Fréttablaðið - 10.10.2015, Side 82

Fréttablaðið - 10.10.2015, Side 82
Fólk|HELGIN V ið byrjum á menning-arhátíðinni Regnbog-anum í Vík í Mýrdal í hádeginu í dag. Þar verðum við með Langafa prakkara og svo drjúgan hluta úr sýningunni um Eldklerkinn í kvöld. Rósa Ás- geirsdóttir er með okkur í Lang- afa prakkara en svo höldum við hjónin áfram um Austurland. Þetta verður notaleg haustferð hjá okkur hjónunum,“ segir Pétur Eggerz leikari en hann verður á faraldsfæti um helgina og næstu viku ásamt konu sinni, Öldu Arnardóttur. Tilefnið er sýningar Mögu- leikhúss þeirra hjóna en í ferðinni munu þau setja upp sýningarnar Eldklerkurinn og Eldbarnið, á Djúpavogi, Egils- stöðum, Borgarfirði eystri og Eskifirði. Flestar sýningarnar fara fram í kirkjum, sem Pétur segir eiga vel við. „Það er auðvitað bein tenging milli kirkjunnar og sr. Jóns Stein- grímssonar og alltaf ákveðin stemming sem skapast í kirkju. Þetta eru þó ekki trúarlegar sýningar heldur umfjöllun um Skaftár elda og þennan mann sem er einn þekktasti prestur á Ís- landi. Við höfum sett Eldklerkinn upp í Kapellunni á Kirkjubæjar- klaustri, sem er eins nálægt sögu- sviðinu og hægt er að komast.“ Pétur og Alda frumsýndu Eld- klerkinn í nóvember 2013 í Hall- grímskirkju. Þau eru því orðin vel sjóuð í þessari mögnuðu sögu. Eldklerkurinn Jón Stein- grímsson er kunnastur fyrir eld- messuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum árið 1783. „Ég er búinn að lifa og hrær- ast í Skaftáreldum,“ segir Pétur. „Ég var í sveit sem krakki í Meðallandinu og þekki vel til. Sagan hefur verið mér hugleikin gegnum tíðina og upphaflega var meiningin að gera barnaleik- rit úr þessum atburðum. Sr. Jón Steingrímsson varð bara strax svo plássfrekur að hann fékk sína eigin sýningu. Mér fannst líka spennandi að gera tvær sýningar sem kölluðust á. Það má segja að Eldklerkurinn og Eldbarnið sé tvíleikur um Skaft- árelda. Eldklerkurinn er fyrir fullorðna meðan í Eldbarninu eru þessir atburðir frá sjónar- hóli barns.“ Hvað tekur svo við eftir leik- ferðalagið um Austurland? „Ætli við tökum okkur ekki nokkurra daga pásu áður en við höldum svo áfram með aðrar sýningar sem við eigum. Það eru alltaf nokkrir boltar á lofti hjá okkur í einu,“ segir Pétur. „Við frumsýndum meðal annars sýninguna Hávamál í fyrra- vetur og munum halda áfram með hana eftir áramótin. Við erum meðal annars með jóla- sýningu sem við ferðumst með milli skóla og höfum um tuttugu ára skeið séð um jólasveinana í Þjóðminjasafninu,“ segir Pétur og segir þau hjónin eiga auðvelt með að vinna saman. „Það hefur bæði sína kosti og galla að vera svona saman öllum stundum,“ segir hann hlæjandi. „Það fylgir því ansi margt að reka svona leikhóp og hafa af- komu sína af því og kannski væri ekkert auðveldara ef annað okkar væri á kafi í því og hitt að gera eitthvað annað.“ ELdkLErkurINN á AusturLANdI MöGuLEIkHúsIð á fErð Leikarahjónin Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir verða á faraldsfæti um helgina og næstu viku. Til- efnið eru sýningar Möguleikhússins sem þau setja upp um Austurland. MöGuLEIkHúsfErð Leikarahjónin Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir munu ferðast um Austurland með sýningarnar Eldklerkinn og Eldbarnið. mynd/vilhelm En hverjir eru þeir? Casper Lindholm Christensen er fæddur 22. ágúst 1968. Hann er uppistandari, grínari og gaman- leikari. Hann hefur leikið í fjöldamörgum sjónvarpsþáttum í danska sjónvarpinu. Frægastur er hann þó fyrir leik sinn í þátt- unum Klovn sem sýndir hafa verið hér á landi við miklar vin- sældir, enda virðist húmor þátt- anna falla Íslendingum sérstak- lega vel í geð. Fyrri mynd þeirra félaga Klovn – The Movie var mest sótta bíómynd í Danmörku árið 2010 en alls seldust 850 þúsund bíómiðar á hana þar í landi. Hún var sömuleiðis vinsæl hérlend- is. Casper var kvæntur Anettu Toftgård og á með henni tvö börn. Danska Séð og heyrt birti mynd af Casper þar sem hann kom út af heimili Iben Hjejle eftir að hafa gist þar. Casper og Anetta skildu. Hann var í sambandi við Iben, sem einn- ig leikur í Klovn, til ársins 2011. Árið 2014 kvæntist hann Isabel Friis-Mikkelsen. Frank Hvam er fæddur 12. september 1970. Hann er uppi- standari, leikari og handrits- höfundur. Frank ætlaði sér að verða dýralæknir en hætti náminu fyrir leiklistina. Hann og Casper hafa starfað saman frá árinu 1996 og eru auk þess góðir vinir. Frank hefur skrifað stærstan hluta handritsins um Klovn. Hann er kvæntur og á tvö börn. Trúðar mæTTir Til leiks á ný Kvikmyndin Klovn var frumsýnd í gær en þar fara þeir Casper og Frank á kostum eins og fyrri daginn. Kvikmyndagestir eiga góða kvöldstund í vændum með þeim félögum. kLoVN Frank og Casper þegar þeir komu hingað til lands árið 2011. FÁRÁNLEGA FLOTTUR PAKKI Aðeins 310 kr. á dag SKEMMTIPAKKINN Vandað sjónvarpsefni og fjarskipti á frábæru verði 365.is Sími 1817 Með Skemmtipakkanum fylgja sex sjónvarpsstöðvar. Spennandi íslenskir og erlendir þættir, kvikmyndir og vandað talsett barnaefni. Að auki fá áskrifendur internet, heimasíma, Stöð 2 Maraþon og aðild að Vild.* Með því að greiða 1.990 kr. aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM. *20 GB í interneti og 100 mín. í heimasíma á 0 kr. Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma. Nánari upplýsingar á 365.is FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT á 365.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.