Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 42
FÓLK|HELGIN
NÆS NÁTTUGLA
Ingi er fæddur og upp-
alinn í Keflavík. Hann er
giftur tveggja barna faðir
en segir næturvaktina
ekki bitna á fjölskyldu-
lífinu enda dekki þeir
Guðni Már Henningsson
stundum næturvaktir
föstudags og laugardags
hvor fyrir annan. „Ég er
náttugla að eðlisfari og
eftir þáttinn líður mér
oft eins og ég sé að
koma úr gleðskap og
þarf að trappa mig niður.
Ég sofna því oftast ekki
fyrr en undir hálffimm.“
MYND/GVA
Næsheit og nærgætni eru eigin-leikar sem maður þarf að vera gæddur til að standa nætur-
vaktina. Maður þarf að taka öllum
eins og þeir eru, muna að hver og ein
manneskja er mikilvæg og hefur frá
ýmsu að segja,“ segir Ingi Þór Ingi-
bergsson, tækni- og hljóðmaður hjá
Ríkisútvarpinu, sem var óvænt ýtt út í
starf útvarpsmanns þegar hann tók við
stjórnartaumum á næturvakt Rásar 2 á
laugardagskvöldum fyrir tveimur árum.
„Nafn mitt bar á góma þegar Óli
Palli og Ágúst Bogason leituðu að eftir-
manni Snorra Sturlusonar. Ég var viss
um að þeir væru að gera at í mér en lifi
samkvæmt lífsspekinni að grípa lífsins
tækifæri og sló til,“ segir Ingi og sér
sannarlega ekki eftir því.
„Mér þykir einstaklega gaman í
útvarpinu, starfið er þakklátt og ég hef
gaman af því að tala við fólk,“ segir Ingi,
sem telur næturvaktina nauðsynlega
þjóðarheilsunni.
„Laugardagskvöld eru sparikvöld,
flestir í fríi og vaka fram eftir. Þá er
notalegt fyrir hlustendur að finna fyrir
félagsskap útvarpsmannsins og að ein-
hver vaki með þeim. Margir eru einir og
ekki síður vinalegt að heyra í fleira fólki
sem einnig vakir á sama tíma.“
Ingi hefur næturvaktina að loknum
tíufréttum og hálfellefu eru opnaðar
símalínur þar sem hlustendur geta
hringt inn til að spjalla og biðja um
óskalög.
„Á þessum tíma dags og vikunnar eru
hlustendur lítið fyrir að tuða og fjasa
yfir þjóðmálunum. Margt liggur á hjarta
og umræðuefnið er oft fólkið sjálft, lífið
og tilveran. Andrúmsloftið er langoftast
létt þótt vitaskuld komi fyrir að hlust-
andi sé niðurlútur, í ástarsorg eða ein-
mana. Hjalið getur því orðið hjartnæmt
á köflum,“ upplýsir Ingi, sem yfirleitt
fær marga fasta gesti á símalínurnar.
„Ragna Sólveig á Þingeyri, Birgir í
Þorlákshöfn og Sigtryggur leigubílstjóri
eru dæmi um dygga hlustendur sem
hringja reglulega. Ég lít á nætur vaktina
sem þátt okkar allra; þátt sem við
búum til saman. Við höfum enda flest
eitthvað til málanna að leggja og einnig
er gott fyrir fólk að geta létt á sér þegar
komið er fram á nótt og ekki er almenn
kurteisi að hringja í hvern sem er.“
Ingi segir tengsl óhjákvæmilega
skapast á milli útvarpsmanns og
einarðra hlustenda.
„Ég lít á suma af föstu hlustendum
mínum sem vini þótt ég hafi ekki hitt
þá í eigin persónu. Við frúin hittum
reyndar Sigtrygg leigubílstjóra óvænt
þegar við tókum bíl frá Airwaves í
haust og það urðu fagnaðarfundir. Mér
þykir því vænt um hlustendurna og
þykir vinalegt að heyra raddir þeirra
aftur og aftur.“
Hlustendur næturvaktarinnar búa
víða um heim, eins og Bandaríkjamaður
sem hlustar til að læra íslensku og er
farinn að biðja um óskalög með SS Sól.
„Þá fæ ég reglulega bréf á dönsku frá
eiginmanni íslenskrar konu í Danmörku
og les þau upp á dönsku í þættinum.
Þar er enda öll fjölskyldan farin að
hlusta og kasta kveðjum á víxl,“ segir
Ingi um einstaka stemningu þáttarins,
sem orðinn er hluti af laugardagskvöldi
hjá svo mörgum.
„Það kom mér á óvart hversu fáir
hringja inn góðglaðir. Þeir virðast meira
í rólegheitum heima og dettur kannski
í hug að biðja um óskalag. Ég þykist
kunna að greina á milli hvort fólk sé
drukkið eða málhalt vegna veikinda en
auðvitað er engum útskúfað svo lengi
sem hann er kurteis.“
■ thordis@365.is
HJARTNÆMT HJAL
Á NÆTURVAKTINNI Keflvíkingurinn Ingi Þór Ingibergsson vakir með þjóðinni
fram á nótt á laugardagskvöldum. Hann segir hlustendur orðna vini sína.
UPPSKRIFTIN MIÐAST VIÐ FJÓRA
4 epli
1 límóna
1 dós hrein jógúrt
200 g gráðaostur
2 msk. fljótandi hunang
2 mangó
2 msk. ólífuolía
1 tsk. balsam-edik
1 poki blandað salat
2 msk. saxaðar valhnetur eða pekanhnetur
Afhýðið eplin og fræhreinsið, skerið í litla bita, gróf-
saxið hneturnar. Setjið eplabitana í skál og kreistið
límónusafa yfir. Blandið helmingnum af ostinum
út í jógúrtina og bragðbætið með hunangi. Bætið
nokkrum vatnsdropum út í og blandið allt vel.
Skerið mangó í tvennt og fjarlægið steininn. Skrælið
ávöxtinn og skerið kjötið í bita. Blandið eplabitunum
saman við.
Setjið salat á fjóra diska og dreifið epla- og mangó-
bitum yfir. Því næst er jógúrtblandan sett yfir og loks
afgangurinn af
ostinum. Blandið
saman ólífuolíu
og balsam-
ediki og dreifið
einnig yfir sal-
atið. Að lokum er
valhnetukjörnum
stráð yfir.
SALAT MEÐ MANGÓ OG GRÁÐAOSTI
Ljúffengt, hollt og létt salat sem passar bæði sem aðalréttur og meðlæti með
kjöti eða fiski. Þetta er sérstaklega girnilegt salat fyrir aðdáendur gráðaosts.
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Öll kínvesk
leikfimi • Heilsu Qi Gong 5000 ára tækni• Heilsubætandi Tai chi
• Kung Fu í samstafi við
Kínveskan íþrótta háskóla
Einkatímarog
hópatímar
Fyrir alla
aldurshópa
Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum
Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 Sími: 554 6626 kopavogur@redcross.is raudikrossinn.is/kopavogur
ÓSKUM EFTIR
SJÁLFBOÐALIÐUM Í
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum
til starfa í fatabúðum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband
við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5546626 eða
með tölvupósti á sandra@redcross.is.
FATABÚÐIR RAUÐA KROSSINS
Rauða kross búðirnar á höfuðborgarsvæðinu eru fjórar:
Laugavegi 12
Laugavegi 116
Mjódd
Strandgötu 24, Hafnarfirði
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir