Fréttablaðið - 10.10.2015, Side 38
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is s. 512-5434 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson.
André segist ekki myndu af-þakka ef hann yrði beðinn að spila fyrir gesti á jóla-
hlaðborði fyrir jólin. „Það verð-
ur samt að leyfa hinum yngri að
komast að,“ segir hann. André
er á fullu ásamt Bjarna Þór Sig-
urðssyni að undirbúa jólahá-
tíð fatlaðra en á undanförn-
um árum hafa um 1.600 manns
mætt. „Það hefur verið svo frá-
bært að sjá gleðina og ánægj-
una skína úr augum þessa hóps.
Þess vegna hef ég verið með
þessa hátíð í 32 ár. Ég stóð allt-
af einn í þessu en undirbúning-
urinn krefst mikillar vinnu. Það
er því svakalegur léttir fyrir mig
að fá Bjarna. Jólahátíðin verður
á Hilton-hótelinu þann 10. des-
ember en þetta er í tíunda sinn
sem við erum þar. Hilton á heið-
ur skilið fyrir að lána okkur sal-
inn endurgjaldslaust, en þetta er
allt gert í sjálfboðavinnu. Vífilfell
hefur gefið gos, Nói Síríus legg-
ur til jólapoka og Ásgeir Ólafs-
son hefur gefið Prince Polo. Allir
listamenn gefa vinnu sína, öðru-
vísi væri þetta ekki hægt,“ segir
André sem sjálfur hefur staðið
sig með afbrigðum vel að halda
þessa tónleika árlega.
André segir að Laddi sé allt-
af mjög vinsæll hjá gestunum.
„Hann er búinn að koma fram
með okkur í 25 ár í hinum ýmsu
gervum. Eitt árið hringdi Laddi
í mig á síðustu stundu og sagð-
ist ekki komast vegna anna í leik-
húsinu. Ég var alveg miður mín
þangað til Laddi sagði í rólegum
tón: „En Eiríkur Fjalar mætir.“
Þar náði hann mér.“
Gestir á jólahátíðinni eru frá
10 ára og upp úr. André segir að
þeir komi frá Akranesi, Reykja-
nesbæ, Selfossi og víðar auk
höfuð borgarsvæðisins. „Þetta er
stærsti dagurinn hjá ferðaþjón-
ustu fatlaðra,“ bætir hann við.
André segist ekki mikið vera
að spila þessa dagana. „Það var
geggjað að gera á jólaböllun-
um hér áður fyrr. Stundum voru
þrjú böll á dag. Mér finnst eins
og þeim hafi fækkað eða þau hafi
breyst á undanförnum árum.
Stærstu jólaböllin voru oft haldin
á lagernum hjá Vífilfelli. Við Ellý
heitin Vilhjálms, sem söng lengi
með mér, skemmtum okkur allt-
af vel á þessum böllum. Svo er ég
alltaf fyrir utan hjá Gilbert úrsmið
á Laugaveginum á Þorláksmessu.
Þar skapa ég jólastemningu í
hvernig veðri sem er,“ segir André
sem keyrir strætó þess utan og
er stuðningsfulltrúi nemanda í
Tækniskólanum. „Það er meiri-
háttar skemmtilegt starf, maður
er alltaf að læra eitthvað nýtt.“
Hefur haldið jólahátíð fatlaðra í 32 ár
André Bachmann hefur áratuga reynslu af skemmtunum í jólamánuðinum. Hann lék fyrir gesti á Naustinu í gamla daga, Hótel Borg,
Hótel Sögu og fleiri stöðum. Einnig var hann vinsæll á jólaböllum. Nú heldur hann jólaball fyrir fötluð börn.
André Bachmann tekur á móti sextán hundruð manns á jólahátíð fatlaðra á Hilton.
Velkomin á
í hjarta Reykjavíkur
stórglæsilegt
jólahlaðborð
Bókaðu strax í síma
552 3030
föstudagur 20.
laugardagur 21.
föstudagur 27.
laugardagur 28.
föstudagur 4.
laugardagur 5.
föstudagur 11.
laugardagur 12.
Desember
Nóvember
Matti Matt og Pétur Örn
verða jólagestir á Restaurant Reykjavík á
aðventunni. Þeir munu laða fram einstaka
stemningu með ljúfum tónum og glæða húsið
notalegheitum og skemmtilegum hátíðaranda.
RR-jól-255x200.indd 1 7.10.2015 16:02
Kynning − AuglýsingJólahlaðborð 10. októBer 2015 LAUGArDAGUr2