Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 63
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 10. október 2015 15
www.isor.is
ÍSOR leitar að metnaðarfullu fólki til að bætast í hópinn
vegna aukinna umsvifa í jarðhita- og rannsóknarverkefnum
hér á landi og erlendis. Við bjóðum upp á fjölbreytt og
spennandi verkefni, vinnu í alþjóðlegu umhverfi og
sveigjanlegan vinnutíma. Störfin sem um ræðir eru:
Eðlisfræðingur
Jarðfræðingur
Verkfræðingur
Starfsmaður í borholumælingar
Jarðeðlisfræðingur
Sérfræðingur í landupplýsingakerfum
Allar upplýsingar um störfin eru á vef ÍSOR, www.isor.is.
Umsóknarfrestur er eigi síðar en 3. nóvember 2015.
Umsóknir, ásamt ferilskrá, sendist til starfsmannahalds
á netfangið valgerdur.gunnarsdottir@isor.is
ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir, er sjálfstæð ríkisstofnun sem
heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á
viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði. ÍSOR leiðir
rannsóknir og þróun á sviði jarðvarma, grunnvatns og kolvetna
í jörðu. Höfuðstöðvar eru í Reykjavík og útibú er á Akureyri.
Viltu starfa hjá framsæknu
hugbúnaðarfyrirtæki?
Vegna aukinna umsvifa og verkefna hérlendis og erlendis viljum við stækka hópinn.
Við leitum af árangursdrifnum og sjálfstæðum einstaklingum sem búa yfir þekkingu og
reynslu sem nýtist við:
Viltu starfa í lifandi og krefjandi umhverfi við úrlausn fjölbreyttra og skemmtilegra
viðfangsefna, þar sem áhersla er lögð á metnað, gæði, gott vinnuumhverfi og góðan
starfsanda? Skoðaðu ítarlegar starfslýsingar á annata.co.uk/careers og kannaðu
hvort þú sjáir ekki eitthvað spennandi fyrir þig.
Okkar lausnir eru byggðar á Microsoft Dynamics AX viðskiptahugbúnaði. Þeir sem hafa
reynslu af Dynamics AX, annað hvort sem ráðgjafar eða notendur eru eftirsóknarverðir, en
einstaklingar með bakgrunn í ráðgjöf og þjónustu við Dynamics NAV, Concorde XAL, SAP
eða annan viðskiptahugbúnað eru einnig hvattir til þess að skoða hvort hér leynist tækifæri.
Umsóknir skulu sendar á netfangið starf@annata.is fyrir 25. október n.k.
Fullum trúnaði er heitið.
Annata er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi og starfsemi í öllum heimsálfum. Annata er vottaður samstarfsaðili Microsoft
með endursöluaðila í fleiri en 40 löndum umhverfis heiminn. Annata er í fararbroddi með Annata Dynamics IDMS iðnlausn sína fyrir fyrirtæki í bíla-,
vinnuvéla- og landbúnaðarvélageiranum, ásamt fyrirtækjum í hvers kyns tækja- og áhaldaleigustarfsemi.
Ráðgjöf og þróun við sölu- og vörustjórnun
fyrir Annata Dynamics IDMS
Ráðgjöf og þróun við verkbókhald
fyrir Annata Dynamics IDMS
Forritara
SQL gagnagrunnssérfæðingur
INNRÉTTINGALAUSNIR
H.G.GUÐJÓNSSON
LEITAR AÐ ÖFLUGUM SÖLUSTJÓRA
H.G. Guðjónsson er rekstrareining innan Húsasmiðjunnar sem sérhæfir sig í
Innréttingalausnum.
H.G.Guðjónsson starfar náið með fagsölusviði Húsasmiðjunnar.
Húsasmiðjan er í hópi stærstu fyrirtækja landsins og þjónustar fagmenn og
einstaklinga um land allt.
Ábyrgðarsvið
• Ráðgjöf, tilboðsgerð, þjónusta og sala til viðskiptavina
• Umsjón með daglegum rekstri
• Samskipti við birgja
Hæfniskröfur
• Frumkvæði og geta til að finna lausnir
• Rík Þjónustulund og samskiptahæfni
• Góð ensku-, íslensku- og tölvukunnátta
• Reynsla af sölu byggingarvöru æskileg
Leitum að metnaðarfullum aðila í krefjandi og spennandi starf
Umsóknir berist fyrir 20. október
og sendast til umsokn@husa.is