Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 68
| AtvinnA | 10. október 2015 LAUGARDAGUR20
kopavogur.is
Kópavogsbær
Spennandi störf
hjá Kópavogsbæ
Leikskólar
· Leikskólasérkennari / þroskaþjálfi í
leikskólann Austurkór
· Leikskólakennari í leikskólann Fífusali
· Aðstoðarmatráður í leikskólann Arnarsmára
· Leikskólakennarar í leikskólann Sólhvörf
Grunnskólar
· Forfallakennari í Vatnsendaskóla
· Stuðningsfulltrúi í Vatnsendaskóla
· Kennari í Snælandsskóla
Velferðasvið
· Starfsmenn á heimili fyrir fatlað fólk
· Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna
Umhverfissvið
· Yfirverkstjóri þjónustumiðstöðvar á
umhverfissviði
Nánari upplýsingar og fleiri störf er að finna á
vef Kópavogsbæjar
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt
á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Vakin er athygli á að öll laus störf hjá bænum
eru auglýst www.kopavogur.is
Bifreiðasmiður óskast
Bílamálun Alberts leitar að bifreiðasmið.
Vinnutími er mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8-17
og föstudaga frá kl. 8-16.
Hæfniskröfur
• Bifreiðasmiður eða reynsla sem nýtist í starfi
• Skipulögð og fagleg vinnubrögð
Góða laun í boði fyrir góðan mann.
Allar frekari upplýsingar í síma 894-1124.
Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar eftir starfsmanni á
skrifstofu sambandsins í fjölbreytt og spennandi starf á sviði
tómstundamála í Borgarbyggð. Um er að ræða fullt starf.
Helstu verkefni eru skipulagning og yfirumsjón með íþrótta
og tómstundaskóla fyrir börn í 1.-4.bekk, sumarstarfi
grunnskólabarna og starfsemi félagsmiðstöðva í Borgar-
byggð ásamt öðrum verkefnum á sviði tómstunda og
íþróttamála.
Menntunar og hæfniskröfur: Menntun á sviði uppeldis-,
félags- eða tómstundamála er kostur. Frumkvæði og
sjálfstæði í starfi auk grunnþekkingar á tölvum í t.d. word og
excel. Þekking á íþrótta og tómstundastarfi ungmenna er
kostur.
Nánari upplýsingar um starfið og starfsemi UMSB gefur
framkvæmdastjóri í síma: 869-7092 eða umsb@umsb.is
Umsóknarfrestur er til 19.október 2015 og skal skila
umsóknum ásamt ferilskrá á netfangið umsb@umsb.is eða á
skrifstofu UMSB á Skallagrímsgötu 7a, 310 Borgarnesi.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verður
öllum umsóknum svarað.
Starf á skrifstofu UMSB STARF VIÐ SMÍÐI OG SAMSETNINGU VÉLBÚNAÐAR Í NOREGI
Best Fishing Gear AS sérhæfir sig í smíði úr ryðfríu stáli, og rekur vel útbúið verkstæði með sjálfvirkum smíðavélum,
laser- og vatnsskurðarvél. Fyrirtækið er staðsett í Flatraket í Selje Kommúnu í Vestur Noregi. Helstu framleiðsluvörur
fyrirtækisins eru beitningarvélarkerfi fyrir Fiskevegn AS auk smíði og samsetningar fyrir aðra.
Við leitum að starfsmanni í framleiðsluna sem býr yfir kunnáttu af forritun og notkun smíðavéla, og/eða er vanur
suðu í ryðrfítt stál. Reynsla af framleiðslu kostur en ekki skilyrði. Við hvetjum einnig yngra fólk sem nýlega hefur
tekið sveinsbréf til að sækja um. Góð tölvuþekking kostur en ekki skilyrði.
www.bfgmek.no
VIÐ BJÓÐUM:
Gott starfsumhverfi og möguleika til að vaxa í starfi. Samkeppnishæf laun byggð á menntun og kunnáttu. Gott og
fjölskylduvænt umhverfi á frábæru svæði í Vestur Noregi með margskonar búsetumöguleikum allt eftir smekk og
góðu aðgengi að skólum og íþróttalífi. Umsóknir sendist á Norsku eða Ensku til: Odd Egil Hatlenes, bfg@bfgmek.no,
sími: +47 46 28 08 11. Umsóknarfrestur til: 20. oktober 2015.
Best Fishing Gear AS
6717 Flatraket
bfg@bfgmek.no
A part of:
Gagnaveita Reykjavíkur leitar að sölumiðuðum viðskiptastjóra í NÝTT og spennandi
verkefni sem er að fara af stað. Þetta nýja hlutverk tilheyrir þjónustudeildinni og
á að efla samband okkar við söluaðila og framlínustarfsfólk þeirra.
Við leitum að
Manneskju sem hefur reynslu af viðskiptastýringu, sem kann að tjá sig, getur haldið
kynningar og námskeið, góð að selja, þekkir inn á söluleiðir, kann að reikna tilboð og setja
upp áætlanir. Svo þarf hug, dug og kraft til að móta þetta nýja hlutverk.
Hæfniskröfur
Þú þarft helst að vera með háskólamenntun (eða eitthvað sambærilegt) sem nýtist starfinu,
þekkingu á fjarskiptum, hafa selt eitthvað, koma vel fyrir og vinna vel með öðrum (meðmæli).
Á móti færðu fín laun, frábæra vinnuaðstöðu, gott mötuneyti, skemmtilega samstarfsfélaga
og hæfa stjórnendur.
Við erum með vel mótaða jafnréttisstefnu og tökum vel á móti bæði konum og körlum.
Sótt er um starfið á ráðningarsíðu Gagnaveitu Reykjavíkur, starf.or.is/gagnaveitan/.
Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu
starf@gagnaveita.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. október n.k.
Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur
hefur sameiginlega starfsmannastefnu og býður upp á fjölbreyttan vinnustað fólks
með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað varðar öryggi,
vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Fyrirtækið
hlaut Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2011 og 2013, sem og Hvatningarverðlaun
jafnréttismála árið 2015.
GETUR ÞÚ GERT
GOTT SAMBAND
ENN BETRA?
—— Viðskiptastjóri