Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 25
Handbolti Stelpurnar okkar í
íslenska handboltalandsliðinu mæta
Þýskalandi í öðrum leik liðsins í
undankeppni EM 2017, en sá fyrsti
tapaðist gegn firnasterku liði Frakk-
lands á fimmtudagskvöldið. Þjóð-
verjar eru með sterkt lið sem er vant
því að vera á stórmótum.
Íslenska liðið átti fá svör við
frammistöðu franska liðsins en stelp-
urnar og Ágúst Jóhannsson voru ekki
sátt við sína eigin frammistöðu.
„Við þurfum að laga sóknarleik-
inn, númer eitt, tvö og þrjú. Við
náðum ekki miklu flæði á boltann,
létum brjóta á okkur of mikið og
spiluðum illa út úr taktík,“ segir
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari
Íslands, en Fréttablaðið heyrði í
honum skömmu eftir að landsliðið
lenti í Keflavík í gær.
„Við erum bara í vandræðum með
að skora mörk utan af velli. Við erum
ekki að skora yfir 20 mörk og þá er
erfitt að vinna landsleiki í handbolta.
Við reynum að finna lausnir á þessu
á myndbandsfundi í kvöld og um
helgina.“
Frakkland skoraði 27 mörk á móti
Íslandi þrátt fyrir að varnarleikurinn
væri á köflum góður. Markvarslan
var ekki góð hjá íslenska liðinu enda
var aðalmarkvörðurinn, Florentina
Stanciu, veikur.
„Í heildina var varnarleikurinn
fínn, en við verðum að fá meiri mark-
vörslu. Flora er búin að vera veik og
var í vandræðum með að vera tilbúin
í leikinn og munar nú um minna.
Varnarleikurinn var eitthvað til að
byggja á, en það er sóknarleikurinn
sem við þurfum að laga,“ segir Ágúst.
Þýska liðið komst í milliriðla á
EM í fyrra en vann ekki marga leiki.
Það sýndi þó styrk sinn þegar það
gerði jafntefli við Frakkland.
„Þetta er bara hörkulið. Þýsku
stelpurnar eru mjög hávaxnar og
líkamlega sterkar. Þær eru kannski
ekki jafn hraðar og þær frönsku og
ekki jafn góðar maður á mann en
það verður erfitt að mæta þeim. Við
þurfum að spila fast á móti þeim,“
segir Ágúst sem vonast til að heima-
völlurinn geti hjálpað til.
„Þýska liðið er í mikilli rútínu
og er alltaf á stórmótunum. Þetta
verður einfaldlega gríðarlega erfitt
verkefni en við erum á heimavelli.
Við þurfum að byggja sterkan
heimavöll og til þess þurfum við
að fá fólk á völlinn. Það eru allir
leikmennirnir meðvitaðir um að
við verðum að spila betur og ég
hef trú á því enda voru stelpurnar
óánægðar með eigin frammistöðu
gegn Frakklandi. Við þurfum að
eiga algjöran klassaleik til að ná
góðum úrslitum á móti Þýska-
landi,“ segir Ágúst.
Ágúst stýrir Víkingi í Olís-deild
karla og þjálfar kvennalandsliðið
samhliða því. Hann segir þetta fara
vel saman og hann einbeitir sér
alfarið að kvennaliðinu núna. Þetta
sé ekkert lýjandi.
„Alls ekki. Ég er með frábær-
an aðstoðarþjálfara í Gunnari
Gunnars syni hjá Víkingi sem sér
alfarið um liðið. Ég er ekkert að pæla
í Víkingi akkúrat núna. Ég er með
fullan fókus á stelpunum og Gunnar
sér um Víkingsliðið á meðan,“ segir
Ágúst Þór Jóhannsson. – tom
FJARÐABYGGÐ
fjardabyggd.is
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Norðfjörður
Ljósleiðaravæðing
Fjarðabyggðar
Sveitarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt að
sér lagningu og/eða rekstur ljósleiðaranets í
Fjarðabyggð á komandi þremur árum.
eftirfarandi markmið:
• Kerfið sé svokallað FTTH kerfi þar sem notandinn er tengdur
á ljósleiðara við eina af dreistöðvum kersins.
• Gert skal ráð fyrir tengingum inn á öll heimili auk tengimöguleika
fyrir fyrirtæki, stofnanir og sumarhús.
• Þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á
ljósleiðarakernu gegn heildsölugjaldi.
• Kerfið verði byggt upp frá upphafi með heildarlausn til framtíðar
að leiðarljósi.
