Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 32
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Ég veiddi krónhjört, villi-svín og rauðref í þessari ferð,“ segir Steinarr Lár, framkvæmdastjóri bíla-leigunnar Kúkú Camp-ers, sem nýkominn er úr heldur óvenjulegri veiðiferð á æfingasvæði þýska hersins suður af Hamborg. Fyrir veiðarnar þurfti Steinarr meðal annars að klæða sig upp í séntilmannaföt og heilsa öllum þeim sem komu að veiðunum með virktum. Steinarr Lár starfaði eitt sinn fyrir viskíframleiðandann Jack Daniels og stýrði dreifingu fyrir- tækisins í Evrópu og Afríku. Í gegnum starf sitt kynntist hann Þjóðverjanum Georg Tunsmeyer en faðir hans er umsjónarmaður æfingasvæðisins. Að sögn Steinars er svæðið um 60 þúsund hektarar á stærð, skógi vaxið, og dýrin sem þar þrífast sækja í nærliggjandi bóndabæi með tilheyrandi óþæg- indum fyrir bændurna. „Það þarf því að grisja skóg- inn reglulega og því eru haldnar svokallaðar rekstrarveiðar tíu sinnum yfir veturinn. Um fimm- tíu veiðimenn taka þá þátt í hvert sinn. Þeir koma sér fyrir uppi í trjám en svokallaðir rekstrarmenn koma dýrunum á hreyfingu með aðstoð hunda. Síðan eru dýrin skot- in þegar þau flýja undan rekstrar- mönnunum. Þetta er töluvert ólíkt veiðinni heima þar sem þú ert jafn- an einn á ferð,“ segir Steinarr en á þessu tímabili hafa verið skotnir um 1.000 hirtir og 900 villisvín. Mikil kúnst að skjóta dýrin Steinarr segir það mikla kúnst að skjóta dýrin enda eru þau á mikilli ferð. „Allir veiðimennirnir fara í svokallað „shooting cinema“ þar sem bíómynd er varpað á vegg og veiðimennirnir skjóta úr sínum eigin rifflum á það sem fyrir augu ber. Svo er reiknað út hvernig þú ert að skjóta og hvað þarf að bæta. Þannig vinnur þú upp hraða og tækni,“ segir hann. Þetta er fimmta árið í röð sem Steinarr tekur þátt í veiðunum og þær hafa heldur betur gengið vel – í raun svo vel að félagar hans eru farnir að kalla hann Sir Huntalot. Lúðrasveit spilar fyrir dýrin Miklar hefðir fylgja þessum heldri manna veiðum. „Menn mæta ansi reffilegir til veiðanna, allir í leðurstígvélum, veiði- buxum og jökkum, með bindi og hatta,“ segir Steinarr. Hátt í hundrað manns koma að veiðunum og þurfa allir að heils- ast með virktum. „Þú kynnir þig fyrir hverjum einasta manni, tekur ofan og heilsar,“ segir Steinarr. „Þegar búið er að fella dýrin og hreinsa úr þeim er þeim raðað upp í hálfgerðan blómsveig sem er gerður úr grenigreinum. Síðan vottar lúðrasveit þeim virð- ingu sína með lagi. Þeir veiði- menn sem fella dýr fá svo blóm í hattinn sem virðingarvott.“ Samkvæmt reglum eignast sjálft svæðið allt það kjöt sem til fellur en veiðimennirnir mega þó kaupa sér hlut. Ef veiðimað- ur fellir stórt dýr greiðir hann svokallað bráðargjald. „Ég skaut til að mynda ansi stórt villisvín í fyrra og þurfti að punga út nokkur hundruð þúsund krónum vegna þess,“ segir Steinarr. Þýskt veiðisamkomulag Steinarr og Georg, þýski vinur hans, hafa gert með sér sam- komulag, svokallað „closed pocket policy“. Í því felst að Steinarr kemur á hverju ári til Þýskalands þar sem Georg sækir hann á flugvöllinn og græjar allt sem viðkemur heim- sókninni. „Hann sækir mig út á völl, sér um byssur og skot, leyfin, mat og þess háttar. Ég þarf aldrei að taka upp veskið á meðan á dvöl minni þar stend- ur.“ Georg kemur síðan til Íslands einu sinni á ári til hreindýra- veiða og þá gilda sömu reglur, hann þarf aldrei að taka upp veskið. „Þannig fáum við tvo veiðitúra á verði eins og mikla upplifun fyrir alla. Georg kom einn í fyrstu ferðina en síðan þá hefur pabbi hans komið, tengda- pabbi og þrír vinir hans.“ Breyta þarf skotveiðileyfinu Steinarr er mikill veiðimaður og fór fyrst á rjúpu með karli föður sínum þegar hann var tíu ára. „Hann kenndi mér að veiðimaðurinn skilur aldrei neitt eftir sig nema sporin,“ segir Steinarr sem hefur því verið við veiðar í tæpan aldarfjórðung. Hann segir margt mega bæta hjá íslenskum veiðimönnum. „Í Þýskalandi tekur það níu mánuði að fá veiðileyfi. Veiðimennirn- ir þar eru virkilega reyndir og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Á Íslandi eru þetta þrjú kvöld og svo eru menn sendir af stað með haglabyssurnar. Íslenskir veiðimenn kunna margir hverjir ekki að gera að dýrunum og þekkja þau varla í sundur. Því þarf að breyta.“ Séntilmenn veiða í Þýskalandi Steinarr Lár er nýkominn úr veiðiferð af æfingasvæði þýska hersins. Hann þurfti að klæða sig upp fyrir veiðarnar enda mikið haft við. Lúðra- sveit vottar dýrunum meðal annars virðingu sína. Veiðarnar hafa gengið svo vel að Steinarr gengur nú undir nafninu Sir Huntalot. Á VEIÐUM Um hundrað manns taka þátt í veiðunum á æfingasvæði þýska hersins. MYND/STEINARR LÁR BLÁSIÐ Í LÚÐRA Veiðarnar hefjast með lúðrablæstri. MYND/STEINARR LÁR Á GRÆNNI GREIN Dýrunum er raðað á blómsveig úr grenigreinum að veiði lokinni. MYND/STEINARR LÁR DÝRUNUM VOTTUÐ VIRÐING Lúðrasveit vottar dýrunum virðingu sína. MYND/STEINARR LÁR SIR HUNTALOT Veiðarnar hjá Steinari Lár hafa gengið svo vel að þýskir vinir hans kalla hann Sir Huntalot. MYND/ÚR EINKASAFNI Kristján Hjálmarsson kristjan@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.