Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 6
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 / S ÍA / N M 5 r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 SHIFT_ BÍLAKAFFI NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR E N N E M M SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,2 l/100 km* Eyðsla: 4,6 l/100 km* Eyðsla: 6,6 l/100 km* RENAULT MEGANE II SPORT TOURER 1.5 dísil, sjálfskiptur. Verð 3.890 þús. kr. Á laugardögum er skemmtilegt að kíkja í heimsókn, skoða bíla og fá að reynsluaka þeim nýjustu úr salnum. Allt að 80% fjármögnun til 84 mánaða frá Ergo. Verið velkomin til okkar, við tökum vel á móti ykkur með kaffi og meðlæti. Velkomin í laugardagskaffi! Reynsluakstur í dag frá kl. 12–16. FER 1.428 KM Á EINUM TANKI M.v. blandaðan ak stur VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður SAMFÉLAGSMÁL Fræðsla barna um kynferðislegt ofbeldi er lang- besta forvörnin gegn því. Best er ef fræðslan kemur frá foreldrum barnanna en einnig er hægt að leita til skóla eða félagasamtaka ef for- eldrar geta ekki eða treysta sér ekki til að ræða málið við börnin sín. Þetta segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur sem hefur haldið nám- skeið í fræðslu fyrir foreldra, skóla, félaga- og íþróttasamtök í fjölda ára um kynferðislegt ofbeldi gegn börn- um í samfélaginu. Kolbrún á sjálf tvær dætur og hafði rætt við þær um þessi viðkvæmu mál þegar þær voru fimm ára gamlar. Hún bendir þó á að foreldrar þekki börnin sín best og finni sjálfir hvenær það hentar. „Umræðan er best á heimilinu, þegar það er hægt. Það eru ákveðn- ar reglur sem nauðsynlegt er að ræða, en einnig verður að gæta þess að hræða börnin ekki og segja hluti eins og að það séu vondir menn þarna úti. Frekar að það séu ekki allir jafn góðir,“ segir Kolbrún. „Ef einhver ókunnugur biður mann um að koma, gefur manni eitthvað eða annað slíkt, á maður að segja skýrt nei, fara í burtu og segja svo frá.“ Kolbrún segir nauðsynlegt að brýna fyrir börnum að enginn eigi að eiga „vond leyndarmál“, eða leyndarmál sem láta barninu líða illa. „Þegar við erum búin að ræða þetta við ung börn, verða þau svo mikið hæfari, afslappaðri og örugg- ari í umhverfi sínu.“ Kolbrún segist hafa skynjað breytingar á umræðunni í samfé- laginu eftir umfjöllun Kastljóss í vikunni og bendir á að börn verða einnig fyrir áhrifum af henni án þess að foreldrar geri sér endilega grein fyrir því. „Ég vil því hvetja foreldra að gæta að líðan barna sinna í þessu sambandi, útskýra, svara spurn- ingum sem vakna og ræða þetta allt eftir því sem aldur og þroski leyfir,“ segir hún. sunna@frettabladid.is Nauðsynlegt að fræða börnin um ofbeldið Óupplýst börn eiga frekar á hættu að vera misnotuð kynferðislega og greina síður frá ofbeldinu. Fræðsla er öflugasta forvörnin gegn kynferðisbrotum. Foreldrar eiga að fræða börn sín um leið og þau treysta sér til, segir sálfræðingur. Staðir sem laða að kynferðis afbrotamenn eru til dæmis: ➜ Sundlaugar ➜ Skemmtigarðar ➜ Ýmis opin svæði ➜ Göturnar (aka um á bílum og reyna að laða barn upp í með lygum eða til- boðum um gjafir og góðgæti) Samkvæmt Kolbrúnu sækja gerendur gjarnan í sundlaugar, meðal annars vegna þess að þar eru mörg tækifæri til að áreita kynferðislega, til dæmis með því að klípa og káfa undir yfirborði vatnsins. Þar geta þeir einnig hagað sér eins og börn og eiga auðvelt með að komast í líkamlega snertingu við börn. Þá er erfitt að hafa eftirlit og yfirsýn yfir atferli þeirra og erfitt er fyrir eftirlitsmann að vita hver tengslin eru við barnið. Gerandi getur þar falið sig bak við nafnleysi og nekt. Níðingar sækja í sundlaugar SUNDLAUG Kolbrún