
04.11
06.11
STUND
14-17
09-12
09-12
13-16
09-12 /14-17
13-16
13-16
13-16
13-16
09-12
Námskeið vítt og breitt um
landið í október og nóvember
norðurlöndin
1
2
3
viðskipti Arion banki hafði áhyggj-
ur af því að of mikið framboð hluta-
fjár í Símanum við skráningu félags-
ins á markað gæti haft í för með sér
að minna fengist fyrir hlutaféð. Þá
gæti sala alls hlutafjárins komið í
veg fyrir góðan markað eftir skrán-
ingu. Þetta kemur fram í svari bank-
ans við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Fimmföld umframeftirspurn var
við sölu Arion banka á 21 prósents
hlut í Símanum. Eignarhluturinn
var seldur á 6,7 milljarða króna eða
3,33 krónur á hlut að meðaltali en
alls bárust boð frá tæplega fimm
þúsund fjárfestum fyrir samtals 33
milljarða króna.
Arion banki seldi samtals tíu
prósenta hlut í Símanum til fjár-
festa, stjórnenda hans, stórra við-
skiptavina í einkabankaþjónustu
hjá Arion banka og sjóðum í rekstri
Stefnis, dótturfélags Arion banka,
nokkrum vikum áður en almenn-
ingi var boðið að kaupa í Símanum.
Verðmæti eignarhlutar þeirra sem
fengu að kaupa fyrirfram hefur
hækkað um 720 milljónir króna.
Arion banki segir að ekki hafi
legið fyrir fyrirfram hvert útboðs-
gengið yrði frekar en í fyrri útboðum
bankans.
„Í þeim hefur eftirspurn verið
misjöfn og niðurstaðan hvað hluta-
bréfaverð varðar verið allt frá neðri
hluta verðbils til efri marka. Eins og
gefur að skilja þá lá ekki fyrir hver
niðurstaða útboðsins yrði, hvorki
hvað varðar eftirspurn né hluta-
bréfaverð, á þeim tímapunkti sem
þessi viðskipti fóru fram.“
Salan fyrir útboðið fór fram í
tvennu lagi. Í ágúst keypti hópur
sem settur var saman að frumkvæði
Orra Haukssonar, forstjóra Símans,
hlutabréf á þriðjungi lægra verði
en fékkst í hlutafjárútboðinu, eða
á 2,5 krónur á hlut, og hefur virði
þess hlutafjárins því hækkað um
440 milljónir króna. Orri eignaðist
sjálfur 0,4 prósenta hlut í félaginu í
viðskiptunum. Fjárfestarnir mega
hins vegar ekki selja eignarhlut sinn
fyrr en í mars árið 2017.
Þá var fimm prósenta eignar-
hlutur seldur stórum viðskiptavin-
um í einkabankaþjónustu sem og
sjóðum í rekstri Stefnis, dótturfélags
Arion banka, á 2,8 krónur á hlut og
hefur eignarhluturinn því hækkað
um 280 milljónir króna í virði.
Bankinn bendir á að hluturinn
til viðskiptavina hafi verið seldur
innan verðbils útboðsins sem hafi
verið 2,7-3,1 króna á hlut. Þá séu
söluhömlur á og því hafi verið eðli-
legt að verðið væri í lægri enda
verðbilsins þar sem meiri áhætta sé
fólgin í því að kaupa hlutabréf með
söluhömlum. Einnig sé óvissa sé um
hvert hlutabréfaverðið verði þegar
söluhömlunum verði aflétt.
ingvar@frettabladid.is
Arion óttaðist
lægra verð yrði
allt selt í einu
Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignar
hlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur
seldur í einu lagi. Virði eignarhlutar þeirra sem fengu
að kaupa í Símanum á lægra verði en almenningi
bauðst hefur hækkað um 720 milljónir króna.
Síminn í heild sinni var metinn á 32 milljarða króna eftir útboðið.
Bankamenn dæmdir til
bótagreiðslu
1 dAnMörk Þrír háttsettir starfs-menn bankans Capinordic Bank
í Danmörku hafa verið dæmdir til
að greiða 90 milljónir danskra króna,
eða um 1,7 milljarða íslenskra króna,
vegna taps bankans. Hlutafélagið
Finansiel Stabilitet, sem er í eigu
danska ríkisins og var stofnað 2008 til
að tryggja fjármálaöryggi í Danmörku,
hafði krafist 400 milljóna danskra
króna í bætur. Yfirmenn bankans vísa
því á bug að þeir hafi verið kærulausir.
Útbúa tjaldbúðir fyrir
flóttamenn
2 svÍÞJÓð Flóttamenn sem koma til Svíþjóðar gætu þurft
að hafast við í tjaldbúðum. Frá
þessu greindi forsætisráðherra Sví-
þjóðar, Stefan Löfven, á fundi með
fréttamönnum í gær. Hann sagði
neyðarástand blasa við. Undanfarna
sjö daga hefðu 8.889 flóttamenn
komið til Svíþjóðar. Í september
komu 24 þúsund flóttamenn til
landsins. Í gær komu 20 kvótaflótta-
menn til Svíþjóðar.
Aldraðir í
mótmælagöngu
3 FinnlAnd Um 700 eldri borgarar í Finnlandi efndu til
mótmæla í Helsinki á fimmtu-
daginn gegn áætlunum stjórnvalda
um niðurskurð. Áætlað er að lækka
húsnæðisbætur og hætta að vísi-
tölutengja lífeyri og aðrar greiðslur
til eldri borgara. Þeir benda á að
hækkun lyfjakostnaðar komi allra
verst niður á þeim eldri borgurum
sem búa við verstu kjörin.
32%
prósenta hækkun hefur
orðið á hlutabréfum fjár-
festa sem keyptu í Símanum
í ágúst fyrir tilstuðlan Orra
Haukssonar, forstjóra
Símans.
1 0 . o k t Ó b e r 2 0 1 5 l A u G A r d A G u r12 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð