Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 34

Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 34
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Landsmenn telja Sjálfstæð-isflokkinn best til þess fallinn að hafa forystu í fjórtán af fimmtán mikil-vægum málaflokkum sem spurt var um í skoðana- könnun MMR. Aðeins þegar spurt var um umhverfismál telja lands- menn Vinstri græn henta betur til forystu. Almennt virðast færri treysta stjórnmálaflokkunum til að vinna að þeim verkefnum sem spurt var um. Aðeins um 60,5 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögð- ust treysta einhverjum ákveðn- um stjórnmálaflokki til að leiða að minnsta kosti einn málaflokk. Í sambærilegri könnun sem MMR gerði í apríl 2009 var hlutfallið mun hærra, eða 78 prósent. Í könnun MMR, sem gerð var snemma í desember, voru þátttak- endur spurðir hvaða flokki þeir treystu best til að leiða fimmtán mismunandi málaflokka. Meðal þess sem spurt var um voru heil- brigðismál, menntamál, skattar, endurreisn atvinnulífsins og nýt- ing náttúruauðlinda. Þetta er í fimmta skipti sem MMR gerir sambærilega könnun, en sú fyrsta var gerð í apríl 2009. Í nýjustu könnuninni bætast við þrír málaflokkar sem ekki hefur verið spurt um áður; skuldamál heimil- anna, málefni Íbúðalánasjóðs og endurskoðun á stjórnarskránni. Hægt er að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í einstökum mála- flokkum með því að skoða myndirn- ar hér til hliðar og á síðu 36. Þar má einnig sjá þróunina frá fyrri árum. Gríðarlegar breytingar sjást frá árinu 2009 á áliti landsmanna á því hvaða flokkar séu best til þess fallnir að leiða mikilvæga mála- flokka. Þá sýndi könnun MMR að landsmenn treystu Vinstri græn- um best til að leiða sex af þrettán málaflokkum sem spurt var um. Í fjórum málaflokkum treystu lands- menn Sjálfstæðisflokknum best og Samfylkingunni í þremur. Stjórnar- flokkarnir nutu á þeim tíma mests trausts til að leiða níu af þrettán málaflokkum. Í nýjustu könnuninni er annað uppi á teningnum. Sjálfstæðisflokk- urinn ber höfuð og herðar yfir hina flokkana, á meðan traustið á stjórn- arflokkunum hrapar. Aðeins þegar kemur að umhverfismálum nefndu flestir Vinstri græn, 29,2 prósent, en 28,3 prósent nefndu Sjálfstæðis- flokkinn. Munurinn er raunar vel innan skekkjumarka. Minna traust á stjórnarflokkum Í apríl 2009 nefndu yfir 50 prósent annan hvorn stjórnarflokkanna, Samfylkinguna eða Vinstri græn, í öllum málaflokkunum þrettán. Nú komast flokkarnir samanlagt ekki nema rétt yfir fjórða tug pró- senta í þeim málaflokkum þar sem þeir njóta mests trausts, og yfir- leitt njóta þeir samanlagt trausts tæplega 35 prósenta samanlagt. Þessi þróun helst í hendur við mikið fylgistap stjórnarflokkanna í öllum skoðanakönnunum. Traust landsmanna á því að Sjálf- stæðisflokkurinn sé best til þess fallinn að leiða mikilvæga mála- flokka hefur aukist jafnt og þétt frá því fyrsta könnunin var gerð, í apríl 2009. Þá naut flokkurinn að meðal- tali 28,1 prósents trausts til að leiða þá málaflokka sem spurt var um. Í nýjustu könnuninni nefna að meðal- tali 41,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku Sjálfstæðisflokkinn. Álíka margir treystu Samfylk- ingunni til að leiða þá