Fréttablaðið - 10.10.2015, Side 38

Fréttablaðið - 10.10.2015, Side 38
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is s. 512-5434 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. André segist ekki myndu af-þakka ef hann yrði beðinn að spila fyrir gesti á jóla- hlaðborði fyrir jólin. „Það verð- ur samt að leyfa hinum yngri að komast að,“ segir hann. André er á fullu ásamt Bjarna Þór Sig- urðssyni að undirbúa jólahá- tíð fatlaðra en á undanförn- um árum hafa um 1.600 manns mætt. „Það hefur verið svo frá- bært að sjá gleðina og ánægj- una skína úr augum þessa hóps. Þess vegna hef ég verið með þessa hátíð í 32 ár. Ég stóð allt- af einn í þessu en undirbúning- urinn krefst mikillar vinnu. Það er því svakalegur léttir fyrir mig að fá Bjarna. Jólahátíðin verður á Hilton-hótelinu þann 10. des- ember en þetta er í tíunda sinn sem við erum þar. Hilton á heið- ur skilið fyrir að lána okkur sal- inn endurgjaldslaust, en þetta er allt gert í sjálfboðavinnu. Vífilfell hefur gefið gos, Nói Síríus legg- ur til jólapoka og Ásgeir Ólafs- son hefur gefið Prince Polo. Allir listamenn gefa vinnu sína, öðru- vísi væri þetta ekki hægt,“ segir André sem sjálfur hefur staðið sig með afbrigðum vel að halda þessa tónleika árlega. André segir að Laddi sé allt- af mjög vinsæll hjá gestunum. „Hann er búinn að koma fram með okkur í 25 ár í hinum ýmsu gervum. Eitt árið hringdi Laddi í mig á síðustu stundu og sagð- ist ekki komast vegna anna í leik- húsinu. Ég var alveg miður mín þangað til Laddi sagði í rólegum tón: „En Eiríkur Fjalar mætir.“ Þar náði hann mér.“ Gestir á jólahátíðinni eru frá 10 ára og upp úr. André segir að þeir komi frá Akranesi, Reykja- nesbæ, Selfossi og víðar auk höfuð borgarsvæðisins. „Þetta er stærsti dagurinn hjá ferðaþjón- ustu fatlaðra,“ bætir hann við. André segist ekki mikið vera að spila þessa dagana. „Það var geggjað að gera á jólaböllun- um hér áður fyrr. Stundum voru þrjú böll á dag. Mér finnst eins og þeim hafi fækkað eða þau hafi breyst á undanförnum árum. Stærstu jólaböllin voru oft haldin á lagernum hjá Vífilfelli. Við Ellý heitin Vilhjálms, sem söng lengi með mér, skemmtum okkur allt- af vel á þessum böllum. Svo er ég alltaf fyrir utan hjá Gilbert úrsmið á Laugaveginum á Þorláksmessu. Þar skapa ég jólastemningu í hvernig veðri sem er,“ segir André sem keyrir strætó þess utan og er stuðningsfulltrúi nemanda í Tækniskólanum. „Það er meiri- háttar skemmtilegt starf, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ Hefur haldið jólahátíð fatlaðra í 32 ár André Bachmann hefur áratuga reynslu af skemmtunum í jólamánuðinum. Hann lék fyrir gesti á Naustinu í gamla daga, Hótel Borg, Hótel Sögu og fleiri stöðum. Einnig var hann vinsæll á jólaböllum. Nú heldur hann jólaball fyrir fötluð börn. André Bachmann tekur á móti sextán hundruð manns á jólahátíð fatlaðra á Hilton. Velkomin á í hjarta Reykjavíkur stórglæsilegt jólahlaðborð Bókaðu strax í síma 552 3030 föstudagur 20. laugardagur 21. föstudagur 27. laugardagur 28. föstudagur 4. laugardagur 5. föstudagur 11. laugardagur 12. Desember Nóvember Matti Matt og Pétur Örn verða jólagestir á Restaurant Reykjavík á aðventunni. Þeir munu laða fram einstaka stemningu með ljúfum tónum og glæða húsið notalegheitum og skemmtilegum hátíðaranda. RR-jól-255x200.indd 1 7.10.2015 16:02 Kynning − AuglýsingJólahlaðborð 10. októBer 2015 LAUGArDAGUr2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.