Fréttablaðið - 10.10.2015, Síða 59
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 10. október 2015 11
LAGERSTARFSMAÐUR
ÓSKAST Á KORPUTORG
Unnið er frá 11-18:30 alla virka daga og einn laugardag í
mánuði. Fyrst og fremst er um lagerstarf að ræða en einnig
aðstoð í verslun eftir þörfum.
Hæfniskröfur:
• Áreiðanleiki, stundvísi og góðir samskiptahæfileikar.
• Nákvæm og skipulögð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 16. október.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir sendi ferilskrá á lager@pier.is.
Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga óskar
eftir að ráða félagsráðgjafa í fullt starf í barnavernd
Hæfniskröfur:
• Starfsréttindi í félagsráðgjöf
• Reynsla af vinnslu barnaverndarmála
• Færni í skriflegri framsetningu gagna
• Geta og vilji til að vinna undir álagi
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið
kristin@sandgerdi.is í síðasta lagi sunnudaginn
18. október.
Félagsráðgjafi
kopavogur.is
Kópavogsbær
Yfirverkstjóri
Þjónustumiðstöðvar óskast
Kópavogsbær auglýsir eftir fjölhæfum og áhugasömum einstaklingi til að sinna krefjandi starfi sem
yfirverkstjóra Þjónustumiðstöðvar.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Annast stjórnun verkefna útivinnu og vélamanna
· Er staðgengill forstöðumanns
· Annast stjórnun, eftirlit og almennt viðhald gatnakerfis
· Gætir fyllsta öryggis starfsmanna þjónustumið-
stöðvar og er öryggisvörður Þjónustumiðstöðvar,
sem sinnir allri skýrslugerð til vinnueftirlitsins
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2015.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiður Guðmundsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar í síma 570-1660
eða í tölvupósti eidurg@kopavogur.is.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Menntunar- og hæfniskröfur
· Iðnmenntun og/eða meistararéttindi æskileg
· Verkstjóramenntun/jarðlagnatækni
· Reynsla af stjórnun verktaka æskileg
· Aukin ökuréttindi eða vinnuvélapróf á stærri vélar kostur
· Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
· Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
· Almenn tölvukunnátta
1
5
-2
1
3
0
-
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Sérfræðingur
í öryggisvottun
og öryggisstjórnun
Starfið felst í hönnun ferla og verklagsreglna, umsjón og uppfærslum á handbókum, innri
úttektum og eftirliti með símenntun á sviði öryggismála. Háskólamenntun sem nýtist í starfi
er skilyrði og æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af öryggisstjórnarkerfum, gæða-
stjórnun og stöðlun. Haldgóð þekking á reglugerðum um flugvelli er kostur sem og þekking
á flugtengdri starfsemi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þröstur Söring á throstur.soring@isavia.is.
Umsóknarfrestur er til og með
22. október 2015
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna
á www.isavia/atvinna
Isavia leitar að öflugum sérfræðingi
til starfa á Keflavíkurflugvöll.
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna
Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1040 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu
og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk
yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.