málaflokka sem spurt var um í apríl 2009 og treystu Sjálfstæðisflokknum. Að meðaltali naut Samfylkingin trausts 29,1 prósents þeirra sem afstöðu tóku. Traustið dalaði í næstu könnunum á eftir og mældist 18,9 prósent í desember 2011. Í nýj- ustu könnuninni hefur traustið auk- ist örlítið frá síðasta ári og mælist nú 19,9 prósent. Ólíkt Samfylkingunni hefur línan legið beint niður hjá Vinstri græn- um. Um 29,2 prósent landsmanna treystu flokknum að meðaltali til að leiða málaflokkana árið 2009. Það traust hefur síðan minnkað jafnt og þétt, og nú er svo komið að um 14,8 prósent að meðaltali nefna flokkinn sem vænlegan forystusauð í mála- flokkunum fimmtán. Traustið á Framsóknarflokknum hefur aukist nokkuð frá árinu 2009. Þá töldu að meðaltali 7,4 prósent flokkinn best til þess fallinn að leiða þá málaflokka sem spurt var um. Nú er hlutfallið komið í 11,3 prósent. ➜ Heilbrigðismál Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Færri treysta stjórnmálaflokkum Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests trausts landsmanna til að hafa forystu í fjórtán af fimmtán mikilvægum málaflokkum samkvæmt könnun MMR. Vinstri græn njóta enn mests trausts þegar kemur að umhverfismálum en traustið dalar þó. Stjórnarflokkarnir njóta samanlagt stuðnings innan við 30 prósenta landsmanna samkvæmt könnun MMR á fylgi flokkanna, sem gerð var samhliða könnun á málaflokkum snemma í desember. Alls sögðust 17,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku til einhvers stjórnmálaflokks mundu styðja Samfylk- inguna, sem myndi skila flokknum 12 þingsætum. Þá sögðust 11,3 prósent mundu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga, sem myndi þýða að flokkurinn næði átta mönnum inn á þing. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings um 37,4 prósenta landsmanna, og fengi 26 þingmenn. Alls styðja 13,7 prósent Framsóknar- flokkinn, og fengi flokkurinn samkvæmt því níu þingmenn. Eina nýja framboðið sem kæmist inn á Alþingi samkvæmt könnuninni er Björt framtíð, sem fengi samkvæmt henni stuðning 11,5 prósenta landsmanna og næði átta mönnum á þing. Aðrir flokkar fá innan við fimm prósent atkvæða hver, en samanlagt sögðust 8,6 prósent mundu kjósa eitthvað af þeim öðru fram- boðum sem fram eru komin. ➜ Tæp 29 prósent styðja stjórnarflokkana Desember 2010 Desember 2012 Desember 2011 40 35 30 25 20 15 10 5 % 40 30 20 10 % 40 30 20 10 % 40 30 20 10 % 40 30 20 10 % FYLGI FLOKKANNA Aðrir Aðrir Aðrir Aðrir Aðrir Apr 2009 Des 2010 Des 2011 Des 2012 ➜ Mennta- og skólamál ➜ Skattamál ➜ Atvinnu- leysi ➜ Umhverfismál ➜ Efnahagsmál almennt ➜ Innflytjendamál ➜ Lög og regla almennt 40 30 20 10 % Aðrir 40 30 20 10 % Aðrir 40 30 20 10 % Aðrir 40 30 20 10 % Aðrir Apr 2009 Feb 2010 Des 2010 Des 2011 Des 2012 Apr 2009 Des 2010 Des 2011 Des 2012 13,7% 37,4% 17,5% 11,3% 11,5% 8,6% 12 ,1 % 40 % 28 ,1 % 10 ,7 % 8, 3% 41 ,4 % 21 ,2 % 16 ,9 % 6, 8% 5, 3% 10 ,3 % 50 ,2 % 17 ,6 % 10 ,1 % 9, 9% 39 ,4 % 21 ,5 % 18 ,7 % 6, 4% 10 ,2 % 46 ,6 % 19 ,8 % 13 ,9 % 10 ,8 % 49 ,4 % 19 ,1 % 10 ,3 % 15 ,2 % 28 ,3 % 14 ,6 % 29 ,2 % 6, 8% 9, 7% 49 ,7 % 16 ,8 % 12 ,3 % 4, 8% 4, 4% 5, 2% 6, 2% 5, 9% 5, 6%6, 2% 5, 3% 5, 1% 4, 1% 4, 3%5, 2%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.