Fréttablaðið - 10.10.2015, Síða 30

Fréttablaðið - 10.10.2015, Síða 30
Andlega ofbeldið var verst, það líkam-lega greri yfirleitt fljótt en hitt sat eftir og tók miklu lengri tíma að jafna sig á,“ segir Antoine Hrannar Fons sem var beittur grófu andlegu og líkam- legu ofbeldi af fyrrverandi sam- býlismanni sínum. Ofbeldið átti sér ýmsar hliðar og var misgróft. „Ég hélt að þetta væri eitthvað sem myndi aldrei koma fyrir mig,“ segir hann. Antoine var á síðasta ári í BA- námi í leiklistarskóla í London þegar hann kynntist fyrrverandi sambýlismanni sínum. Það var árið 2008 og þeir kynntust á samskipta- síðunni Myspace sem var vinsæl á þeim tíma. Antoine segist hafa kol- fallið strax fyrir manninum. „Við byrjuðum að tala saman og klikk- uðum bara strax. Þarna var bara prinsinn á hvíta hestinum mættur. Allt sem hann sagði passaði svo vel við mig, hann einhvern veginn speglaði mig.“ Þeir hittust svo þegar Antoine kom til Íslands aftur. „Við duttum eiginlega bara beint í samband. Þetta var fyrsta sambandið mitt með strák og ég vissi í raun ekkert hvað væri eðlilegt í þessu og hvað ekki.“ Þegar hann hugsar til baka segist hann sjá mörg viðvörunar- merki strax í upphafi sambandsins en hann var blindaður af ást og sá þau ekki á þeim tíma. Var varaður við „Fyrstu sex mánuðina var hann þessi draumaprins og það var allt frábært. Hann byrjaði samt strax að segja mér frá hinum og þessum fyrrverandi vinum og kunningjum sínum sem voru geðveikir og ég ætti að passa mig á. Eftir á sé ég auðvitað að hann var að undirbúa það ef ein- hver myndi reyna að vara mig við honum.“ Hann hafði rétt fyrir sér. „Fólk var að koma upp að mér og biðja mig að passa mig á honum, ráðleggja mér að fara. Þá var ég kominn með þann stimpil að þau væru geðveik því hann hafði sagt mér það. Og síðan gerðist það nákvæmlega sama eftir að við hættum saman, hann fór að segja við fólk að ég væri geðveikur. En á þess- um tíma sá ég ekkert nema hann.“ Ástin var mikil milli þeirra. „Hann byrjaði strax að nota orðin „þú ert minn“, „ég á þig“, og ýmislegt í þess- um dúr. Hann var alltaf að segja að ég væri svo fallegur, ég væri stjarnan í lífi hans og við ætluðum að verða gamlir saman. Ég gleypti við þessu öllu, en svo eins og með auglýsingar þá var þetta of gott til að vera satt.“ Sleppti eigin útskrift Eftir um hálfs árs samband fór hegð- un kærastans að breytast. „Ég var á leið til London í eigin útskrift og hann var kominn sjálfur út þangað sem hann var í námi. Þá gaf hann mér þá kosti að ef ég kæmi ekki núna þá væri engin framtíð í þessu. Það munaði fjórum dögum. Ég beil- aði á útskriftinni, mamma og systir mín voru á leiðinni í útskriftina. En ég sleppti henni og fór til hans. Ég vildi ekki missa hann og hélt að þetta væri bara eðlilegt í sambandi,“ segir hann og hristir höfuðið yfir sjálfum sér. Antoine flutti til kærastans í New York. „Hann var í skólanum frá 9-5 á daginn. Ég mátti ekki fá bílinn hans þannig að ég bara beið heima eftir honum á daginn.“ Á þessum tíma var sambandið farið að breytast og hann segir kær- astann hafa verið byrjaðan að beita hann miklu andlegu ofbeldi. Það hafi hins vegar gerst mjög lúmskt og hann áttaði sig ekki á því sjálfur fyrr en síðar. Þarna var hann upp á kærastann kominn, var í hans íbúð, fékk ekki lykla að íbúðinni og var háður honum að mörgu leyti. „Með svona fólk þá einhvern veginn Antoine Hrannar Fons var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta. Hann kærði manninn nokkrum sinnum en segir lögreglu hafa tekið léttvægt á málum og að ofbeldið verið frekar stimplað sem slagsmál milli tveggja stráka en sem heimilisofbeldi. Andlega ofbeldið verra en það líkamlega Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Fréttablaðið/anton brink sogast maður inn, hann vissi alveg hvað hann var að gera. Undirbjó þetta vel. Ég hef alltaf verið sterkur og hefði aldrei getað ímyndað mér að ég myndi enda í svona sambandi eða láta koma svona illa fram við mig. Þegar maður er á þessum stað þá sér maður það ekki.“ reif vegabréfið Hann segir ofbeldið hafa hafist fyrir alvöru þarna úti. „Við vorum kannski á einhverjum skemmti- stöðum og hann var allt í einu með einhverjum strák. Og ég gat ekkert gert, gat ekkert farið. Hann sagði alltaf „ef þú ert með einhverja stæla þá geturðu bara farið“, en það var mjög erfitt fyrir mig því ég var fastur þarna.“ Í eitt skiptið voru þeir staddir á Manhattan, en þeir bjuggu á Long Island, og gistu því á hóteli þar sem Antoine var á leið til Íslands daginn eftir. „Ég kom að honum með ein- hverjum strák á skemmtistað, ég ákvað að fara en hann hljóp á eftir mér. Á þessum tíma þurfti maður alltaf að vera með vegabréf á sér til þess að komast inn á staði. Hann kom á eftir mér, hrifsaði vegabréfið úr rassvasanum á mér og reif það í tætlur. Sagði svo „gangi þér vel“ og fór aftur inn á staðinn.“ Antoine fór þá upp á hótelher- bergið sem þeir höfðu leigt sér. „Hann kom þangað mjög fullur, sparkaði í magann á mér og haus- inn á mér dúndraðist utan í baðker. Ég beið eftir að hann myndi deyja brennivínsdauða og labba út. Ég færði bílinn hans því ég vissi að hann myndi koma á eftir mér og ég færði bílinn í næstu götu. Þá kom saga um að ég hefði rænt bílnum hans en ég færði hann bara því ég vissi að annars myndi hann elta mig daginn eftir.“ 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r30 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.