Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 115

Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 115
Næstkomandi sunnudag kl. 20 efna vinir Helgu með aðstoð starfsfólks Sin- fóníuhljómsveitar Íslands til styrktar- tónleika í Hörpu. Helga Þórarinsdóttir var leiðari víóludeildar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands þar til hún lenti í slysi árið 2012. Helga varð fyrir mænuskaða við slysið og er bundin við hjólastól en lætur það ekki stoppa sig í því að sækja menningarviðburði og ekki síður við að kenna og miðla tónlist til ungs fólks. Á meðal Vina Helgu er Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og hún segir að megin- markmið tónleikanna sé að safna peningum til að styðja Helgu í að auka ferðafrelsi sitt með því að gera henni auðveldara að kaupa sérútbúna bifreið. „Helga er alveg einstök kona. Dugleg og viljasterk og það er gaman fyrir okkur öll sem komum að þessum tón- leikum að geta orðið henni að liði og ég efast heldur ekki um að gestir okkar eiga eftir að njóta tónleikanna. En það er svo mikill dugnaður í Helgu að fólk gleymir stundum í hverju hún hefur lent og í hvaða stöðu hún er. Málið er að fyrir svona virka mann- eskju eins og Helgu þá breytir ferða- frelsið gríðarlega miklu. Það er því miður erfitt að stóla á ferðaþjónustu fatlaðra eins og staðan er í dag og þess vegna viljum við auka á tækifæri hennar til þess að stjórna sjálf sínum tíma og geta haldið áfram að vera svona virk bæði í kennslu og menningarlífinu. Bæði hennar vegna sem og unga fólks- ins sem nýtur leiðsagnar hennar um veröld tónlistarinnar.“ Ólöf segir að Helga eigi marga vini og því verði tónleikarnir mjög fjölbreyttir og skemmtilegir. Sigrún Eðvaldsdóttir mætir með strengjasveit úr S.Í., Ásgeir Steingrímsson og félagar með gyllta lúðra, Bryndís Halla Gylfadóttir með tangótríó, Laufey Sigurðardóttir, Einar Jóhannesson og fleiri með salonmúsík, Snorri Sigfús Birgisson með eigin tón- smíð. Einnig koma fram 8 selló og Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran, Voces Thules, Hundur í óskilum, Edda Þórar- insdóttir, Egill Ólafsson og að auki stýrir Helga Þórarinsdóttir tónlistaratriði. Kynnir verður Pétur Grétarsson. Miðaverð kr. 3.500, 5.000, eða 10.000, allt eftir því með hvaða upphæð fólk velur að styrkja. Miðasala fer fram á harpa.is og einnig hefur verið opn- aður styrktarreikningur númer 515- 14-408431 kt. 180755-3659. Hljóðfæra- leikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðrir listamenn gefa framlag sitt. magnus@frettabladid.is Frelsi til að njóta og miðla tónlistar Verk eftir Beethoven, Skrjabín og Schubert. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék í Eldborg í Hörpu. Fimmtudagur 8. október. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Eivind Aadland. Einu sinni sagði illgjarn tónlistar- gagnrýnandi þetta: „Lífið er stutt og listin löng, það á sérstaklega við um Brahms-sinfóníu.“ Með þessu var hann að meina að hin tiltekna sinfónía væri svo löng að hún dræpi mann úr leiðindum. Kannski væri hægt að segja eitthvað svipað um níundu sin- fóníu Schuberts, sem flutt var á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Hún tekur hátt í klukkutíma í flutningi, og er lengri en nokkur sinfónía eftir Brahms. En sinfónían var alls ekki leiðinleg. Hinn norski Eivind Aadland hélt um stjórntaumana og túlkun hans ein- kenndist af látleysi og einfaldleika. Tónlistin fékk að flæða áreynslulaust. Fyrsti kaflinn þróaðist eðlilega, frá dulúðugu upphafinu yfir í tignarlegan lokapartinn. Hröðu kaflarnir voru líka skemmtilega snarpir og líflegir. Hægur annar þátturinn var jafn- framt afar fallegur. Þar má segja að sé hjarta sinfóníunnar. Kaflinn hefst á grípandi stefi en síðan tekur við eins konar viðlag sem er endurtekið ótal sinnum. Nú geta svo margar endur- tekningar auðveldlega orðið óþolandi, en ekki hér. Flutningurinn var einfald- lega of ferskur og fjörlegur. Tæknilega séð var leikur hljóm- sveitarinnar vandaður. Hann var að vísu örlítið ósamtaka af og til, en ekki þannig að það væri óþægilegt. Ein- staka hnökrar eru jú eðlilegir í lifandi flutningi. Aðalatriðið var að spila- mennskan var fókuseruð, rétta and- rúmsloftið var sífellt til staðar. Fyrir bragðið tapaði maður aldrei athygl- inni. Þegar svo löng sinfónía er annars vegar, þá telst það þrekvirki. Auk Schuberts var Coriolan-for- leikurinn eftir Beethoven á dag- skránni. Líka píanókonsertinn eftir Skrjabín. Um forleikinn þarf ekki að hafa mörg orð. Hann hljómaði ágæt- lega! Konsert Skrjabíns taldist til meiri tíðinda, enda hefur hann aldrei verið fluttur á tónleikum hér á landi áður. Um þessar mundir eru 100 ár síðan Skrjabín lést, og það er kominn tími til að þessi mikli snillingur fái veglegan sess í tónleikalífinu. Rétt eins og í tilfelli Beethovens, þá má skipta tónlist Skrjabíns í mis- munandi tímabil. Fyrra tímabilið einkenndist af síðrómantískum anda. Tónmálið var í hefðbundnum dúr og moll, stemningin full af myrkum ástríðum. En um þrítugt fékk Skrjabín áhuga á dulspeki. Tónlist hans fór þá að vera vettvangur fyrir alls konar fantasíur sem ekki voru af þessum heimi. Músíkin breyttist, hljómarnir urðu annarlegir, laglínurnar spúkí. Píanókonsertinn sem hér var spil- aður tilheyrir fyrra tímabilinu í lífi Skrjabíns. Víkingur Heiðar Ólafsson var einleikarinn og túlkun hans var ákaflega sannfærandi. Hún var dreym- andi, en líka ofsafengin, þrungin til- finningum og það var í henni dökk undiralda. Hinn lýríski rauði þráður slitnaði aldrei. Þetta er ekki auðveld tónsmíð, tæknikröfurnar eru umtals- verðar, en Víkingur hafði ekkert fyrir þeim. Útkoman var mögnuð. Aukalögin voru tvö, eftir Rameau og Brahms. Víkingur tileinkaði þau fyrsta píanókennaranum sínum, Erlu Stefánsdóttur sem lést fyrir skömmu. Það var góð kona. Hún hefur greini- lega kennt Víkingi vel á píanó. Jónas Sen Niðurstaða: Níunda sinfónía Schuberts var hrífandi og píanókonsert Skrjabíns var unaður. Langt en ekki leiðinlegt tónlist HHHHH Víkingur Heiðar fór á kostum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fréttablaðið/GVA Annað kvöld verða tónleikar í Hörpu til styrktar Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara. M e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 59L a u g a r D a g u r 1 0 . o k t ó B e r 2 0 1 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.