Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 48

Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 48
Fólk| helgin Það verður nóg um að vera hjá Braga Valdimari Skúlasyni tón-listarmanni um helgina sem endranær. Hann hyggur á plötuútgáfu á næstunni en hann fer helst út að dansa þar sem enginn sér hann um helgar. hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Fyrst þú nefnir það, þá væri ég þokkfokkalega til í Trix. hver er yfirleitt helgarmorgunmatur- inn? Botnmylsna úr þeim flögupakka sem ég næ að klófesta, áður en það verður um seinan. Þegar þú ferð út að skemmta þér, hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Reyna að finna leiðina heim. Sefur þú út um helgar? Og missa af Dóru og Svampi Sveinssyni? Og hvolpa- sveitinni?! Aldrei. Uppáhaldshelgarmaturinn? Hver sá sem útbúinn er af yfirvegun og útsjónar- semi, en ekki í blóðsjóðandi panikki. hvar er best að borða hann? Á einum stað. Vakir þú fram eftir? Já. Svefn er stærsta svindl mannkynssögunnar. ef þú ferð út að dansa, hvert ferðu þá? Á Korputorg. Þar sér mig enginn. hvernig er draumahelgin? Tjah. Draumalandhelgin er allavega rétt tæpar 216 sjómílur. Eða 400 km. Þetta mílnakjaftæði er bara rugl. ef þú ert næturhrafn, færðu þér eitt- hvað í gogginn á kvöldin? hvað þá? Ég stari dá- góða stund inn í ísskápinn. Það sem hreyfir sig er étið. ertu með nammi- dag? hvaða nammi færðu þér? Allir dagar eru nammidagar og öll sykurleðja er jafn rétthá í mínum huga. En ég hef takmarkaða þolinmæði fyrir snakki. hvar er best að eyða laugardagseftir- miðdegi? Fjarri fótboltum. Með hverjum er best að hanga um helgar? Örugglega moldríka, kafloðna byssubjálfanum þarna á Instagram. En ég bara þekki hann ekkert. hvað verður í sunnudagskaffinu? Slökkt á öllum fjarskiptabúnaði. Stendur eitthvað sér- stakt til um þessa helgi? Það var partí í aug- lýsingalandi í kvöld og brúðkaup í raunveru- leikanum í kvöld. En ætli ég verði ekki aðallega á Twitter. hvað er annars að frétta? Ég er að gefa út bæði barnaplötu með Memfis- mafíunni og jólaplötu með Baggalút og velti því fyrir mér hvernig í djúpfrystum döðlum ég á að narra fólk til að kaupa þær í bílförmum. DanSar Þar SeM enginn Sér helgin MÍn Bragi Valdimar Skúlason býst við að vera aðallega á Twitter um helgina auk þess að fara í brúðkaup í kvöld. ekki fótbolti Bragi Valdimar Skúlason vill helst eyða helgunum sínum fjarri fótbolta. MYND/ÍriS Dögg EiNarSDóttir nátthrafn „Ég stari dágóða stund inn í ís- skápinn. Það sem hreyfir sig er étið.“ Flestum líkar vel að leggja sér svokallaðar brúnkur til munns við hátíðleg tilefni, og reyndar líka þó tilefnin séu engin. Til- valið er að skella í þessar með Oreo-kexi í tilefni helgarinnar en uppskriftin er fengin af vefsíð- unni Krydd í tilveruna með Lólý. 165 g smjör, brætt 200 g dökkt súkkulaði, saxað 3 egg 2 eggjarauður 1 vanillustöng 165 g ljósbrúnn púðursykur 2 msk. hveiti 1 msk. kakó Smá salt 155 g Oreo-kex, brotið í fjóra bita Þið þurfið 20 cm kantað bökunarform eða eldfast mót. Forhitið ofninn í 180°C. Smyrjið formið með smjöri og setjið bökunar- pappír ofan í það þannig að pappírinn fari aðeins yfir brúnirnar. Bræðið smjörið í potti við meðal- hita. Þegar smjörið er bráðið, bætið þá súkkulaðinu út í og látið standa í nokkrar mínútur og hrærið svo vel saman þangað til allt súkkulaðið er vel bráðið saman við smjörið. Á meðan súkkulaðið bráðnar, setjið eggin og eggjarauðurnar í skál ásamt fræjunum úr vanillustönginni og þeytið vel saman þangað til það verður létt og ljóst. Bætið þá sykrinum út í og passið upp á að hella honum út í á meðan hrært er rólega saman og hellið honum meðfram köntunum svo allt loftið fari ekki úr eggjunum. Þeytið þetta vel saman þangað til það verður aðeins stíft. Bætið þá súkkulaðismjörblöndunni við og hellið út í með fram köntunum á skálinni. Blandið að lokum saman við blönduna hveitinu, kakóinu, saltinu og 1/3 af Oreo-kexinu. Hellið deiginu í formið og takið af- ganginn af kexinu og brjótið hverja köku í fjóra hluta og dreifið ofan á blönduna, ýtið kö}kunum aðeins ofan í deigið. Bakið í miðjum ofninum í 25-30 mínútur eða þangað til hún er aðeins blaut í miðjunni en toppurinn á henni er aðeins farinn að brotna. Leyfið henni að kólna aðeins áður en hún er borin fram. GeGGjaðar Brownies með oreo Þessar brúnkur með Oreo eru dásamlega girnilegar. 365.is Sími 1817 18:55ALLA VIRKA DAGA BEINT Á EFTIR FRÉTTUM Fjölbreyttur og skemmtilegur dægurmálaþáttur. Í OPINNI DAGSKRÁ ALLA VIRKA DAGA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.