Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 74
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR | HELGIN | 42
TÍSKUBÓLUR
2013
Útsölurnar standa nú sem hæst í búðum
borgarinnar og því er vert að skoða hvaða
tískubólur standa hæst í sumar svo hægt sé
að gera góð kaup fyrir komandi ár. Klassískar
flíkur sem standast tímans tönn eru örugg
útsölukaup á borð við svartar og hvítar
flíkur, einnig eiga dýramynstur eftir að
herja á tískuunnendur með hækkandi
sól auk þess að áttundi áratugurinn
kemur sterkur inn með pífum og
púffum.
➜ Leður
Ekkert lát verður á vinsældum leðurs
í ár og því ansi öruggt að fjárfesta í
góðri leðurflík á niðursettu verði.
Leðurkjólar voru til að mynda
áberandi á tískupöllunum sem
og leðurbuxur í lit.
➜ Pífur
Áttundi áratugurinn fær uppreisn
æru í ár með íburðarmiklum
pífum á fatnaði. Útvíðar ermar
voru áberandi hjá til dæmis
Gucci, Acne og Marni. Þrátt fyrir
að þessi tískubóla hafi ekki látið
sjá sig lengi er þess virði að kíkja
eftir flíkum á borð við þessar.
➜ Dýramynstur
Einkennandi fyrir vorið og
sumarið er dýramynstur,
í jökkum, skóm, fylgi-
hlutum og öðrum
fatnaði. Litrík dýra-
mynstur af ýmsu tagi
er því nokkuð öruggt
að fjárfesta í fyrir
sumarið eins og bæði
eitt af heitustu tísku-
húsum síðasta árs,
Kenzo, sýndi sem og
hönnuðurinn Phillip
Lim.
➜ Svart og hvítt
Á útsölum er gott að hafa augun opin fyrir klassískum
flíkum sem detta sjaldan úr tísku. Hönnuðir heimsins
sýndu á tískupöllunum fyrir vorið skyrtur, boli og peysur
í einföldum stíl og gjarna þá í svörtum eða hvítum lit
sem mynda skemmtilegan kontrast saman.
DEREK LAM
JASON WU
BELSTAFF
MARNI
CHLOE
JIL SANDER
VALENTINO
3.1 PHILLIP LIM
ALEXANDER
WANG
ACNE
MAX MARA