segir þekkt að menn með barnagirnd sæki í sundlaugar þar sem erfitt er að fylgjast með þeim og návígi við börnin er oft mikið og náið. NORDICPHOTOS/GETTY KOLBRÚN BALDURSDÓTTIR Hvað á að gera ef barn greinir frá einhverju sem kann að vera vafasamt; upplifun, skynjun, atburði, áreitni eða misnotkun af einhverju tagi? ➜ Leggja ávallt trúnað á orð og upplifanir barnsins. ➜ Tilkynna mál til barnaverndar og/eða lögreglu. ➜ Láta barnið vita að það var rétt að segja frá. ➜ Hrósa því og róa það. Hafi barnið orðið fyrir áreitni eða misnotkun af ein- hverjum toga þarf fyrst og fremst að tryggja öryggi þess og fullvissa það um að ofbeldið sé ekki því að kenna. Nauðsynlegt er að hlusta á barnið og varast yfirheyrslur. Loks þarf að tilkynna málið til viðeigandi aðila. Alltaf að trúa orðum barnsins DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur- lands hefur dæmt framhaldskóla- kennara um sextugt í átján mán- aða fangelsi fyrir að hafa í tvígang keypt kynlífsþjónustu af fjórtán ára dreng. Maðurinn var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi í fyrra en Hæstiréttur ógilti þann dóm og vís- aði málinu aftur í hérað, þar sem fjölskipaður dómur tók við því. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa tvívegis greitt drengnum fyrir að hafa við sig munnmök. Hann kynntist honum á vefnum Einka- mál.is, hitti hann í bíl og kvaðst ekki hafa vitað hversu ungur hann hefði verið. „Ákærði sagðist gera sér grein fyrir því að hann hefði verið að kaupa vændi. En það að kaupa vændi barns hefði stungið sig í hjartað vegna þess að hann hefði í rauninni ekki verið að því,“ eins og það er orðað í dómnum. Dómurinn kemst að þeirri niður- stöðu að í ljósi stöðu mannsins sem framhaldsskólakennara hafi reynsla hans átt að leiða til þess að hann gáði sérstaklega að aldri drengsins. Hann hafi því sýnt af sér refsivert gáleysi. Ekki þykir til- efni til að skilorðsbinda refsinguna jafnvel þótt maðurinn hafi stundað meðferðir og sé í dag gjörbreyttur maður, að mati geðlæknis. - sh Sextugur framhaldsskólakennari dæmdur í fangelsi í annarri atrennu: Borgaði 14 ára dreng fyrir mök Í dómnum kemur fram að drengurinn hafi „byrjað að stunda vændi 11 ára gamall til þess að fjármagna neyslu á grasi og morfíntöflum“. Þrjú önnur mál séu í rannsókn sem varða brot manna gegn honum. ➜ Byrjaði ellefu ára að selja sig STJÓRNMÁL „Við í Bjartri fram- tíð blöndum okkur ekki í þetta, en hvetjum alla til þess að kynna sér hlið Bjartrar,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um umfjöllun DV um missætti innan stjórnar Geðhjálpar. Þar er Björt Ólafsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi og fyrrverandi formaður Geðhjálp- ar, borin þungum sökum af tveim- ur stjórnarmeðlimum Geðhjálpar. Vantrauststillaga var samþykkt á hendur Björtu áður en hún sagði af sér formennsku í félaginu í desember. Hún var meðal ann- ars sökuð um að hafa falsað gögn, reynt að ráða vinkonu sína til félagsins og smalað fólki í samtökin sem var algjörlega ótengt geðheilbrigðismálum. Björt vísar öllum ásökunum á bug í DV og segir þetta sprottið frá þremur stjórnarmönnum af tíu innan Geðhjálpar. Guðmundur segir flokkinn ekki ætla að aðhafast vegna málsins. „Okkur var kunnugt um þetta en Björt hefur farið vandlega yfir þetta með okkur og við sjáum nú ekki að í þessu felist mjög þung- ar ásakanir,“ segir Guðmundur. „Hún hefur farið fram á að þetta sé allt tekið út skynsamlega og mér finnst öll svör hennar mjög sannfærandi.“ - sv Oddviti Bjartrar framtíðar sakaður um smölun og lygar í starfi hjá Geðhjálp: „Blöndum okkur ekki í þetta“ BJÖRT ÓLAFSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.