Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 78

Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 78
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 46 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is 1. Hver er það sem fer oft í vatnið án þess að verða blautur? 2. Líkami minn er hvítur en höfuðið dökkbrúnt. Hver er ég? 3. Framan í hvern getur maður rekið tunguna án þess að vera ókurteis? 4. Hvað er það sem oft leynist í tómum vasa? 5. Hver er það sem eykur gengi félaga sinna ef hann er fyrir aftan þá en rýrir þá og sjálfan sig mest ef hann er fyrir framan þá? 6. Hvaða karlmannsnafn og kvenmannsnafn getum við búið til úr stöfunum EEÓÓRRYYÞÞ? 7. Hvað er í miðri Reykjavík? SVÖR Hver eru þín helstu áhugamál? Söngur, teikning og listskautar. Ég hef mikinn áhuga á japanskri menningu, svo sem hefðunum og trúarbrögðunum. Einnig ýmsum listformum, eins og teikningu og skrautskrift. Ég hef sérstakan áhuga á manga en það eru japanskar teiknimynda- sögur. Japanskar teiknimyndir eru kallaðar anime. Hver er munurinn á manga og öðrum teiknimyndasögu- formum? Persónurnar eru með sérstakt útlit, til dæmis eru stelpurnar með rosalega stór augu. Tilfinningar eru sýndar frekar ýktar. Þó að sögurnar séu látnar gerast annars staðar, til dæmis í New York, þá lítur allt mjög japanskt út og allir tala japönsku. Hvenær fórst þú að hafa áhuga á manga? Þegar ég var átta ára. Þekkirðu marga sem hafa áhuga á þessu formi? Ég þekki níu, bæði stráka og stelpur. Hefur þú lært þessa teikni- aðferð sérstaklega? Ég fór á námskeið um japanska popp- menningu hjá Klifinu í haust. Annars hef ég mest lært af You- tube-myndböndum, sérstaklega frá Mark Crilley og Sophie Chan. Hver er uppáhaldsteikni- myndasagan þín? Hún heitir Kodocha. En uppáhaldskarakter? Það er Lili í Zodiac P.I. Býrð þú til þínar eigin sögur? Já, stundum, en ekki oft. Hvers konar áhöld notar þú helst þegar þú teiknar? Ég nota helst blýanta, kúlupenna og svo manga-tússpenna sem heita lePlume. Hversu miklum tíma dags verð þú í að teikna? Mjög mis- jafnt, stundum allt upp í sex tíma, en suma daga teikna ég alls ekki neitt. Hvað ert þú lengi að gera eina mynd? Tvo til þrjá klukkutíma. Hvaðan færð þú innblástur þegar þú teiknar? Frá Youtube og manga-myndasögum. Áttu þér fyrirmyndir í teikni- heiminum? Já, Mark Crilley. Hann sýnir á Youtube hvernig á að teikna og talar um hvernig er að vera manga-listamaður. Hann gerir kennslubækur um manga og hefur meðal annars teiknað sög- urnar Brody’s Ghost og Miki Falls. Hvert er uppáhaldsfagið þitt í skólanum? Myndmennt og bókmenntir. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar helst að verða leikkona. Myndmennt og bók- menntir í uppáhaldi Eygló Strand Jóhannesdóttir býr í Hafnarfi rði og hefur áhuga á söng, list skautum og teikningu. Hún verður bráðum 13 ára en síðan hún var 8 ára hefur hún haft mikinn áhuga á japanskri menningu, ekki síst manga-teiknimyndasögum. EYGLÓ JÓHANNESDÓTTIR Hefur mikinn áhuga á japanskri menningu, hefðum og trúarbrögðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1. Skugginn. 2. Eldspýta. 3. Lækninn. 4. Gat. 5. Tölustafurinn núll. 6. Eyþór og Þórey. 7. j. Ég fór á námskeið um japanska poppmenningu hjá Klifinu í haust. Annars hef ég mest lært af You- tube-myndböndum. Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 26 „Ég er orðin leiður á því hvað Kata er alltaf leiðinleg við mig,“ kvartaði Róbert stúrinn. „En er það ekki vegna þess að þú þykist vita allt?“ sagði Lísaloppa. „Ég veit náttúrulega ekki allt,“ sagði Róbert. “En ég veit margt, ég veit til dæmis mörg fuglanöfn af því að ég veiði þá til matar.“ „Prófaðu þá þessa gátu,“ sagði Lísaloppa. „Getur þú fundið nöfn fimm fugla sem allir gætu verið á matseðlinum þínum?“ Róbert horfði á stafagátuna. „Ég verð nú alltaf ringlaður af því að horfa á svona stafasúpur.“ „Þá skal ég segja þér nöfnin sem þú átt að finna,“ sagði Lísaloppa. S E N D L I N G U R E E Í R B J P X Á M A S Y F K N Ó K Í I Y S T O K K Ö N D M A R Í U E R L A G Ö E D Ð Ý Æ Ó Y X Þ Y É F M J Ö Ý M Ð Þ O Ó Ú K D J F M S O G A Á U Æ A V Y Ó Þ M H S T R P G R Ý G O G K H A T V F F L U J J T I Þ Á J F L U Æ Ð T Ú Ú P V Þ Ó Þ Æ Ó G G Ú M X Þ P Y A Æ Æ P H L H S B Æ K I A Ó R O M Ú S A R R I N D I L L Þ “Þau eru: Rjúpa Stokkönd Æðarfugl Músarrindill og Sendlingur.“ Getur þú hjálpað Róberti að finna þessi fimm fuglanöfn? Heilabrot Jóakim Dylan Magnússon, sem er tveggja og hálfs árs gamall og býr í Milwaukee í Banda- ríkjunum, sendi krakkasíðunni þessa mynd í vikunni. Takk fyrir það. Arnar Ingi Magnússon, sjö ára Breiðholtsbúi, er höfundur þessarar skemmtilegu myndar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.