• Lagning kersins verði unnin í einum áfanga.
Verklok áætluð fyrir lok 2018.
greindum forsendum, að tilkynna um það til Bæjarskrifstofu
þann 30. október 2015.
Jafnframt er skorað á aðila sem innan þriggja ára hyggjast, á eigin
forsendum, ráðast í lagningu og/eða rekstur ljósleiðaranets í
sveitarfélaginu, að tilkynna um það til skrifstofu sveitarstjórnar
innan sömu tímamarka og leggja fyrir sveitarstjórn skriega áætlun
um slíkt verkefni.
Ennfremur er skorað á aðila sem innan þriggja ára hyggjast ráðast í
jarðvinnuframkvæmdir í sveitarfélaginu, sem haft gætu sam-
legðaráhrif með lagningu ljósleiðara á vegum sveitarfélagsins, að
tilkynna um það til skrifstofu sveitarstjórnar innan sömu tímamarka.
Áhugakönnun þessi er ekki skuldbindandi, hvorki fyrir
Fjarðabyggð né þá sem sýna verkefninu áhuga.
Fótbolti Kolbeinn Sigþórsson
verður með fyrirliðabandið þegar
Ísland tekur á móti Lettlandi á
Laugardalsvellinum klukkan 16.00
í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem
Kolbeinn leiðir íslenska liðið út á
völlinn í alvöruleik en Aron Einar
hefur farið fyrir sínum mönnum
í síðustu sextán leikjum íslenska
liðsins í undankeppnum HM og EM.
Íslenska liðið tryggði sér sæti á
EM með jafntefli á móti Kasakstan
í síðasta leik en er enn í baraátt-
unni við Tékkland um sigurinn í
riðlinum. „Í raun hefur þessi vika
ekkert verið öðruvísi. Við reynum
að nálgast þessa leiki eins og við
höfum gert fyrir hvern einasta leik.
Við förum í hvern einasta leik til að
vinna hann og reynum að halda ein-
beitingu eins og fyrir alla aðra leiki,“
sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaða-
mannafundi í gær.
Kolbeinn segir íslensku strákana
staðráðna í að halda fótunum á
bensíngjöfinni og viðhalda góðu
Fólkið á skilið að fá
góðan leik frá okkur
Þurfum að laga sóknina
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er komin í stórt hlutverk í íslenska
landsliðinu. Fréttablaðið/Ernir
Kolbeinn Sigþórsson hefur
borið fyrirliðabandið áður
en í dag leiðir hann íslenska
landsliðið út á völl í fyrsta
sinn í mótsleik.
Fréttablaðið/aFP
Kolbeinn Sigþórsson mun bera fyrirliðabandið í dag í forföllum Arons Einars
Gunnarssonar en hann segir strákana enn eiga eftir að ná fleiri markmiðum.
Aron er okkar fyrirliði og
því miður er hann ekki
með í þessum leik. Það er
gaman fyrir mig að vera
fyrirliði í þessum síðasta leik
fyrir framan þjóðina og við
ætlum bara að klára þetta
almennilega.
gengi íslenska liðsins í undan-
keppninni. „Við erum komnir á
EM en við viljum ná öðrum mark-
miðum. Ég held að það viti allir
hvaða markmið það eru en það er
að ná þriðja styrkleikaflokki,“ sagði
Kolbeinn og er þá að vísa til þess
þegar dregið verður í riðla í úrslita-
keppninni í Frakklandi.
Íslenski framherjinn sér þennan
leik einnig sem upphafið að undir-
búningi liðsins fyrir Evrópumótið
sem hefst eftir aðeins átta mánuði.
„Við þurfum líka að undirbúa okkur
fyrir Evrópukeppnina og reyna að
bæta okkur sem lið. Við þurfum að
halda einbeitingunni og nýta hvern
einasta leik til að bæta okkar leik,“
sagði Kolbeinn.
Hann hefur ekki þurft að breyta
miklu hjá sér þótt hann sé orðinn
fyrirliði. „Hvort ég sé fyrirliðinn eða
Aron skiptir ekki máli. Aron er okkar
fyrirliði og því miður er hann ekki
með í þessum leik. Það er gaman fyrir
mig að vera fyrirliði í þessum síðasta
leik fyrir framan þjóðina og við
ætlum bara að klára þetta almenni-
lega. Stuðningsmennirnir eiga góðan
leik skilinn núna og við viljum enda
þetta vel hérna heima,“ sagði Kol-
beinn að lokum. – óój
s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 25l a U G a r d a G U r 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5