Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 66
sími: 511 1144
| ATVINNA |
ENDURBÆTUR Á RAFLÖGNUM OG LAGNA-
OG LOFRÆSIKERFUM Í BYGGINGU
NR. 130 KEFLAVÍKURFLUGVELLI
FORVAL NR. 6061030-F
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu Íslands,
efnir til forvals vegna fyrirhugaðs útboðs um endurbætur á
raflögnum og lagna- og loftræsikerfum í byggingu nr. 130
innan öryggissvæðis Keflavíkurflugvallar. Hér er um að
ræða forval þar sem þátttakendur verða valdir með tilliti til
hæfni og reynslu (hæfi) en einnig með tilliti til þess búnaðar
sem þeir hyggjast bjóða. Gerðar eru kröfur um hæfi þátt-
takenda í forvali sem taldar eru nauðsynlegar til þess að
bjóðendur í lokuðu útboði geti unnið verkefnið á fullnæg-
jandi hátt.
Bygging nr. 130 er stjórnstöð samþætts loftvarnakerfis
NATO hér á landi og er um 2.800 m2 á þremur hæðum.
Í meginatriðum fellst verkið í að laga rafkerfin að gildandi
reglugerð um raforkuvirki og ÍST: 200:2006 – Raflagnir
bygginga. Gerðar verða einnig umtalsverðar breytingar á
kæli- og loftræsikerfum byggingarinnar. Dælubúnaður og
stjórnlokar í neysluvatns- og frárennsliskerfi verða einnig
endurnýjaðir. Öryggisvottunar og öryggisviðurkenningar á
sviði öryggis- og varnarmála verður krafist af verktaka og
öllum starfsmönnum og stjórnendum hans sem koma að
verkinu og einnig af starfsmönnum og stjórnendum undir-
verktaka sbr. reglugerð nr. 959 / 2012. Áætlaður kostnaður í
þessu verki er um 200 - 300 milljónir kr. með Vsk.
Forvalsgögn verða til sýnis og afhendingar hjá Fram-
kvæmda sýslu ríkisins, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík frá og
með mánudeginum 14. janúar 2013, opnunartími 8:30 - 16:00.
Skilafrestur þátttökutilkynninga hjá Framkvæmdasýslu
ríkisins, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík er til kl. 16:00 þann
28. janúar 2013.
FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS
ÚTBOÐ
ÚTBOÐ
OFANFLÓÐAVARNIR BÚÐUM VIÐ
FÁSKRÚÐSFJÖRÐ
NÝJABÆJARLÆKUR - VARNARVIRKI
ÚTBOÐ NR. 15368
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjarðabyggðar og
Ofanflóðasjóðs óskar eftir tilboðum í verkið Ofanflóða-
varnir Búðum við Fáskrúðsfjörð – Nýjabæjarlækur varnar-
virki.
Verkið felst í að reisa varnarvirki í farvegi Nýjabæjarlæks
ofan skólamiðstöðvar og byggðar við Skólabrekku og
Hlíðarveg. Varnarvirkið samanstendur í megin dráttum
af grjótstíflu, leiðigarði og þvergildru. Grjótstíflan sem
stendur í 110 m hæð y. s. er um 15 m á lengd og 6 m há.
Leiðigarður neðan grjótstíflu er um 200 m langur og 3 – 7 m
hár. Neðst er þvergildran í framhaldi leiðigarðs sem er um
80 m á lengd og um 7 m á hæð um miðbikið.
Einnig felst í verkinu gerð vinnuvegar, varanlegra vegslóða
og gangstíga. Jafnframt gerð drenskurða, lækjarfarvega,
lagning ræsa, smíði göngubrúa og setbekkja og jöfnun
yfirborðs og ýmis frágangur.
Helstu magntölur eru:
Grjótstífla:
Klapparsprengingar / fleygun 650 m3
Stórgrýti: flokkun/ flutningur 1.200 tonn
Frágangur stórgrýtis í stíflu 550 m3
Leiðigarður—þvergildra:
Sprengigröftur 2.800 m3
Gröftur/tilfærsla skriðuefnis 7.500 m3
Stoðfyllingar 2.100 m3
Styrkingakerfi – uppsetning 415 m2
Vegfyllingar úr skeringum 1.500 m3
Þökulagning 1.600 m2
Verkinu skal vera að fullu lokið í ágúst 2014. Útboðsgögn
verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum,
Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum
15. janúar 2013. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum,
26. febrúar 2013 kl 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Rafdrifinn íshefill fyrir Skautahöllina Laugardal,
útboð nr. 12957.
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
Innkaupadeild
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Opinn kynningarfundur
Skipulagsnefnd Kópavogs boðar til kynningarfundar með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum þar sem
kynnt verður tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir bæinn skv. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr 123/2010. Aðal-
skipulagið er skipulagsáætlun þar sem fram kemur stefna bæjaryfirvalda um landnotkun, samgöngu- og
þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar til ársins 2024.
Fundurinn verður haldinn í samkomusal Hörðuvallaskóla við Baugakór 38,
fimmtudaginn 17. janúar nk. kl. 17:00 til 18:30.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
Kópavogsbær
Stór atvinnulóð í Reykjavík til sölu
Ríflega 34 þús. fermetra atvinnulóð við Lækjarmel 1
Reykjavík (á Esjumelum) er til sölu. Um er að ræða eina af
stærstu atvinnulóðum höfuðborgarsvæðisins. Lóðin hentar
fyrir margvíslega plássfreka starfsemi, liggur mjög sýnileg
meðfram fjölförnum Vesturlandsvegi og með mjög góðri
aksturstengingu.
Hringdu í 699 7600 eða sendu póst á netfangið
egillj@brimborg.is fyrir nánari upplýsingar.
Brimborg
Söluturn/veitingastarfsemi í Hafnarfirði
Af sérstökum ástæðum er til sölu söluturn í öruggum rekstri í
Hafnarfirði. Starfsemin er í glæsilegu leiguhúsnæði samkvæmt
tryggum leigusamningi. Tilvalinn vinnustaður fyrir samhenta
fjölskyldu. Möguleikar á veitingastarfsemi einnig.
Söluverð er 25 millj. auk vörulagers. Áhugasamir sendi nafn og
símanúmer á box@frett.is merkt ,,Söluturn-1813“ fyrir 18 janúar nk.
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Borgarleikhúsið – lýsingarbúnaður,
útboð nr. 12958.
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
Innkaupadeild
Boltinn á Xinu 977
– alla virka daga kl. 11 - 12
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR20